Liverpool ekki unnið leik án Mane en Bayern með nýtt met með Mane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 13:00 Sadio Mane hefur smollið inn í lið Bayern München sem er óstöðvandi með hann innan borðs. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Sadio Mane er ekki lengur leikmaður Liverpool og margir telja sjá það á sóknarleik liðsins. Nýja lið Senegalans leikur aftur á móti við hvern sinn fingur. Bayern München keypti Mane frá Liverpool í sumar og ekkert lið hefur byrjað Bundesligu tímabil betur í markaskorun en einmitt Bayern í ár. Bæjarar hafa skorað fimmtán mörk í fyrstu þremur leikjunum eða fimm mörk að meðaltali í leik. Liðið er ekki aðeins með fullt hús stiga heldur einnig plús fjórtán í markatölu (15-1). View this post on Instagram A post shared by Bundesliga (@bundesliga) Mane er einn af markahæstu mönnum þýsku deildarinnar með þrjú mörk í þessum þremur leikjum. Tveir af þessum leikjum Bayern hafa verið á útivelli og þar hafa þeir unnið stórsigra, fyrst 6-1 sigur á Eintracht Frankfurt og svo 7-0 sigur á VfL Bochum. Mane hefur skorað í báðum þessum leikjum. Liverpool liðið lék aftur á móti sinn þriðja deildarleik í gær og hefur enn ekki náð að fagna sigri. Liðið hefur tapað sjö stigum í fyrstu þremur leikjunum og er bara með tvö stig í sextánda sæti deildarinnar. Þetta er versta byrjun liðsins á tímabili undir stjórn Jürgen Klopp og eftir tapið í gær er liðið meira að segja fyrir neðan Manchester United. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Aston Villa, Manchester United og Bournemouth hafa öll tapað tveimur leikjum og eru með -3 eða verra en þau eru samt ofar en Liverpool í töflunni. Það er flestum ljóst að Liverpool saknar pressuskrímslsins Mane en hann kemur ekki aftur og því þurfa lærisveinar Klopp að fara að taka sig saman í andlitinu og fara að vinna leiki ef þeir ætla að keppa um efstu sætin á þessari leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Bayern München keypti Mane frá Liverpool í sumar og ekkert lið hefur byrjað Bundesligu tímabil betur í markaskorun en einmitt Bayern í ár. Bæjarar hafa skorað fimmtán mörk í fyrstu þremur leikjunum eða fimm mörk að meðaltali í leik. Liðið er ekki aðeins með fullt hús stiga heldur einnig plús fjórtán í markatölu (15-1). View this post on Instagram A post shared by Bundesliga (@bundesliga) Mane er einn af markahæstu mönnum þýsku deildarinnar með þrjú mörk í þessum þremur leikjum. Tveir af þessum leikjum Bayern hafa verið á útivelli og þar hafa þeir unnið stórsigra, fyrst 6-1 sigur á Eintracht Frankfurt og svo 7-0 sigur á VfL Bochum. Mane hefur skorað í báðum þessum leikjum. Liverpool liðið lék aftur á móti sinn þriðja deildarleik í gær og hefur enn ekki náð að fagna sigri. Liðið hefur tapað sjö stigum í fyrstu þremur leikjunum og er bara með tvö stig í sextánda sæti deildarinnar. Þetta er versta byrjun liðsins á tímabili undir stjórn Jürgen Klopp og eftir tapið í gær er liðið meira að segja fyrir neðan Manchester United. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Aston Villa, Manchester United og Bournemouth hafa öll tapað tveimur leikjum og eru með -3 eða verra en þau eru samt ofar en Liverpool í töflunni. Það er flestum ljóst að Liverpool saknar pressuskrímslsins Mane en hann kemur ekki aftur og því þurfa lærisveinar Klopp að fara að taka sig saman í andlitinu og fara að vinna leiki ef þeir ætla að keppa um efstu sætin á þessari leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira