Formaður KKÍ segir orð leikmanna hafa misskilist Valur Páll Eiríksson skrifar 25. ágúst 2022 11:30 Hannes S. Jónsson segir þá staðreynd að Spánn sé að fara á EM en ekki Ísland hafa allt að segja um undirbúning liðanna. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir orð leikmanna íslenska karlalandsliðsins um undirbúning Íslands fyrir stórtap gegn Spáni í undankeppni HM í gærkvöld hafa misskilist. Spánverjum hafi þá gefist lengri tími til undirbúnings vegna reglna frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA, sökum þess að þeir eru á leið á EM í næstu viku. Ísland tapaði leiknum ytra með 30 stiga mun, 87-57, en Spánverjar mættu vel drillaðir til leiks þar sem þeir hafa verið saman við æfingar í um mánuð og spilað þónokkra æfingaleiki á þeim tíma. Ísland kom til samanburðar saman fyrir þremur dögum. Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason komu báðir inn á muninn á undirbúningi í viðtali við RÚV eftir leik. Eftir það skapaðist töluverð umræða á netheimum þar sem skortur á undirbúningi hjá íslenska liðinu var gagnrýndur. „Þeir búnir að æfa í mánuð og spila fullt af æfingaleikjum en við vorum að koma saman fyrir þremur dögum og áttum langt ferðalag. Þannig að undirbúningurinn var stuttur og lappirnar svolítið þungar,“ sagði Elvar Már við RÚV. „Það er náttúrulega erfitt að bera sig saman við lið sem er búið að æfa í mánuð á meðan við komum saman fyrir þremur dögum. Þó maður vilji ekki nota það sem afsökun, þá er erfitt að segja, við höfum ekki spilað leik frá því í síðasta landsleik. Það er erfitt að stilla sig saman strax,“ sagði Tryggvi Snær við RÚV. Fyrrum landsliðsmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson greip þann bolta á lofti í settinu hjá RÚV í kringum leik gærkvöldsins hvar hann sagði: „Þetta er alveg magnað. Það er augljóst að leikmenn eru ekkert sáttir við þetta,“ Orðin hafi misskilist „Ég held að orð þeirra hafi aðeins misskilist.“ segir Hannes. „Menn þurfa að átta sig á því að Spánn er að fara að spila á EuroBasket eftir næstu viku sem er búinn að vera undirbúningur fyrir. 22 þjóðir af 24 sem eru í þessari undankeppni sem er núna í gangi fyrir HM eru að fara á EuroBasket og undirbúningur þeirra þjóða hefur miðast við það,“ en Ísland og Svíþjóð eru einu tvær þjóðirnar sem eru að keppa á þessu stigi undankeppninnar fyrir HM sem ekki verða með á EuroBasket sem hefst í næstu viku. Hannes segir KKÍ hafa boðist æfingaleikur um miðjan júlí, sem hafi verið of snemmt fyrir þetta verkefni. „Í mars fengum við boð um einn æfingaleik um miðjan júlí, en ég held að öllum hafi fundist það allt of snemmt, að hafa það mánuði fyrir,“ segir Hannes. Refsast fyrir það að vera ekki á leið á EM Munurinn á undirbúningi Íslands og Spánar fyrir landsleik gærkvöldsins hafi því litast af því að Spánn er á leið á Evrópumótið í næstu viku. Þar af leiðandi fékk spænska liðið töluvert lengri glugga til undirbúnings en Ísland, sem er ekki á leið á mótið, í samræmi við alþjóðlegar reglur frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA. „Þrír af þessum leikmönnum sem spiluðu í gær hefðu ekkert getað verið með. Þetta er mikið prógram yfir allt árið og það sem þjálfararnir voru að reyna að gera núna er að hleypa þeim í smá frí með fjölskyldum sínum, en að sjálfsögðu voru leikmenn að æfa sjálfir. Af því að við erum ekki að fara á EuroBasket þá opnast okkar alþjóðlegi gluggi ekki fyrr en síðasta laugardag,“ en leikmennirnir sem Hannes vísar til eru Tryggvi Snær Hlinason, Styrmir Snær Þrastarson og Hilmar Pétursson. „Ef við hefðum verið að fara [á EM] og vitað það í mars, alveg eins og hinar 22 þjóðirnar sem eru að fara, þá hefði undirbúningur okkar verið með allt öðrum hætti og tekið æfingaleiki við hinar þjóðirnar sem eru að fara þangað. Þær hafa spilað sína leiki út af EM en ekki vegna þess að þær eru að fara í þessa tvo leiki í undankeppni HM,“ segir Hannes. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Ísland tapaði leiknum ytra með 30 stiga mun, 87-57, en Spánverjar mættu vel drillaðir til leiks þar sem þeir hafa verið saman við æfingar í um mánuð og spilað þónokkra æfingaleiki á þeim tíma. Ísland kom til samanburðar saman fyrir þremur dögum. Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason komu báðir inn á muninn á undirbúningi í viðtali við RÚV eftir leik. Eftir það skapaðist töluverð umræða á netheimum þar sem skortur á undirbúningi hjá íslenska liðinu var gagnrýndur. „Þeir búnir að æfa í mánuð og spila fullt af æfingaleikjum en við vorum að koma saman fyrir þremur dögum og áttum langt ferðalag. Þannig að undirbúningurinn var stuttur og lappirnar svolítið þungar,“ sagði Elvar Már við RÚV. „Það er náttúrulega erfitt að bera sig saman við lið sem er búið að æfa í mánuð á meðan við komum saman fyrir þremur dögum. Þó maður vilji ekki nota það sem afsökun, þá er erfitt að segja, við höfum ekki spilað leik frá því í síðasta landsleik. Það er erfitt að stilla sig saman strax,“ sagði Tryggvi Snær við RÚV. Fyrrum landsliðsmaðurinn Matthías Orri Sigurðarson greip þann bolta á lofti í settinu hjá RÚV í kringum leik gærkvöldsins hvar hann sagði: „Þetta er alveg magnað. Það er augljóst að leikmenn eru ekkert sáttir við þetta,“ Orðin hafi misskilist „Ég held að orð þeirra hafi aðeins misskilist.“ segir Hannes. „Menn þurfa að átta sig á því að Spánn er að fara að spila á EuroBasket eftir næstu viku sem er búinn að vera undirbúningur fyrir. 22 þjóðir af 24 sem eru í þessari undankeppni sem er núna í gangi fyrir HM eru að fara á EuroBasket og undirbúningur þeirra þjóða hefur miðast við það,“ en Ísland og Svíþjóð eru einu tvær þjóðirnar sem eru að keppa á þessu stigi undankeppninnar fyrir HM sem ekki verða með á EuroBasket sem hefst í næstu viku. Hannes segir KKÍ hafa boðist æfingaleikur um miðjan júlí, sem hafi verið of snemmt fyrir þetta verkefni. „Í mars fengum við boð um einn æfingaleik um miðjan júlí, en ég held að öllum hafi fundist það allt of snemmt, að hafa það mánuði fyrir,“ segir Hannes. Refsast fyrir það að vera ekki á leið á EM Munurinn á undirbúningi Íslands og Spánar fyrir landsleik gærkvöldsins hafi því litast af því að Spánn er á leið á Evrópumótið í næstu viku. Þar af leiðandi fékk spænska liðið töluvert lengri glugga til undirbúnings en Ísland, sem er ekki á leið á mótið, í samræmi við alþjóðlegar reglur frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA. „Þrír af þessum leikmönnum sem spiluðu í gær hefðu ekkert getað verið með. Þetta er mikið prógram yfir allt árið og það sem þjálfararnir voru að reyna að gera núna er að hleypa þeim í smá frí með fjölskyldum sínum, en að sjálfsögðu voru leikmenn að æfa sjálfir. Af því að við erum ekki að fara á EuroBasket þá opnast okkar alþjóðlegi gluggi ekki fyrr en síðasta laugardag,“ en leikmennirnir sem Hannes vísar til eru Tryggvi Snær Hlinason, Styrmir Snær Þrastarson og Hilmar Pétursson. „Ef við hefðum verið að fara [á EM] og vitað það í mars, alveg eins og hinar 22 þjóðirnar sem eru að fara, þá hefði undirbúningur okkar verið með allt öðrum hætti og tekið æfingaleiki við hinar þjóðirnar sem eru að fara þangað. Þær hafa spilað sína leiki út af EM en ekki vegna þess að þær eru að fara í þessa tvo leiki í undankeppni HM,“ segir Hannes.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik