Svona virkar úrslitakeppnin: Fjórskipt barátta í lokin Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 09:00 Breiðablik er með pálmann í höndunum fyrir lokakaflann í Bestu deildinni en allt getur gerst í úrslitakeppninni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Harkaleg fallbarátta, hnífjöfn keppni um Evrópupeninga og slagurinn um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn er það sem er fram undan í Bestu deild karla í fótbolta nú þegar styttist í fyrstu úrslitakeppnina í sögu efstu deildar á Íslandi. Aðeins fjórar umferðir eru eftir af hefðbundnu deildakeppninni en að þeim loknum verður deildinni skipt í tvennt; efri og neðri hluta, og leiknar fimm aukaumferðir. Liðin sem lenda í neðri hlutanum geta þá best náð 7. sæti en liðin sem enda í efri hlutanum í versta falli endað í 6. sæti. Þetta þýðir að baráttan í á lokasprettinum er fjórskipt. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn, Evrópusætin, sæti í efri helmingi deildarinnar og um áframhaldandi sæti í efstu deild. Staðan í Bestu deild karla þegar fjórar umferðir og frestaður leikur Víkings og Leiknis eru eftir fram að úrslitakeppni. Eftir þessa leiki verður deildinni skipt í tvo hluta.ksi.is Svona raðast leikirnir í úrslitakeppninni. Liðið í 1. sæti áður en hún hefst leikur til dæmis heimaleiki við liðin í 6., 5. og 2. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti. Liðin taka með sér þann stigafjölda sem þau hafa þegar náð inn í úrslitakeppnina. Í efri hlutanum leika svo liðin sem enda í 1., 2. og 3. sæti þrjá heimaleiki og tvo útileiki hvert, en hin þrjú liðin leika þrjá útileiki og tvo heimaleiki. Hreinn úrslitaleikur í lokin? Liðið sem endar efst fyrir úrslitakeppnina spilar til dæmis heimaleiki sína við liðin sem voru þá í 6. og 5. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti, og endar svo á að mæta liðinu úr 2. sæti í lokaumferðinni. Það gæti því mögulega orðið hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. Að sama skapi verður það þannig í neðri hlutanum að liðin í 7.-9. sæti fá einum fleiri heimaleiki en hin þrjú liðin. Hér að neðan er blaðamaður búinn að skipta deildinni upp í þrennt, fyrir baráttuna á lokakaflanum, en auðvitað getur enn allt gerst og lið komist í aðra baráttu en hér segir. Baráttan um efstu sætin Fjögur efstu liðin í deildinni eru líklegust til að landa Íslandsmeistaratitlinum eða Evrópusæti.ksi.is Blikar eru með pálmann í höndunum á toppnum og með sex stiga forskot á KA. Þó að Víkingar fengju þrjú stig gegn Leikni í frestuðum leik yrðu þeir enn sjö stigum á eftir Blikum. Toppbaráttan snýst hins vegar einnig um Evrópusætin, sem annað hvort verða tvö eða þrjú. Það veltur á sigurvegara bikarkeppninnar. Ef að Breiðablik, Víkingur eða KA vinnur bikarinn og endar í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun 3. sæti deildarinnar duga til að fá Evrópupeningana mikilvægu. Leikir fram að úrslitakeppni: Breiðablik: Leiknir (h), Valur (h), KA (ú), ÍBV (h). KA: Víkingur (h), Fram (ú), Breiðablik (h), Valur (ú). Víkingur: KA (ú), ÍBV (h), Leiknir (h), Keflavík (ú), KR (h). Valur: Fram (h), Breiðablik (ú), Leiknir (ú), KA (h). Baráttan um sæti í efri hlutanum Fram og Keflavík berjast um að komast upp í efri hlutann áður en deildinni verður skipt í tvennt.ksi.is KR og jafnvel Stjarnan eiga enn á hættu að enda í neðri helmingi deildarinnar en það myndi þýða að þau næðu í besta falli 7. sæti á leiktíðinni. Ef að lið enda í neðri hlutanum skiptir ekki máli þó að þau safni á endanum fleiri stigum en lið úr efri hlutanum. Búið er að skipta deildinni upp og þau geta best náð 7. sæti. Nýliðar Fram og Keflvíkingar anda í hálsmál KR-inga og eru í nokkuð þægilegri fjarlægð frá fallsætunum, þó allt geti gerst í úrslitakeppninni þegar neðri liðin leika innbyrðis. Leikir fram að úrslitakeppni: Stjarnan: ÍBV (ú), Keflavík (h), KR (ú), FH (h). KR: FH (h), ÍA (ú), Stjarnan (h), Víkingur (ú). Fram: Valur (ú), KA (h), ÍBV (ú), Keflavík (h). Keflavík: ÍA (h), Stjarnan (ú), Víkingur (h), Fram (ú). Fallbaráttan Fallbaráttan er æsispennandi.ksi.is Eftir sigur ÍA á ÍBV í síðustu umferð eru fjögur lið í bullandi fallbaráttu. Leiknir og FH fögnuðu sigrum í síðustu umferð og ómögulegt virðist að segja til um hvaða tvö lið munu á endanum kveðja deildina. Ljóst er að að minnsta kosti eitt þessara liða fær þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni í stað tveggja eins og neðstu þrjú liðin munu fá. Leikjaniðurröðunin í neðri hlutanum er svo þannig að liðin sem enda í 11. og 12. sæti munu mætast í lokaumferð úrslitakeppninnar, á sama tíma og liðin í 9. og 10. sæti mætast, og liðin í 7.-8. sæti. Leikir fram að úrslitakeppni: ÍBV: Stjarnan (h), Víkingur (ú), Fram (h), Breiðablik (ú). FH: KR (ú), Leiknir (ú), ÍA (h), Stjarnan (ú). Leiknir: Breiðablik (ú), FH (h), Víkingur (ú), Valur (h), ÍA (ú). ÍA: Keflavík (ú), KR (h), FH (ú), Leiknir (h). Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Aðeins fjórar umferðir eru eftir af hefðbundnu deildakeppninni en að þeim loknum verður deildinni skipt í tvennt; efri og neðri hluta, og leiknar fimm aukaumferðir. Liðin sem lenda í neðri hlutanum geta þá best náð 7. sæti en liðin sem enda í efri hlutanum í versta falli endað í 6. sæti. Þetta þýðir að baráttan í á lokasprettinum er fjórskipt. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn, Evrópusætin, sæti í efri helmingi deildarinnar og um áframhaldandi sæti í efstu deild. Staðan í Bestu deild karla þegar fjórar umferðir og frestaður leikur Víkings og Leiknis eru eftir fram að úrslitakeppni. Eftir þessa leiki verður deildinni skipt í tvo hluta.ksi.is Svona raðast leikirnir í úrslitakeppninni. Liðið í 1. sæti áður en hún hefst leikur til dæmis heimaleiki við liðin í 6., 5. og 2. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti. Liðin taka með sér þann stigafjölda sem þau hafa þegar náð inn í úrslitakeppnina. Í efri hlutanum leika svo liðin sem enda í 1., 2. og 3. sæti þrjá heimaleiki og tvo útileiki hvert, en hin þrjú liðin leika þrjá útileiki og tvo heimaleiki. Hreinn úrslitaleikur í lokin? Liðið sem endar efst fyrir úrslitakeppnina spilar til dæmis heimaleiki sína við liðin sem voru þá í 6. og 5. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti, og endar svo á að mæta liðinu úr 2. sæti í lokaumferðinni. Það gæti því mögulega orðið hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. Að sama skapi verður það þannig í neðri hlutanum að liðin í 7.-9. sæti fá einum fleiri heimaleiki en hin þrjú liðin. Hér að neðan er blaðamaður búinn að skipta deildinni upp í þrennt, fyrir baráttuna á lokakaflanum, en auðvitað getur enn allt gerst og lið komist í aðra baráttu en hér segir. Baráttan um efstu sætin Fjögur efstu liðin í deildinni eru líklegust til að landa Íslandsmeistaratitlinum eða Evrópusæti.ksi.is Blikar eru með pálmann í höndunum á toppnum og með sex stiga forskot á KA. Þó að Víkingar fengju þrjú stig gegn Leikni í frestuðum leik yrðu þeir enn sjö stigum á eftir Blikum. Toppbaráttan snýst hins vegar einnig um Evrópusætin, sem annað hvort verða tvö eða þrjú. Það veltur á sigurvegara bikarkeppninnar. Ef að Breiðablik, Víkingur eða KA vinnur bikarinn og endar í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun 3. sæti deildarinnar duga til að fá Evrópupeningana mikilvægu. Leikir fram að úrslitakeppni: Breiðablik: Leiknir (h), Valur (h), KA (ú), ÍBV (h). KA: Víkingur (h), Fram (ú), Breiðablik (h), Valur (ú). Víkingur: KA (ú), ÍBV (h), Leiknir (h), Keflavík (ú), KR (h). Valur: Fram (h), Breiðablik (ú), Leiknir (ú), KA (h). Baráttan um sæti í efri hlutanum Fram og Keflavík berjast um að komast upp í efri hlutann áður en deildinni verður skipt í tvennt.ksi.is KR og jafnvel Stjarnan eiga enn á hættu að enda í neðri helmingi deildarinnar en það myndi þýða að þau næðu í besta falli 7. sæti á leiktíðinni. Ef að lið enda í neðri hlutanum skiptir ekki máli þó að þau safni á endanum fleiri stigum en lið úr efri hlutanum. Búið er að skipta deildinni upp og þau geta best náð 7. sæti. Nýliðar Fram og Keflvíkingar anda í hálsmál KR-inga og eru í nokkuð þægilegri fjarlægð frá fallsætunum, þó allt geti gerst í úrslitakeppninni þegar neðri liðin leika innbyrðis. Leikir fram að úrslitakeppni: Stjarnan: ÍBV (ú), Keflavík (h), KR (ú), FH (h). KR: FH (h), ÍA (ú), Stjarnan (h), Víkingur (ú). Fram: Valur (ú), KA (h), ÍBV (ú), Keflavík (h). Keflavík: ÍA (h), Stjarnan (ú), Víkingur (h), Fram (ú). Fallbaráttan Fallbaráttan er æsispennandi.ksi.is Eftir sigur ÍA á ÍBV í síðustu umferð eru fjögur lið í bullandi fallbaráttu. Leiknir og FH fögnuðu sigrum í síðustu umferð og ómögulegt virðist að segja til um hvaða tvö lið munu á endanum kveðja deildina. Ljóst er að að minnsta kosti eitt þessara liða fær þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni í stað tveggja eins og neðstu þrjú liðin munu fá. Leikjaniðurröðunin í neðri hlutanum er svo þannig að liðin sem enda í 11. og 12. sæti munu mætast í lokaumferð úrslitakeppninnar, á sama tíma og liðin í 9. og 10. sæti mætast, og liðin í 7.-8. sæti. Leikir fram að úrslitakeppni: ÍBV: Stjarnan (h), Víkingur (ú), Fram (h), Breiðablik (ú). FH: KR (ú), Leiknir (ú), ÍA (h), Stjarnan (ú). Leiknir: Breiðablik (ú), FH (h), Víkingur (ú), Valur (h), ÍA (ú). ÍA: Keflavík (ú), KR (h), FH (ú), Leiknir (h).
Leikir fram að úrslitakeppni: Breiðablik: Leiknir (h), Valur (h), KA (ú), ÍBV (h). KA: Víkingur (h), Fram (ú), Breiðablik (h), Valur (ú). Víkingur: KA (ú), ÍBV (h), Leiknir (h), Keflavík (ú), KR (h). Valur: Fram (h), Breiðablik (ú), Leiknir (ú), KA (h).
Leikir fram að úrslitakeppni: Stjarnan: ÍBV (ú), Keflavík (h), KR (ú), FH (h). KR: FH (h), ÍA (ú), Stjarnan (h), Víkingur (ú). Fram: Valur (ú), KA (h), ÍBV (ú), Keflavík (h). Keflavík: ÍA (h), Stjarnan (ú), Víkingur (h), Fram (ú).
Leikir fram að úrslitakeppni: ÍBV: Stjarnan (h), Víkingur (ú), Fram (h), Breiðablik (ú). FH: KR (ú), Leiknir (ú), ÍA (h), Stjarnan (ú). Leiknir: Breiðablik (ú), FH (h), Víkingur (ú), Valur (h), ÍA (ú). ÍA: Keflavík (ú), KR (h), FH (ú), Leiknir (h).
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira