Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 12:47 Magnús Magnússon sóknarprestur Húnavatnsprestakalls segir allt samfélagið harmi slegið. Áfallateymi fundar í dag um frekari viðbrgöð í samfélaginu. Vísir Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. Sveitarstjórn Húnabyggðar boðaði í gærkvöldi til íbúafundar vegna harmleiksins á Blönduósi um helgina. Magnús Magnússon sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli segir húsfylli hafa verið á fundinum sem var haldinn í félagsheimilinu í bænum. „Þetta er mikill harmleikur fyrir allt samfélagið en fundurinn gekk vel. Það var fullt út úr dyrum í félagsheimilinu en þar fór lögreglustjórinn yfir atburði dagsins og gaf þær upplýsingar sem honum var unnt. Við buðum svo fólki að mæta í Blönduóskirkju eftir fundinn þar sem ég leiddi bænarstund. Fólki var svo boðið að eiga samtal við presta eða áfallateymi Rauða krossins. Það voru nokkuð margir fagaðilar á staðnum. Það voru margir sem þáðu það en svo var fólk líka að sýna hvort öðru styrk og stuðning með faðmlagi og hlýjum orðum,“ segir Magnús. Magnús segir að verið sé að undirbúa frekari viðbrögð. „Við erum að fara hittast samráðsteymi í áfallahjálp í umdæminu til að ákveða frekari viðbrögð. Það verður tekið áfram utan um þá sem standa næst málinu. Svo verður það víkkað út í fyrirtæki og hópa í samfélaginu. Þetta verður tekið fyrir skipulega. Það koma upplýsingar á opinberar heimasíður, eins og sveitarfélagsins, skólans og kirkjunnar um hvert fólk getur leitað ef því líður illa. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717, segir Magnús. Hann segir mikilvægt að huga vel að börnunum. „Það þarf að segja börnum satt og rétt frá án þess að nota róttæk orð. Það þarf að gera með umhyggju og skilningi og hugsa vel orðin sín,“ segir Magnús. Magnús segir marga hafa haft samband. „Þetta er stór og alvarlegur atburður í samfélaginu hér og á landsvísu. Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem við höfum fundið úr nærliggjandi samfélögum og vítt og breitt af landinu, segir Magnús að lokum. Manndráp á Blönduósi Börn og uppeldi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Sveitarstjórn Húnabyggðar boðaði í gærkvöldi til íbúafundar vegna harmleiksins á Blönduósi um helgina. Magnús Magnússon sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli segir húsfylli hafa verið á fundinum sem var haldinn í félagsheimilinu í bænum. „Þetta er mikill harmleikur fyrir allt samfélagið en fundurinn gekk vel. Það var fullt út úr dyrum í félagsheimilinu en þar fór lögreglustjórinn yfir atburði dagsins og gaf þær upplýsingar sem honum var unnt. Við buðum svo fólki að mæta í Blönduóskirkju eftir fundinn þar sem ég leiddi bænarstund. Fólki var svo boðið að eiga samtal við presta eða áfallateymi Rauða krossins. Það voru nokkuð margir fagaðilar á staðnum. Það voru margir sem þáðu það en svo var fólk líka að sýna hvort öðru styrk og stuðning með faðmlagi og hlýjum orðum,“ segir Magnús. Magnús segir að verið sé að undirbúa frekari viðbrögð. „Við erum að fara hittast samráðsteymi í áfallahjálp í umdæminu til að ákveða frekari viðbrögð. Það verður tekið áfram utan um þá sem standa næst málinu. Svo verður það víkkað út í fyrirtæki og hópa í samfélaginu. Þetta verður tekið fyrir skipulega. Það koma upplýsingar á opinberar heimasíður, eins og sveitarfélagsins, skólans og kirkjunnar um hvert fólk getur leitað ef því líður illa. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717, segir Magnús. Hann segir mikilvægt að huga vel að börnunum. „Það þarf að segja börnum satt og rétt frá án þess að nota róttæk orð. Það þarf að gera með umhyggju og skilningi og hugsa vel orðin sín,“ segir Magnús. Magnús segir marga hafa haft samband. „Þetta er stór og alvarlegur atburður í samfélaginu hér og á landsvísu. Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem við höfum fundið úr nærliggjandi samfélögum og vítt og breitt af landinu, segir Magnús að lokum.
Manndráp á Blönduósi Börn og uppeldi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira