Lífið

Kristrún og Einar eiga von á barni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kristrún Frostadóttir, sem ætlar sér að leiða Samfylkinguna, á von á barni.
Kristrún Frostadóttir, sem ætlar sér að leiða Samfylkinguna, á von á barni.

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formannsefni flokksins, á von á barni.

Hún staðfesti þessar gleðifréttir í samtali við Fréttablaðið og sagðist eiga von á sér í febrúar.

Kristrún tilkynnti fyrir helgi að hún gæfi kost á sér í formannsembætti Samfylkingarinnar. Á fjölmennum fundi í Iðnó sagðist hún ætla að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks.

Kristrún er gift Einari B. Ingvarssyni. Saman eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019.


Tengdar fréttir

„Hún stein­liggur inni sem for­maður“

Kristrún Frostadóttir nýtt formannsefni Samfylkingarinnar ætlar að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks. Húsfyllir var í Iðnó þegar hún tilkynnti um framboð sitt. Fyrrverandi formaður segir hana steinliggja inni.

„Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda.

Boðar form­lega til opins fundar klukkan 16

Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur formlega boðað til opins fundar í Iðnó klukkan 16 þar sem reiknað er með að hún muni tilkynna um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×