Korpubikarinn er lokamótið á stigamótaröð Golfsambands Íslands, GSÍ.
Kristján Þór lék holurnar 18 í dag á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari vallarins, og hélt þar með góðu gengi gærdagsins áfram. Hann lék hringinn á 67 höggum í gær og er því samtals á 12 höggum undir pari.
Næstur á eftir Kristjáni er Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili á samtals átta höggum undir pari og þar á eftir koma fjórir kylfingar á fjórum höggum undr pari. Efsti maður gærdagsins, Jóhannes Guðmundsson, lék hins vegar á fjórum höggum yfir pari í dag og er fallinn niður í áttunda sæti.
Í kvennaflokki heldur Guðrún Brá toppsætinu frá því í gær, en hún lék hringinn í dag á 66 höggum, eða sex höggum undir pari. Guðrún er því samtals á níu höggum undir pari, átta höggum á undan Perlu Sól Sigurbrandsdóttir sem er í öðru sæti.