KSÍ auglýsir loks eftir manni í stað Arnars Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 14:08 Arnar Þór Viðarsson hefur gegnt tveimur stórum störfum fyrir KSÍ síðustu misseri. vísir/vilhelm Nú þegar tuttugu mánuðir hafa liðið þar sem Arnar Þór Viðarsson hefur verið bæði þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta og sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ hefur síðarnefnda starfið verið auglýst laust til umsóknar. Knattspyrnusamband Íslands auglýsti starf sviðsstjóra laust til umsóknar í dag. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði við Vísi fyrr í sumar að hún teldi eðlilegt að finna nýjan mann í starf sviðsstjóra knattspyrnusviðs enda væri það 100% starf að vera landsliðsþjálfari. Aðspurð hvers vegna málið hefði dregist svona lengi svaraði hún: „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf.“ Síðustu mánuði hefur Arnar þó fengið mikla aðstoð annarra landsliðsþjálfara við að sinna starfi sviðsstjóra knattspyrnusviðs en hann sagði stöðuna síðustu misseri engu að síður ekki hafa verið ákjósanlega. Auglýsingin eftir sviðsstjóra er nánast eins og afrit af auglýsingunni frá því í október 2018, áður en fyrst var ráðið í starfið. Arnar var þá ráðinn af þáverandi formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, sem hafði það sem stefnumál áður en hann var kjörinn í embætti að starf sviðsstjóra, eða yfirmanns knattspyrnumála, yrði mótað. Þó bætist núna „aðkoma að þjálfun landsliða“ við sem eitt af verkefnum sviðsstjóra samkvæmt auglýsingu. Auglýsingin er sem hér segir: Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins. Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf. Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best. Starfar með landsliðsnefndum KSÍ og öðrum fastanefndum eftir atvikum. Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur knattspyrnusviðs og starfsmannahaldi þess í samráði við framkvæmdastjóra. Aðkoma að þjálfun landsliða. Menntunar og hæfiskröfur UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði Þekking á íslenskri knattspyrnu Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu Góð tungumálakunnátta KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands auglýsti starf sviðsstjóra laust til umsóknar í dag. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði við Vísi fyrr í sumar að hún teldi eðlilegt að finna nýjan mann í starf sviðsstjóra knattspyrnusviðs enda væri það 100% starf að vera landsliðsþjálfari. Aðspurð hvers vegna málið hefði dregist svona lengi svaraði hún: „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf.“ Síðustu mánuði hefur Arnar þó fengið mikla aðstoð annarra landsliðsþjálfara við að sinna starfi sviðsstjóra knattspyrnusviðs en hann sagði stöðuna síðustu misseri engu að síður ekki hafa verið ákjósanlega. Auglýsingin eftir sviðsstjóra er nánast eins og afrit af auglýsingunni frá því í október 2018, áður en fyrst var ráðið í starfið. Arnar var þá ráðinn af þáverandi formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, sem hafði það sem stefnumál áður en hann var kjörinn í embætti að starf sviðsstjóra, eða yfirmanns knattspyrnumála, yrði mótað. Þó bætist núna „aðkoma að þjálfun landsliða“ við sem eitt af verkefnum sviðsstjóra samkvæmt auglýsingu. Auglýsingin er sem hér segir: Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins. Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf. Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best. Starfar með landsliðsnefndum KSÍ og öðrum fastanefndum eftir atvikum. Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur knattspyrnusviðs og starfsmannahaldi þess í samráði við framkvæmdastjóra. Aðkoma að þjálfun landsliða. Menntunar og hæfiskröfur UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði Þekking á íslenskri knattspyrnu Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu Góð tungumálakunnátta
Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri knattspyrnusviðs vinnur að því að efla faglega þekkingu og framþróun á knattspyrnusviði sambandsins þannig að sviðið standist alþjóðlegan samanburð. Sviðsstjóri hefur auk þess umsjón með markmiðasetningu því tengdu og vinnur að þróun afreksstefnu sambandsins. Yfirumsjón með samskiptum við aðildarfélög sambandsins og yfirþjálfara þeirra þegar kemur að eflingu og stuðningi við þeirra faglega starf. Sviðsstjóri er ábyrgur fyrir samræmingu og framþróun á vinnubrögðum við þjálfun landsliða og ber að sjá til þess að sú þekking sem er innan KSÍ nýtist íslenskri knattspyrnu sem best. Starfar með landsliðsnefndum KSÍ og öðrum fastanefndum eftir atvikum. Aðkoma að áætlanagerð og skipulagningu við rekstur knattspyrnusviðs og starfsmannahaldi þess í samráði við framkvæmdastjóra. Aðkoma að þjálfun landsliða. Menntunar og hæfiskröfur UEFA PRO gráða og víðtæk reynsla af þjálfun á öllum stigum er skilyrði Þekking á íslenskri knattspyrnu Leiðtogahæfileikar, reynsla af stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og þekking á helsta hugbúnaði sem notaður er í tengslum við knattspyrnu Góð tungumálakunnátta
KSÍ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira