Gæði nýrra mynda af Júpíter komu á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2022 22:17 Þessi mynd var sett saman úr þremur ljósmyndum sem teknar voru með mismunandi innrauðum skynjurum. Á myndinni má meðal annars greinnilega sjá segulljós á báðum hvelum reikisstjörnunnar. NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Geimvísindamenn birtu í dag nýjar myndir af gasrisanum Júpíter sem teknar voru með James Webb-geimsjónaukanum. Júpíter er áhugaverð reikistjarna og vonast vísindamenn til þess að skilja hana mun betur með gögnunum frá James Webb. Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) er haft eftir stjarnfræðingnum Imke de Pater, að gæði myndanna hafi komið sér og öðrum á óvart. „Það er ótrúlegt að við getum séð smáatriði á Júpíter með hringjum reikisstjörnunnar og smáum tunglum, meira að segja stjörnuþokum, í einni mynd," segir de Pater. Á Stjörnufræðivefnum segir að Júpíter sé 142.984 kílómetrar í þvermál. Gasrisinn sé það stór að massi hans sé 2,5 sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, fylgitungla, smástirna, loftsteina og halastjarna í sólkerfinu. Þrettán hundruð jarðir kæmust fyrir inn í Júpíter væri hann holur að inna. Ljósi bletturinn á Júpíter kallast „Stóri rauði bletturinn“. Hann er að vísu hvítur á þessum myndum vegna þess hve miklu sólarljósi þeir endurspegluðu í skynjara Webb. Þarna er um að ræða stærðarinnar storm sem gæti gleypt jörðina en bletturinn hefur verið sýnilegur á Júpíter frá að minnsta kosti 1831. Á þessari mynd má sjá Júpíter í meiri fjarlægð og tungl reikistjörnunnar.NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Áhugasamir geta skoðað myndirnar í hárri upplausn og frekari upplýsingar um þær hér á vef NASA. Mikla vinnu þarf til að vinna myndir James Webb-sjónaukans, eins og farið er yfir á vef NASA. Myndir af Júpíter eru þó sérstaklega erfiðar vegna þess hve hratt reikisstjarnan snýst. James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. Hann var gerður af geimvísindastofnunum Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í fyrra og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimurinn Júpíter Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) er haft eftir stjarnfræðingnum Imke de Pater, að gæði myndanna hafi komið sér og öðrum á óvart. „Það er ótrúlegt að við getum séð smáatriði á Júpíter með hringjum reikisstjörnunnar og smáum tunglum, meira að segja stjörnuþokum, í einni mynd," segir de Pater. Á Stjörnufræðivefnum segir að Júpíter sé 142.984 kílómetrar í þvermál. Gasrisinn sé það stór að massi hans sé 2,5 sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, fylgitungla, smástirna, loftsteina og halastjarna í sólkerfinu. Þrettán hundruð jarðir kæmust fyrir inn í Júpíter væri hann holur að inna. Ljósi bletturinn á Júpíter kallast „Stóri rauði bletturinn“. Hann er að vísu hvítur á þessum myndum vegna þess hve miklu sólarljósi þeir endurspegluðu í skynjara Webb. Þarna er um að ræða stærðarinnar storm sem gæti gleypt jörðina en bletturinn hefur verið sýnilegur á Júpíter frá að minnsta kosti 1831. Á þessari mynd má sjá Júpíter í meiri fjarlægð og tungl reikistjörnunnar.NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Áhugasamir geta skoðað myndirnar í hárri upplausn og frekari upplýsingar um þær hér á vef NASA. Mikla vinnu þarf til að vinna myndir James Webb-sjónaukans, eins og farið er yfir á vef NASA. Myndir af Júpíter eru þó sérstaklega erfiðar vegna þess hve hratt reikisstjarnan snýst. James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. Hann var gerður af geimvísindastofnunum Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í fyrra og kostaði í heild um tíu milljarða dala.
Geimurinn Júpíter Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent