Af hverju hata Ísraelar Palestínumenn svona mikið? Marwan Bishara skrifar 25. ágúst 2022 11:00 Palestínumenn hafa fulla ástæðu til að hata Ísrael; Ísrael er aðskilnaðarríki landnema-nýlenda, reist á rústum heimalands Palestínumanna. En hvers vegna hata Ísraelar Palestínumenn svona mikið? Ísraelar hafa með sadistískum og kerfisbundnum hætti ástundað hryðjuverk gegn Palestínumönnum, sett þá í ferðabann, fangelsað þá og tekið stjórn á lífi þeirra og lífsviðurværi og neitað þeim um grundvallarréttindi og frelsi. Augljósa svarið er kannski ekki rétta svarið. Já, Ísrael hefur andstyggð á ofbeldi og hryðjuverkum Palestínumanna sem hefur breytt lífi margra Ísraela, en það er smálegt í samanburði við ofbeldishrynur og ríkishryðjuverk sem Ísraelar beita Palestínumenn í sífelldu hefndarstríði eins og þeir gerðu um síðustu helgi. Í mínum huga er hatur Ísraela á Palestínumönnum mótað og knúið áfram af þremur grundvallarviðhorfum: ótta, öfund og reiði. Ótti er stór þáttur - hann getur verið órökréttur en einnig mikilvægur þáttur. Það ætti ekki að koma á óvart að Ísraelar hafi haldið áfram að óttast Palestínumenn löngu eftir að þeir hertóku öll lönd þeirra og urðu að voldugu svæðis- og kjarnorkuveldi. Vegna þess að óttinn við Palestínumenn er ekki bara líkamlegur eða efnislegur, hann er tilvistarlegur. Í grein, með viðeigandi titli: Hvers vegna eru allir Ísraelar huglausir, velti ísraelskur dálkahöfundur fyrir sér árið 2014 hvers konar samfélag framleiðir huglausa hermenn sem skjóta óvopnuð palestínsk ungmenni úr mikilli fjarlægð. Fjórum árum síðar, árið 2018, var það svo sannarlega súrrealískt að horfa á ísraelska hermenn fela sig á bak við víggirðingar þegar þeir skutu hundruð óvopnaðra mótmælenda dögum saman. Ísrael flúði í rauninni frá Gaza af ótta árið 2005 og hnepti tvær milljónir Gazabúa, aðallega flóttamenn, í ómannúðlega herkví. Ísraelar óttast allt sem vitnar um staðfestu Palestínumanna, einingu þeirra, palestínskt lýðræði, palestínsk ljóð og öll palestínsk þjóðartákn, þar á meðal tungumálið, sem þeir settu í annan flokk, og palestínska fánann, sem þeir eru að reyna að banna. Ísraelar óttast sérstaklega palestínskar mæður sem fæða ný börn, sem þeir kalla „lýðfræðilega ógn“. Sagnfræðingur, sem endurómar þessa þjóðlegu ísraelsku þráhyggju vegna fæðingartíðni Palestínumanna, varaði við því fyrir 12 árum að lýðfræði væri ógn við afkomu gyðingaríkis líkt og til dæmis kjarnorkubúið Íran, því að hans mati gætu Palestínumenn orðið meirihluti um 2040-2050. Ótti er einnig mikilvægur fyrir herbúðaþjóðfélag eins og Ísrael er, sem má skilgreina sem „her með áföstu landi“. Í bók sinni dró bandarískur blaðamaður saman áratuga langa reynslu sína af búsetu í Ísrael, hann skrifaði: „Ríkisstjórnin Ísraels vekur upp ótta, aðallega ímyndaðan eða að minnsta kosti stórlega ýktan, útmálar Ísrael sem einangrað, einmana, lítið land sem er ógnað, alltaf í vörn, alltaf á höttunum eftir næsta merki um hatur einhvers staðar, ávalt tilbúin til að bregðast við af alltof mikilli hörku.“ Í stuttu máli, ótti veldur hatri vegna þess að, með orðum ísraelskra blaðamannsins Zvi Bar'el „getur ríki sem óttast allt ekki verið frjálst; ríki sem er mótað af herskáum messíanisma og ljótum rasisma, gegn frumbyggjum landsins, getur heldur ekki verið raunverulega sjálfstætt.“ Ísraelar eru líka reiðir, alltaf reiðir út í Palestínumenn fyrir að neita að gefast upp eða gefa eftir, fyrir að fara ekki burt; langt í burtu. Ísrael sem hefur unnið öll sín stríð síðan 1948 og orðið svæðisbundið stórveldi, og neyddi stjórnir arabaríkja til að beygja sig í niðurlægingu. Og samt halda Palestínumenn áfram að neita Ísraelsmönn um sigurinn, þeir munu ekki gefa sig; þeir munu ekki gefast upp, heldur halda þeir áfram að standast hvað sem dynur á þeim. Ísrael hefur stuðning heimsveldanna, með Bandaríkin í vasanum og Evrópu sem bakvörð og arabaríkin hafa látið af andstöðu sinni. En hinir einangruðu – og jafnvel gleymdu – Palestínumenn neita enn að afsala sér grundvallarréttindum sínum, hvað þá að viðurkenna ósigur. Það hlýtur að vekja reiði Ísraela að vera með svo mikið saklaust blóð á höndum sér, án sigurs. Ísrael drepur, pyntar, arðrænir og rænir Palestínumenn öllu sem þeim er kært, en þeir munu ekki gefast upp. Ísrael hefur fangelsað meira en milljón Palestínumenn í gegnum árin en þeir neita að gefast upp. Þeir halda áfram að þrá og berjast fyrir frelsi og sjálfstæði, þeir krefjast þess að nýlenduríkið Ísrael hverfi á braut. Ísraelar öfunda einnig Palestínumenn af innri styrk þeirra og stolti. Ísrael öfundar þá af viljastyrk þeirra og vilja til að fórna sér, sem minnir væntanlega Ísraela nútímans á síonisku frumherjana. Ísraelskir hermenn í dag sem hafa breyst í brynjuklædd vélmenni í skjóli við brynvarin farartæki sín mæta berskjölduðum og hugrökkum Palestínumönnum og skjóta á þá af hefndarhug heigulsins. Ísraelar öfunda Palestínumenn vegna sögulegra og menningarlegra tengsla þeirra við Palestínu; af tengingu þeirra við landið, tengingu sem síonistar hafa neyðst til að búa til - til þess að tæla gyðinga til að gerast landtökumenn. Ísraelar hata Palestínumenn fyrir að vera svo nátengdir sögunni, landinu og náttúru þess sem síonistar þykjast eiga. Ísraelar hafa sífellt gripið til guðfræði og goðafræði til að réttlæta tilvist sína, þegar Palestínumenn þurfa enga slíka réttlætingu; þeir tilheyra Palestínu svo auðsjánlega og svo eðlilega. Ísraelar hafa reynt að eyða eða grafa niður öll ummerki um tilveru Palestínumanna, jafnvel breytt nöfnum á götum, hverfum og bæjum. Með orðum ísraelsks sagnfræðings, „til að finna nákvæmar hliðstæður vegna afhelgunnar eða endurvígslu trúarlegra tilbeiðslustaða á vegum nýrra yfirdrottnarra, verður maður að fara aftur til Spánar eða Býsansveldisins um miðja 15. öld.“ (Meron Benvenisti) Ísraelar hata Palestínumenn fyrir að vera lifandi sönnun þess að grundvöllur síonismans um - þjóð án lands sem sest að í landi án fólks - er í besta falli goðsagnakennd en ofbeldisfull nýlendustefna í raun og veru. Ísraelar hata þá fyrir að hindra framkvæmd síonistadraumsins um yfirráð yfir allri Palestínu. Og þeir hata sérstaklega þá sem búa á Gaza, fyrir að breyta draumnum í martröð. Samt væri rangt að upphefja eitthvað af þessu. Ást er alltaf betri en hatur. Hatur er eyðileggjandi og nærir meira hatur. Hatur er eyðileggjandi fyrir hatursfulla og þá sem þeir hata. Ísraelar gætu samt breytt öllu þessu hatri í umburðarlyndi, öfund í þakklæti og reiði í samkennd, ef það bara hefði hugrekki til að friðþægja fyrir ofbeldisfulla fortíð sína, biðjast afsökunar á glæpum sínum, bæta Palestínumönnum þjáningar þeirra og byrja að koma fram við þá af virðingu og heiðri sem þeir eiga skilið sem jafningjar, jafnvel forréttinda-jafningjar í heimalandi sínu. Hatur Ísraela mun ekki hrekja Palestínumenn burt en það gæti mögulega hrakið gyðingana burt. Höfundur er Palestínumaður sem starfar hjá fréttastöðinni Al Jazeera. Hann nam stjórnmálafræði í Frakklandi og Bandaríkjunum. Hjálmtýr Heiðdal þýddi greinina með leyfi höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Palestínumenn hafa fulla ástæðu til að hata Ísrael; Ísrael er aðskilnaðarríki landnema-nýlenda, reist á rústum heimalands Palestínumanna. En hvers vegna hata Ísraelar Palestínumenn svona mikið? Ísraelar hafa með sadistískum og kerfisbundnum hætti ástundað hryðjuverk gegn Palestínumönnum, sett þá í ferðabann, fangelsað þá og tekið stjórn á lífi þeirra og lífsviðurværi og neitað þeim um grundvallarréttindi og frelsi. Augljósa svarið er kannski ekki rétta svarið. Já, Ísrael hefur andstyggð á ofbeldi og hryðjuverkum Palestínumanna sem hefur breytt lífi margra Ísraela, en það er smálegt í samanburði við ofbeldishrynur og ríkishryðjuverk sem Ísraelar beita Palestínumenn í sífelldu hefndarstríði eins og þeir gerðu um síðustu helgi. Í mínum huga er hatur Ísraela á Palestínumönnum mótað og knúið áfram af þremur grundvallarviðhorfum: ótta, öfund og reiði. Ótti er stór þáttur - hann getur verið órökréttur en einnig mikilvægur þáttur. Það ætti ekki að koma á óvart að Ísraelar hafi haldið áfram að óttast Palestínumenn löngu eftir að þeir hertóku öll lönd þeirra og urðu að voldugu svæðis- og kjarnorkuveldi. Vegna þess að óttinn við Palestínumenn er ekki bara líkamlegur eða efnislegur, hann er tilvistarlegur. Í grein, með viðeigandi titli: Hvers vegna eru allir Ísraelar huglausir, velti ísraelskur dálkahöfundur fyrir sér árið 2014 hvers konar samfélag framleiðir huglausa hermenn sem skjóta óvopnuð palestínsk ungmenni úr mikilli fjarlægð. Fjórum árum síðar, árið 2018, var það svo sannarlega súrrealískt að horfa á ísraelska hermenn fela sig á bak við víggirðingar þegar þeir skutu hundruð óvopnaðra mótmælenda dögum saman. Ísrael flúði í rauninni frá Gaza af ótta árið 2005 og hnepti tvær milljónir Gazabúa, aðallega flóttamenn, í ómannúðlega herkví. Ísraelar óttast allt sem vitnar um staðfestu Palestínumanna, einingu þeirra, palestínskt lýðræði, palestínsk ljóð og öll palestínsk þjóðartákn, þar á meðal tungumálið, sem þeir settu í annan flokk, og palestínska fánann, sem þeir eru að reyna að banna. Ísraelar óttast sérstaklega palestínskar mæður sem fæða ný börn, sem þeir kalla „lýðfræðilega ógn“. Sagnfræðingur, sem endurómar þessa þjóðlegu ísraelsku þráhyggju vegna fæðingartíðni Palestínumanna, varaði við því fyrir 12 árum að lýðfræði væri ógn við afkomu gyðingaríkis líkt og til dæmis kjarnorkubúið Íran, því að hans mati gætu Palestínumenn orðið meirihluti um 2040-2050. Ótti er einnig mikilvægur fyrir herbúðaþjóðfélag eins og Ísrael er, sem má skilgreina sem „her með áföstu landi“. Í bók sinni dró bandarískur blaðamaður saman áratuga langa reynslu sína af búsetu í Ísrael, hann skrifaði: „Ríkisstjórnin Ísraels vekur upp ótta, aðallega ímyndaðan eða að minnsta kosti stórlega ýktan, útmálar Ísrael sem einangrað, einmana, lítið land sem er ógnað, alltaf í vörn, alltaf á höttunum eftir næsta merki um hatur einhvers staðar, ávalt tilbúin til að bregðast við af alltof mikilli hörku.“ Í stuttu máli, ótti veldur hatri vegna þess að, með orðum ísraelskra blaðamannsins Zvi Bar'el „getur ríki sem óttast allt ekki verið frjálst; ríki sem er mótað af herskáum messíanisma og ljótum rasisma, gegn frumbyggjum landsins, getur heldur ekki verið raunverulega sjálfstætt.