Vann EM og lagði skóna á hilluna Atli Arason skrifar 22. ágúst 2022 23:30 Ellen White með Evrópumeistaratitilinn. Getty Images Enski framherjinn Ellen White gaf það út fyrr í dag að hún ætlar að leggja knattspyrnuskónna á hilluna og snúa sér að öðrum málum. „Þetta hefur verið ein erfiðasta ákvörðun lífs míns en ákvörðun sem ég veit að er sú rétta fyrir mig. Þessa ákvörðun hefur mig alltaf dreymt um að taka á mínum eigin forsendum og þetta er minn tími til að kveðja fótboltann og fylgjast með næstu kynslóð skína,“ skrifaði White í hjartnæmri færslu á Twitter. Í færslunni þakkar Ellen White öllum þeim sem lögðu hönd á plóg á hennar langa og farsæla knattspyrnuferli. White er 33 ára gömul en hún spilaði meðal annars með Chelsea, Arsenal og Manchester City á sínum ferli. White er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi en sem knattspyrnukona hefur hún þurft að fara í gegnum alls konar mótlæti til að komast á þann stall sem hún er í dag sem ein sú besta sem hefur spilað leikinn. White hefur þrisvar verið valin sú besta á Englandi en enginn leikmaður, karla eða kvenna, hefur skorað fleiri mörk á stórmóti fyrir England heldur en Ellen White. „Þú verður ekki að vera best/ur í einhverju til að gera drauma þína að veruleika, sjáðu bara mig. Dugnaður, metnaður og ástríða er frábær uppskrift. Ekki láta einhvern segja þér að þú getur ekki gert eitthvað. Mér var einu sinni sagt að ég gæti ekki spilað með strákum og myndi aldrei spila fyrir enska landsliðið. Nú er ég að leggja skónna á hilluna sem Evrópumeistari, með 113 landsleiki á bakinu og 52 mörk fyrir England,“ skrifaði White, en færsluna hennar í heild má sjá hérna að neðan. Thank You Football… pic.twitter.com/WmeDGeX9zT— Ellen White (@ellsbells89) August 22, 2022 Ellen White has scored more goals for the #Lionesses than any other player (52).No man or women has scored more goals at senior major international tournaments for England (10).Enjoy retirement, @ellsbells89. 🕶 pic.twitter.com/nB67QdMta2— Squawka (@Squawka) August 22, 2022 EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira
„Þetta hefur verið ein erfiðasta ákvörðun lífs míns en ákvörðun sem ég veit að er sú rétta fyrir mig. Þessa ákvörðun hefur mig alltaf dreymt um að taka á mínum eigin forsendum og þetta er minn tími til að kveðja fótboltann og fylgjast með næstu kynslóð skína,“ skrifaði White í hjartnæmri færslu á Twitter. Í færslunni þakkar Ellen White öllum þeim sem lögðu hönd á plóg á hennar langa og farsæla knattspyrnuferli. White er 33 ára gömul en hún spilaði meðal annars með Chelsea, Arsenal og Manchester City á sínum ferli. White er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi en sem knattspyrnukona hefur hún þurft að fara í gegnum alls konar mótlæti til að komast á þann stall sem hún er í dag sem ein sú besta sem hefur spilað leikinn. White hefur þrisvar verið valin sú besta á Englandi en enginn leikmaður, karla eða kvenna, hefur skorað fleiri mörk á stórmóti fyrir England heldur en Ellen White. „Þú verður ekki að vera best/ur í einhverju til að gera drauma þína að veruleika, sjáðu bara mig. Dugnaður, metnaður og ástríða er frábær uppskrift. Ekki láta einhvern segja þér að þú getur ekki gert eitthvað. Mér var einu sinni sagt að ég gæti ekki spilað með strákum og myndi aldrei spila fyrir enska landsliðið. Nú er ég að leggja skónna á hilluna sem Evrópumeistari, með 113 landsleiki á bakinu og 52 mörk fyrir England,“ skrifaði White, en færsluna hennar í heild má sjá hérna að neðan. Thank You Football… pic.twitter.com/WmeDGeX9zT— Ellen White (@ellsbells89) August 22, 2022 Ellen White has scored more goals for the #Lionesses than any other player (52).No man or women has scored more goals at senior major international tournaments for England (10).Enjoy retirement, @ellsbells89. 🕶 pic.twitter.com/nB67QdMta2— Squawka (@Squawka) August 22, 2022
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira