Fótbolti

Þrír íslenskir sigrar í norsku deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hólmbert Aron Friðjónsson var í byrjunarliði Lilleström er liðið vann öruggan sigur í dag.
Hólmbert Aron Friðjónsson var í byrjunarliði Lilleström er liðið vann öruggan sigur í dag. Lilleström

Fjórir leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í dag og voru Íslendingalið í eldlínunni í þremur þeirra ög öll unnu þau sigra.

Hólmbert Aron Friðjónsson lék fyrri hálfleikinn í fremsut víglínu fyrir Lilleström er liðið vann öruggan 3-0 heimasigur gegn Sandefjord. Hólmbert og félagar sitja nú í öðru dæti deildarinnar með 40 stig eftir 19 leiki, 19 stigum meira en Sandefjord sem situr í 12. sæti.

Þá var Brynjar Ingi Bjarnason ónotaður varamaður er Vålerenga vann 1-0 sigur gegn Tromsö, en sigurinn lyfti liðinu upp um tvö sæti í deildinni, úr sjöunda og upp í það fimmta.

Að lokum var Björn Bergmann Sigurðarson ekki með Molde vegna meiðsla er liðið vann 0-1 útisigur gegn Haugesund. Molde trónir enn á toppi deildarinnar með 45 stig, 23 stigum meira en Hugesund sem situr í níunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×