Rekstrartekjur fara ört vaxandi en tap nam tveimur milljörðum á öðrum ársfjórðungi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 20:41 Tap Play nam rúmum tveimur milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2022. Vísir/Vilhelm Tap flugfélagsins Play nam 14,3 milljónum Bandaríkjadala, eða 2,02 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að á sama tímabili í fyrra hafi tap félagsins numið 1,4 milljónum dala en þá var félagið enn í startholunum með að hefja flugrekstur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði hafi verið neikvæð um 14,4 milljónir Bandaríkjadala á ársfjórðungnum. Það hafi þó ekki komið forsvarsmönnum félagsins á óvart þar sem félagið hafi enn ekki náð tilætlaðri stærðarhagkvæmni á fjórðungnum ásamt sögulega háu eldsneytisverði. Fjárhagsstaða Play sé þá áfram sterk. Handbært fé þann 30. júní síðastliðinn hafi numið 29,5 milljónum Bandaríkjadala með bundnu fé. Eiginhlutfall hafi verið 13,4 prósent og félagið hafi engar ytri vaxtaberandi skuldir. Rekstrartekjurnar fari þá ört vaxandi en tekjur á fjórðungnum hafi numið 32,5 milljónum dala samanborið við 9,6 milljónir Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi. Á tímabilinu flutti Play rúmlega 181 þúsund farþega og var sætanýtingin 74,8 prósent að meðaltali samkvæmt tilkynningunni. Þá segir að farþegafjöldi hafi aukist milli mánaða og sætanýting styrkst. Félagið gerir ráð fyrir að farþegar verði um 800 þúsund á þessuári og 20 milljarða króna veltu á árinu, fyrsta heila starfsári félagsins. Play mun kynna uppgjör sitt á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan hálf níu í fyrramálið, 23. ágúst. Þar munu Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Fundinum verður streymt hér. Fréttir af flugi Play Kauphöllin Tengdar fréttir Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021 Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021. 8. ágúst 2022 10:26 Stundvísin fullnægjandi að mati PLAY Fjöldi farþega Play í júní jafnast á við heildarfjölda farþega ársins 2021, á fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Play flutti um 88 þúsund farþega í júní, sem er 55 prósent aukning frá mánuðinum á undan, þegar um 56 þúsund farþegar voru fluttir. Stundvísi mældist 79 prósent sem er ekki í samræmi við markmið félagsins. 7. júlí 2022 10:46 Forstjóri PLAY segir lækkun kostnaðar staðfesta viðskiptalíkanið Einingakostnaður PLAY hefur snarlækkað eftir því sem flugfélagið hefur skalað upp starfsemina. Forstjóri félagsins segir að tölurnar staðfesti grundvallarhagkvæmni viðskiptalíkansins sem lagt var upp með. 7. júlí 2022 10:32 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að á sama tímabili í fyrra hafi tap félagsins numið 1,4 milljónum dala en þá var félagið enn í startholunum með að hefja flugrekstur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði hafi verið neikvæð um 14,4 milljónir Bandaríkjadala á ársfjórðungnum. Það hafi þó ekki komið forsvarsmönnum félagsins á óvart þar sem félagið hafi enn ekki náð tilætlaðri stærðarhagkvæmni á fjórðungnum ásamt sögulega háu eldsneytisverði. Fjárhagsstaða Play sé þá áfram sterk. Handbært fé þann 30. júní síðastliðinn hafi numið 29,5 milljónum Bandaríkjadala með bundnu fé. Eiginhlutfall hafi verið 13,4 prósent og félagið hafi engar ytri vaxtaberandi skuldir. Rekstrartekjurnar fari þá ört vaxandi en tekjur á fjórðungnum hafi numið 32,5 milljónum dala samanborið við 9,6 milljónir Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi. Á tímabilinu flutti Play rúmlega 181 þúsund farþega og var sætanýtingin 74,8 prósent að meðaltali samkvæmt tilkynningunni. Þá segir að farþegafjöldi hafi aukist milli mánaða og sætanýting styrkst. Félagið gerir ráð fyrir að farþegar verði um 800 þúsund á þessuári og 20 milljarða króna veltu á árinu, fyrsta heila starfsári félagsins. Play mun kynna uppgjör sitt á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan hálf níu í fyrramálið, 23. ágúst. Þar munu Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Fundinum verður streymt hér.
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Tengdar fréttir Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021 Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021. 8. ágúst 2022 10:26 Stundvísin fullnægjandi að mati PLAY Fjöldi farþega Play í júní jafnast á við heildarfjölda farþega ársins 2021, á fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Play flutti um 88 þúsund farþega í júní, sem er 55 prósent aukning frá mánuðinum á undan, þegar um 56 þúsund farþegar voru fluttir. Stundvísi mældist 79 prósent sem er ekki í samræmi við markmið félagsins. 7. júlí 2022 10:46 Forstjóri PLAY segir lækkun kostnaðar staðfesta viðskiptalíkanið Einingakostnaður PLAY hefur snarlækkað eftir því sem flugfélagið hefur skalað upp starfsemina. Forstjóri félagsins segir að tölurnar staðfesti grundvallarhagkvæmni viðskiptalíkansins sem lagt var upp með. 7. júlí 2022 10:32 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021 Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021. 8. ágúst 2022 10:26
Stundvísin fullnægjandi að mati PLAY Fjöldi farþega Play í júní jafnast á við heildarfjölda farþega ársins 2021, á fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Play flutti um 88 þúsund farþega í júní, sem er 55 prósent aukning frá mánuðinum á undan, þegar um 56 þúsund farþegar voru fluttir. Stundvísi mældist 79 prósent sem er ekki í samræmi við markmið félagsins. 7. júlí 2022 10:46
Forstjóri PLAY segir lækkun kostnaðar staðfesta viðskiptalíkanið Einingakostnaður PLAY hefur snarlækkað eftir því sem flugfélagið hefur skalað upp starfsemina. Forstjóri félagsins segir að tölurnar staðfesti grundvallarhagkvæmni viðskiptalíkansins sem lagt var upp með. 7. júlí 2022 10:32