Alfons þarf að sætta sig við Evrópudeildina eftir svekkjandi tap í Zagreb Atli Arason skrifar 24. ágúst 2022 21:45 Alfons Sampsted, leikmaður Bodø/Glimt. Giuseppe Maffia/Getty Images Alfons Sampsted lék allan leikinn í 4-1 tapi Bodø/Glimt gegn Dinamo Zagreb í umspili um laust sæti í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn fór alla leið í framlengingu en samanlögð staða var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 2-2. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Bodø/Glimt en eftir einungis fjórar mínútur voru heimamenn í Zabreb komnir yfir eftir frábært mark hjá Mislav Orsic sem skoraði af stuttu færi upp í samskeytin. Vont varð verra fyrir Noregsmeistarana þegar Bruno Petkovic klippti boltanum í netið á 35. mínútu með bakfallsspyrnu og Bodø/Glimt var því undir í leikhlé eftir tvö frábær mörk hjá Dinamo Zagreb. Albert Gronbaek tókst að minnka muninn fyrir Bodø/Glimt með marki á 70. mínútu þegar hann lék á þrjá varnarmenn Zagreb og kom knettinum í netið. Samanlögð staða í einvíginu var þá orðinn 2-2 en meira var ekki skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja þar sem Bodø/Glimt vann fyrri leikinn í Noregi 1-0. Heimamenn voru töluvert betri í framlengingunni en eftir flotta sókn Zagreb komst Mahir Emreli einn í gegn en Nikita Haikin, markvörður Bodø/Glimt, gerði þá vel er hann varði marktilraun Emreli. Boltinn féll þó fyrir samherja Emreli, Josip Drmic, sem náði einhvern veginn að koma knettinum í netið framhjá þremur varnarmönnum Bodø/Glimt sem komu engum vörnum við en Haikin var víðs fjarri eftir að hafa varið fyrra skotið. Bodø/Glimt lagði allt í sóknina til að reyna að komast aftur inn í leikinn sem varð til þess að þeir voru fáliðaðir í vörninni. Dinamo refsaði, Drmic fékk boltann aleinn við miðlínuna og keyrði í átt að marki Bodø/Glimt. Þegar Haikin kemur á móti honum renndi Drmic boltanum á Peter Bockaj sem skoraði sjötta mark leiksins í autt netið. Dinamo Zagreb vann að lokum samanlagðan 4-2 sigur og verður því í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun á meðan Alfons og félagar í Bodø/Glimt þurfa að sætta sig við að vera bara í Evrópudeildinni í vetur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA
Alfons Sampsted lék allan leikinn í 4-1 tapi Bodø/Glimt gegn Dinamo Zagreb í umspili um laust sæti í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn fór alla leið í framlengingu en samanlögð staða var jöfn eftir venjulegan leiktíma, 2-2. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Bodø/Glimt en eftir einungis fjórar mínútur voru heimamenn í Zabreb komnir yfir eftir frábært mark hjá Mislav Orsic sem skoraði af stuttu færi upp í samskeytin. Vont varð verra fyrir Noregsmeistarana þegar Bruno Petkovic klippti boltanum í netið á 35. mínútu með bakfallsspyrnu og Bodø/Glimt var því undir í leikhlé eftir tvö frábær mörk hjá Dinamo Zagreb. Albert Gronbaek tókst að minnka muninn fyrir Bodø/Glimt með marki á 70. mínútu þegar hann lék á þrjá varnarmenn Zagreb og kom knettinum í netið. Samanlögð staða í einvíginu var þá orðinn 2-2 en meira var ekki skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja þar sem Bodø/Glimt vann fyrri leikinn í Noregi 1-0. Heimamenn voru töluvert betri í framlengingunni en eftir flotta sókn Zagreb komst Mahir Emreli einn í gegn en Nikita Haikin, markvörður Bodø/Glimt, gerði þá vel er hann varði marktilraun Emreli. Boltinn féll þó fyrir samherja Emreli, Josip Drmic, sem náði einhvern veginn að koma knettinum í netið framhjá þremur varnarmönnum Bodø/Glimt sem komu engum vörnum við en Haikin var víðs fjarri eftir að hafa varið fyrra skotið. Bodø/Glimt lagði allt í sóknina til að reyna að komast aftur inn í leikinn sem varð til þess að þeir voru fáliðaðir í vörninni. Dinamo refsaði, Drmic fékk boltann aleinn við miðlínuna og keyrði í átt að marki Bodø/Glimt. Þegar Haikin kemur á móti honum renndi Drmic boltanum á Peter Bockaj sem skoraði sjötta mark leiksins í autt netið. Dinamo Zagreb vann að lokum samanlagðan 4-2 sigur og verður því í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun á meðan Alfons og félagar í Bodø/Glimt þurfa að sætta sig við að vera bara í Evrópudeildinni í vetur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti