Sjáðu mörkin: Langþráður sigur FH, aukaspyrna Tryggva Hrafns og markaveisla í Breiðholti Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 10:30 FH-ingar fagna seinna marki Úlfs Ágústs sem gerði endanlega út um leikinn. Vísir/Diego Fjórtán mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. FH vann þar sinn fyrsta deildarsigur eftir þjálfaraskipti í júní, sjö mörk voru skoruð í Breiðholti og fjögurra marka jafntefli var í Víkinni. FH-ingar unnu loksins deildarsigur undir stjórn þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar í níundu tilraun er Keflavík kom í heimsókn í Kaplakrika í gærkvöld. FH-ingar nýttu sér liðsmuninn eftir að Kian Williams var rekinn af velli snemma leiks. Ólafur Guðmundsson kom liðinu yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en framherjinn ungi Úlfur Ágúst Björnsson tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu. Úlfur var svo aftur á ferðinni þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og innsiglaði 3-0 sigurinn. Klippa: Mörkin úr leik FH og Keflavíkur Zean Dalügge, sem kom á láni til Leiknis frá Frey Alexanderssyni og Lyngby fyrr í sumar, var hetja Breiðhyltinga er þeir tóku á móti KR. Daði Bærings Halldórsson kom Leikni þar yfir snemma leiks áður en sitt hvort sjálfsmarkið þýddi að staðan var 2-1 fyrir heimamenn í hléi. Emil Berger kom Leikni í 3-1 á 66. mínútu en mörk frá Kjartani Henry Finnbogassyni og Kristni Jónssyni á þriggja mínútna kafla seint í leiknum jöfnuðu leikinn fyrir KR, 3-3. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Kristins komst Dalügge hins vegar í gegn og tryggði Leikni 4-3 sigur með laglegri afgreiðslu. Sigurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir Leiknismenn í ljósi þess að bæði ÍA og FH unnu sína leiki í umferðinni og baráttan um fall herðist enn. Klippa: Mörkin úr leik Leiknis og KR Breiðablik varð fyrsta liðið til að fagna sigri gegn Fram á nýjum velli þeirra í Úlfarsárdal í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Sölvi Snær Guðbjargarson liðinu í forystu á 56. mínútu og þá innsiglaði Höskuldur Gunnlaugsson 2-0 sigur liðsins seint í leiknum eftir að Fram hafði misst mann af velli með rautt spjald. Blikar eru þá með sex stiga forskot á toppi deildarinnar, á undan KA sem er í öðru sæti. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Breiðabliks Víkingur hefur misst KA fram úr sér þar sem liðið missti niður tveggja marka forystu gegn Val til að gera fjórða jafntefli sitt í deildinni í gær. Helgi Guðjónsson og Kyle McLagan komu Víkingi í 2-0 með mörkum á sjö mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn á 39. mínútu með laglegu aukaspyrnumarki, en hann var að skora úr aukaspyrnu annan deildarleikinn í röð. Sjálfsmark Olivers Ekroth þýddi þá að leiknum lauk 2-2 og er Víkingur nú með 32 stig í þriðja sæti, tíu frá toppliði Blika og fjórum frá KA í öðru sætinu. Valur er með 31 stig sæti neðar. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Vals Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík KR Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
FH-ingar unnu loksins deildarsigur undir stjórn þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar í níundu tilraun er Keflavík kom í heimsókn í Kaplakrika í gærkvöld. FH-ingar nýttu sér liðsmuninn eftir að Kian Williams var rekinn af velli snemma leiks. Ólafur Guðmundsson kom liðinu yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en framherjinn ungi Úlfur Ágúst Björnsson tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu. Úlfur var svo aftur á ferðinni þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og innsiglaði 3-0 sigurinn. Klippa: Mörkin úr leik FH og Keflavíkur Zean Dalügge, sem kom á láni til Leiknis frá Frey Alexanderssyni og Lyngby fyrr í sumar, var hetja Breiðhyltinga er þeir tóku á móti KR. Daði Bærings Halldórsson kom Leikni þar yfir snemma leiks áður en sitt hvort sjálfsmarkið þýddi að staðan var 2-1 fyrir heimamenn í hléi. Emil Berger kom Leikni í 3-1 á 66. mínútu en mörk frá Kjartani Henry Finnbogassyni og Kristni Jónssyni á þriggja mínútna kafla seint í leiknum jöfnuðu leikinn fyrir KR, 3-3. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Kristins komst Dalügge hins vegar í gegn og tryggði Leikni 4-3 sigur með laglegri afgreiðslu. Sigurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir Leiknismenn í ljósi þess að bæði ÍA og FH unnu sína leiki í umferðinni og baráttan um fall herðist enn. Klippa: Mörkin úr leik Leiknis og KR Breiðablik varð fyrsta liðið til að fagna sigri gegn Fram á nýjum velli þeirra í Úlfarsárdal í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Sölvi Snær Guðbjargarson liðinu í forystu á 56. mínútu og þá innsiglaði Höskuldur Gunnlaugsson 2-0 sigur liðsins seint í leiknum eftir að Fram hafði misst mann af velli með rautt spjald. Blikar eru þá með sex stiga forskot á toppi deildarinnar, á undan KA sem er í öðru sæti. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Breiðabliks Víkingur hefur misst KA fram úr sér þar sem liðið missti niður tveggja marka forystu gegn Val til að gera fjórða jafntefli sitt í deildinni í gær. Helgi Guðjónsson og Kyle McLagan komu Víkingi í 2-0 með mörkum á sjö mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn á 39. mínútu með laglegu aukaspyrnumarki, en hann var að skora úr aukaspyrnu annan deildarleikinn í röð. Sjálfsmark Olivers Ekroth þýddi þá að leiknum lauk 2-2 og er Víkingur nú með 32 stig í þriðja sæti, tíu frá toppliði Blika og fjórum frá KA í öðru sætinu. Valur er með 31 stig sæti neðar. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Vals Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík KR Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira