„Eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 08:29 Í ritgerðinni sögðu andsliðsmenn menninguna í landsliðinu á skjön við jákvæðari menningu í sínum félagsliðum. Óljóst er hvort það á enn við í mikið breyttu landsliði dagsins í dag. Getty/Ahmad Mora Íslenskir knattspyrnumenn segja svokallaða „klefamenningu“ geta verið bæði neikvæða og jákvæða. Öllu máli skipti hverjir leiðtogar liðanna séu upp á það hvernig hún sé en svo virðist sem að klefamenningin hafi gjörbreyst á jákvæðan hátt á síðustu áratugum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli sem Alexander Ágúst Mar Sigurðsson skrifar á Fótbolta.net, út frá eigindlegri B.S. rannsókn sinni við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Alexander tók viðtöl við íslenska knattspyrnumenn með yfir 50 leiki að baki í efstu deild, á sautján ára aldursbili, og höfðu margir spilað erlendis eða komið við sögu í íslenska A-landsliðinu. Tilefni rannsóknarinnar er umræða um klefamenningu í tengslum við #metoo-umræðuna og ásakanir á hendur íslenskra landsliðsmanna um kynferðisbrot. „Skiptir máli hver setur tóninn“ Leikmennirnir sem Alexander ræddi við könnuðust við að hafa upplifað eitraða „klefamenningu“ en að það væri reyndar sjaldnast innan búningsklefans. Nafnið á hugtakinu virtist því valda misskilningi. „Eins og í flestum öðrum geirum skiptir máli hver setur tóninn. Það á við um þjálfara og aðra starfsmenn, sem og helstu leiðtoga leikmannahópsins. Ef helstu leiðtogarnir eru jákvæðir og leggja sig fram um að skapa gott umhverfi þá verður útkoman sú hin sama. Sömuleiðis ef þeir eru neikvæðir og útilokandi. Þetta er umhugsunarefni fyrir stjórnendur félaga þegar þeir eru að ráða til sín starfsmenn og sækja leikmenn,“ skrifar Alexander. Sögðu menningu innan landsliðsins ábótavant Þó að leikmenn virðist sammála um að menningin í knattspyrnuliðum hafi gjörbreyst á síðustu áratugum, á jákvæðan hátt, segir Alexander athyglisvert að sumir þátttakendur hafi af eigin reynslu talað um að menningu innan A-landsliðs Íslands væri ábótavant. Menningin í A-landsliðinu væri í raun „ á skjön við jákvæðari menningu“ í þeirra félagsliðum og það væri „eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“. Sekt fyrir að deila ekki kynlífssögum Alexander segir ljóst að knattspyrnuhreyfingin geti gert betur í að skapa umhverfi þar sem „sálfræðilegt öryggi er í fyrirrúmi og einstaklingar hafi svigrúm til að vera þeir sjálfir“. Enn megi finna dæmi um það að „banter“, það sem á að vera góðlátlegt grín, sé notað til að niðurlægja og leikmenn til að mynda sektaðir fyrir að deila ekki kynlífssögum eða að „neikvæðir leiðtogar skapi stemningu sem einkennist af ótta“. Hlutirnir virðist þó vera að þróast í betri átt. Pistil Alexanders má lesa í heild sinni hér. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli sem Alexander Ágúst Mar Sigurðsson skrifar á Fótbolta.net, út frá eigindlegri B.S. rannsókn sinni við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Alexander tók viðtöl við íslenska knattspyrnumenn með yfir 50 leiki að baki í efstu deild, á sautján ára aldursbili, og höfðu margir spilað erlendis eða komið við sögu í íslenska A-landsliðinu. Tilefni rannsóknarinnar er umræða um klefamenningu í tengslum við #metoo-umræðuna og ásakanir á hendur íslenskra landsliðsmanna um kynferðisbrot. „Skiptir máli hver setur tóninn“ Leikmennirnir sem Alexander ræddi við könnuðust við að hafa upplifað eitraða „klefamenningu“ en að það væri reyndar sjaldnast innan búningsklefans. Nafnið á hugtakinu virtist því valda misskilningi. „Eins og í flestum öðrum geirum skiptir máli hver setur tóninn. Það á við um þjálfara og aðra starfsmenn, sem og helstu leiðtoga leikmannahópsins. Ef helstu leiðtogarnir eru jákvæðir og leggja sig fram um að skapa gott umhverfi þá verður útkoman sú hin sama. Sömuleiðis ef þeir eru neikvæðir og útilokandi. Þetta er umhugsunarefni fyrir stjórnendur félaga þegar þeir eru að ráða til sín starfsmenn og sækja leikmenn,“ skrifar Alexander. Sögðu menningu innan landsliðsins ábótavant Þó að leikmenn virðist sammála um að menningin í knattspyrnuliðum hafi gjörbreyst á síðustu áratugum, á jákvæðan hátt, segir Alexander athyglisvert að sumir þátttakendur hafi af eigin reynslu talað um að menningu innan A-landsliðs Íslands væri ábótavant. Menningin í A-landsliðinu væri í raun „ á skjön við jákvæðari menningu“ í þeirra félagsliðum og það væri „eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“. Sekt fyrir að deila ekki kynlífssögum Alexander segir ljóst að knattspyrnuhreyfingin geti gert betur í að skapa umhverfi þar sem „sálfræðilegt öryggi er í fyrirrúmi og einstaklingar hafi svigrúm til að vera þeir sjálfir“. Enn megi finna dæmi um það að „banter“, það sem á að vera góðlátlegt grín, sé notað til að niðurlægja og leikmenn til að mynda sektaðir fyrir að deila ekki kynlífssögum eða að „neikvæðir leiðtogar skapi stemningu sem einkennist af ótta“. Hlutirnir virðist þó vera að þróast í betri átt. Pistil Alexanders má lesa í heild sinni hér.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira