Ronaldo hættur við að yfirgefa Manchester United eftir komu Casemiro Atli Arason skrifar 23. ágúst 2022 07:01 Ronaldo og Casemiro náðu vel saman hjá Real Madrid. Getty Images Cristiano Ronaldo bað um að fá að yfirgefa Manchester United fyrr í sumar en er nú hættur við þau áform eftir að félagið tryggði sér þjónustu Casemiro frá Real Madrid. Breskir fjölmiðlar greindu frá U-beygju Ronaldo um helgina. Ronaldo hafði áður lýst yfir vilja sínum að spila áfram í Meistaradeild Evrópu eftir að Manchester United mistókst að tryggja sér þátttökurétt í keppninni þegar að liðið endaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta leiktímabili. Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo, hefur í sumar reynt að finna nýtt félag fyrir Ronaldo en hann hefur meðal annars fundað með Bayern München, Atletio Madrid og Chelsea, án þess að finna lausn fyrir Ronaldo. Erik ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri Manchester United í upphafi sumars. Hann hafði, þrátt fyrir vilja Ronaldo að fara frá félaginu, gefið út að Ronaldo yrði áfram hluti af áformum hans í Manchester. Portúgalski framherjinn virðist nú hafa snúist hugur um að yfirgefa félagið eftir að Manchester United tryggði sér þjónustu Casemiro. Leikmennirnir tveir spiluðu báðir hjá Real Madrid árin 2013-2018 en þar unnu þeir Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum saman og spænsku úrvalsdeildina einu sinni. Manchester United vann óvæntan 2-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær, án aðstoðar Ronaldo. Portúgalinn byrjaði leikinn á meðal varamanna en kom inn á völlinn á 86. mínútu. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum. 22. ágúst 2022 21:00 United og Real Madrid komast að samkomulagi um Casemiro Manchester United hefur komist að samkomulagi við Real Madrid um kaupverðið á brasilíska miðjumanninum Casemiro. United mun greiða rétt tæplega 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. 19. ágúst 2022 18:30 Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 Stuðningsmenn Atletico mótmæla hugsanlegri komu Ronaldo Cristiano Ronaldo er sagður vera á leið frá Manchester United og hefur verið orðaður við hin ýmsu lið víðs vegar um Evrópu í allt sumar. Nú síðast var hann orðaður við Atletico Madrid en stuðningsmenn Atletico tóku þó ekki vel í þann orðróm og blésu til mótmæla á samfélagsmiðlum. 25. júlí 2022 22:31 Enn pattstaða hjá Ronaldo og Manchester United Fundarhöld Cristiano Ronaldo og teymisins í kringum hann og forráðamönnum Manchester United skilaði engri niðurstöðu að sögn Skysports. 28. júlí 2022 17:37 Man Utd segir Ronaldo ekki til sölu Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu. 4. júlí 2022 10:32 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira
Breskir fjölmiðlar greindu frá U-beygju Ronaldo um helgina. Ronaldo hafði áður lýst yfir vilja sínum að spila áfram í Meistaradeild Evrópu eftir að Manchester United mistókst að tryggja sér þátttökurétt í keppninni þegar að liðið endaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta leiktímabili. Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo, hefur í sumar reynt að finna nýtt félag fyrir Ronaldo en hann hefur meðal annars fundað með Bayern München, Atletio Madrid og Chelsea, án þess að finna lausn fyrir Ronaldo. Erik ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri Manchester United í upphafi sumars. Hann hafði, þrátt fyrir vilja Ronaldo að fara frá félaginu, gefið út að Ronaldo yrði áfram hluti af áformum hans í Manchester. Portúgalski framherjinn virðist nú hafa snúist hugur um að yfirgefa félagið eftir að Manchester United tryggði sér þjónustu Casemiro. Leikmennirnir tveir spiluðu báðir hjá Real Madrid árin 2013-2018 en þar unnu þeir Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum saman og spænsku úrvalsdeildina einu sinni. Manchester United vann óvæntan 2-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær, án aðstoðar Ronaldo. Portúgalinn byrjaði leikinn á meðal varamanna en kom inn á völlinn á 86. mínútu.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum. 22. ágúst 2022 21:00 United og Real Madrid komast að samkomulagi um Casemiro Manchester United hefur komist að samkomulagi við Real Madrid um kaupverðið á brasilíska miðjumanninum Casemiro. United mun greiða rétt tæplega 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. 19. ágúst 2022 18:30 Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 Stuðningsmenn Atletico mótmæla hugsanlegri komu Ronaldo Cristiano Ronaldo er sagður vera á leið frá Manchester United og hefur verið orðaður við hin ýmsu lið víðs vegar um Evrópu í allt sumar. Nú síðast var hann orðaður við Atletico Madrid en stuðningsmenn Atletico tóku þó ekki vel í þann orðróm og blésu til mótmæla á samfélagsmiðlum. 25. júlí 2022 22:31 Enn pattstaða hjá Ronaldo og Manchester United Fundarhöld Cristiano Ronaldo og teymisins í kringum hann og forráðamönnum Manchester United skilaði engri niðurstöðu að sögn Skysports. 28. júlí 2022 17:37 Man Utd segir Ronaldo ekki til sölu Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu. 4. júlí 2022 10:32 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira
Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum. 22. ágúst 2022 21:00
United og Real Madrid komast að samkomulagi um Casemiro Manchester United hefur komist að samkomulagi við Real Madrid um kaupverðið á brasilíska miðjumanninum Casemiro. United mun greiða rétt tæplega 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. 19. ágúst 2022 18:30
Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01
Stuðningsmenn Atletico mótmæla hugsanlegri komu Ronaldo Cristiano Ronaldo er sagður vera á leið frá Manchester United og hefur verið orðaður við hin ýmsu lið víðs vegar um Evrópu í allt sumar. Nú síðast var hann orðaður við Atletico Madrid en stuðningsmenn Atletico tóku þó ekki vel í þann orðróm og blésu til mótmæla á samfélagsmiðlum. 25. júlí 2022 22:31
Enn pattstaða hjá Ronaldo og Manchester United Fundarhöld Cristiano Ronaldo og teymisins í kringum hann og forráðamönnum Manchester United skilaði engri niðurstöðu að sögn Skysports. 28. júlí 2022 17:37
Man Utd segir Ronaldo ekki til sölu Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu. 4. júlí 2022 10:32