“ Ísraelar eru líka reiðir, alltaf reiðir út í Palestínumenn fyrir að neita að gefast upp eða gefa eftir, fyrir að fara ekki burt; langt í burtu. Ísrael sem hefur unnið öll sín stríð síðan 1948 og orðið svæðisbundið stórveldi, og neyddi stjórnir arabaríkja til að beygja sig í niðurlægingu. Og samt halda Palestínumenn áfram að neita Ísraelsmönn um sigurinn, þeir munu ekki gefa sig; þeir munu ekki gefast upp, heldur halda þeir áfram að standast hvað sem dynur á þeim. Ísrael hefur stuðning heimsveldanna, með Bandaríkin í vasanum og Evrópu sem bakvörð og arabaríkin hafa látið af andstöðu sinni. En hinir einangruðu – og jafnvel gleymdu – Palestínumenn neita enn að afsala sér grundvallarréttindum sínum, hvað þá að viðurkenna ósigur. Það hlýtur að vekja reiði Ísraela að vera með svo mikið saklaust blóð á höndum sér, án sigurs. Ísrael drepur, pyntar, arðrænir og rænir Palestínumenn öllu sem þeim er kært, en þeir munu ekki gefast upp. Ísrael hefur fangelsað meira en milljón Palestínumenn í gegnum árin en þeir neita að gefast upp. Þeir halda áfram að þrá og berjast fyrir frelsi og sjálfstæði, þeir krefjast þess að nýlenduríkið Ísrael hverfi á braut. Ísraelar öfunda einnig Palestínumenn af innri styrk þeirra og stolti. Ísrael öfundar þá af viljastyrk þeirra og vilja til að fórna sér, sem minnir væntanlega Ísraela nútímans á síonisku frumherjana. Ísraelskir hermenn í dag sem hafa breyst í brynjuklædd vélmenni í skjóli við brynvarin farartæki sín mæta berskjölduðum og hugrökkum Palestínumönnum og skjóta á þá af hefndarhug heigulsins. Ísraelar öfunda Palestínumenn vegna sögulegra og menningarlegra tengsla þeirra við Palestínu; af tengingu þeirra við landið, tengingu sem síonistar hafa neyðst til að búa til - til þess að tæla gyðinga til að gerast landtökumenn. Ísraelar hata Palestínumenn fyrir að vera svo nátengdir sögunni, landinu og náttúru þess sem síonistar þykjast eiga. Ísraelar hafa sífellt gripið til guðfræði og goðafræði til að réttlæta tilvist sína, þegar Palestínumenn þurfa enga slíka réttlætingu; þeir tilheyra Palestínu svo auðsjánlega og svo eðlilega. Ísraelar hafa reynt að eyða eða grafa niður öll ummerki um tilveru Palestínumanna, jafnvel breytt nöfnum á götum, hverfum og bæjum. Með orðum ísraelsks sagnfræðings, „til að finna nákvæmar hliðstæður vegna afhelgunnar eða endurvígslu trúarlegra tilbeiðslustaða á vegum nýrra yfirdrottnarra, verður maður að fara aftur til Spánar eða Býsansveldisins um miðja 15. öld.“ (Meron Benvenisti) Ísraelar hata Palestínumenn fyrir að vera lifandi sönnun þess að grundvöllur síonismans um - þjóð án lands sem sest að í landi án fólks - er í besta falli goðsagnakennd en ofbeldisfull nýlendustefna í raun og veru. Ísraelar hata þá fyrir að hindra framkvæmd síonistadraumsins um yfirráð yfir allri Palestínu. Og þeir hata sérstaklega þá sem búa á Gaza, fyrir að breyta draumnum í martröð. Samt væri rangt að upphefja eitthvað af þessu. Ást er alltaf betri en hatur. Hatur er eyðileggjandi og nærir meira hatur. Hatur er eyðileggjandi fyrir hatursfulla og þá sem þeir hata. Ísraelar gætu samt breytt öllu þessu hatri í umburðarlyndi, öfund í þakklæti og reiði í samkennd, ef það bara hefði hugrekki til að friðþægja fyrir ofbeldisfulla fortíð sína, biðjast afsökunar á glæpum sínum, bæta Palestínumönnum þjáningar þeirra og byrja að koma fram við þá af virðingu og heiðri sem þeir eiga skilið sem jafningjar, jafnvel forréttinda-jafningjar í heimalandi sínu. Hatur Ísraela mun ekki hrekja Palestínumenn burt en það gæti mögulega hrakið gyðingana burt. Höfundur er Palestínumaður sem starfar hjá fréttastöðinni Al Jazeera. Hann nam stjórnmálafræði í Frakklandi og Bandaríkjunum. Hjálmtýr Heiðdal þýddi greinina með leyfi höfundar.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar