Við erum ekki tilbúin fyrir skólann Sara Dögg Svanhildardótti og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 26. ágúst 2022 09:31 Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna. Ábendingar sérfræðinga ekki hátt skrifaðar? Í byrjun þessa árs var kynnt skýrsla VSÓ um framtíðarhorfur, fjölgun íbúa og um leið nemenda og mat á þeim innviðum sem við höfum til að mæta þeirri þróun. Viðbragðsleysi meirihlutans hingað til við þessari öru íbúaþróun hefur því miður valdið mörgum barnafjölskyldum miklum óþægindum. Sérstaklega barnafjölskyldum með börn á leikskólaaldri. Og niðurstöður skýrslunnar bíða enn úrvinnslu meirihlutans. Fyrir þremur àrum birtist önnur skýrsla: úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að bregðast skjótt við viðhaldsþörf á skólahúsnæði Garðabæjar. Til þess að standa undir þeirri brýnu þörf þarf að forgangsraða töluverðu fjármagni til viðhalds skólahúsnæðis. Stefnuleysið sem bitnar á valfrelsinu Óvissa ríkir einnig um rekstrarframlag til sjálfstætt starfandi skóla. Í samningi á milli rekstraraðila og sveitarfélagsins er viðauki um óleystu viðfangsefnin. Þar á meðal er rekstrarframlagið, hryggjastykkið fyrir farsælum rekstri sjálfstætt starfandi grunnskóla. Það er aðkallandi að taka hér ákvörðun um stefnu og framkvæmd, í stað þess að hafa viðauka hangandi yfir sér þar sem öll stóru málin standa enn út af samningaborðinu. Það þarf að bæta aðgengi barna og ungmenna að félagsstarfi fèlsgsmiðstöðva. Börn og ungmenni í Urriðaholti sitja enn á hakanum og engin uppbygging virðist vera á dagskrá meirihlutans fyrr en næsti áfangi skólans er tilbúinn. Við þurfum meiri framsýni í aðgerðum því þetta er ekki bara bagalegt, heldur ýtir undir neikvæða upplifun barna og ungmenna af því að vera búsett í Urriðaholti, nýjasta hverfi Garðabæjar. Að ekki sé talað um aðgengi að almenningssamgöngum. Formaður skólanefndar og forseti bæjarstjórnar skrifaði grein nýverið sem bar heitið Er allt tilbúið fyrir skólann? Í þeirri grein nefnir bæjarfulltrúinn hins vegar ekkert af þessum stóru verkefnum sem blasa við og eru þau verkefni sem koma upp í huga okkar í Viðreisn þegar við veltum fyrir okkur svarinu við hvort allt sé tilbúið. Garðabær aftur í forystu Við í Viðreisn höfum ítrekað kallað eftir pólitískri sýn, samtali og áformum meirihlutans sem mætir þeirri öru og spennandi íbúaþróun sem á sér stað í bænum okkar þessi misserin. Þar höfum við lagt fram hugmyndir til lausna, sem alla jafna er sópað út af borðinu. Það eru hugmyndir sem bjóða upp á kjark til þess að taka skólamálin àfram og koma Garðabæ aftur í forystu sveitarfélaga. Hvort heldur sem á við skóla rekna af sveitarfélaginu sjálfu eða þá sjálfstætt starfandi. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreinsar Rakel Steinberg Sölvadóttir - aðalmaður Viðreisnar í skólanefnd Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Viðreisn Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Sjá meira
Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna. Ábendingar sérfræðinga ekki hátt skrifaðar? Í byrjun þessa árs var kynnt skýrsla VSÓ um framtíðarhorfur, fjölgun íbúa og um leið nemenda og mat á þeim innviðum sem við höfum til að mæta þeirri þróun. Viðbragðsleysi meirihlutans hingað til við þessari öru íbúaþróun hefur því miður valdið mörgum barnafjölskyldum miklum óþægindum. Sérstaklega barnafjölskyldum með börn á leikskólaaldri. Og niðurstöður skýrslunnar bíða enn úrvinnslu meirihlutans. Fyrir þremur àrum birtist önnur skýrsla: úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að bregðast skjótt við viðhaldsþörf á skólahúsnæði Garðabæjar. Til þess að standa undir þeirri brýnu þörf þarf að forgangsraða töluverðu fjármagni til viðhalds skólahúsnæðis. Stefnuleysið sem bitnar á valfrelsinu Óvissa ríkir einnig um rekstrarframlag til sjálfstætt starfandi skóla. Í samningi á milli rekstraraðila og sveitarfélagsins er viðauki um óleystu viðfangsefnin. Þar á meðal er rekstrarframlagið, hryggjastykkið fyrir farsælum rekstri sjálfstætt starfandi grunnskóla. Það er aðkallandi að taka hér ákvörðun um stefnu og framkvæmd, í stað þess að hafa viðauka hangandi yfir sér þar sem öll stóru málin standa enn út af samningaborðinu. Það þarf að bæta aðgengi barna og ungmenna að félagsstarfi fèlsgsmiðstöðva. Börn og ungmenni í Urriðaholti sitja enn á hakanum og engin uppbygging virðist vera á dagskrá meirihlutans fyrr en næsti áfangi skólans er tilbúinn. Við þurfum meiri framsýni í aðgerðum því þetta er ekki bara bagalegt, heldur ýtir undir neikvæða upplifun barna og ungmenna af því að vera búsett í Urriðaholti, nýjasta hverfi Garðabæjar. Að ekki sé talað um aðgengi að almenningssamgöngum. Formaður skólanefndar og forseti bæjarstjórnar skrifaði grein nýverið sem bar heitið Er allt tilbúið fyrir skólann? Í þeirri grein nefnir bæjarfulltrúinn hins vegar ekkert af þessum stóru verkefnum sem blasa við og eru þau verkefni sem koma upp í huga okkar í Viðreisn þegar við veltum fyrir okkur svarinu við hvort allt sé tilbúið. Garðabær aftur í forystu Við í Viðreisn höfum ítrekað kallað eftir pólitískri sýn, samtali og áformum meirihlutans sem mætir þeirri öru og spennandi íbúaþróun sem á sér stað í bænum okkar þessi misserin. Þar höfum við lagt fram hugmyndir til lausna, sem alla jafna er sópað út af borðinu. Það eru hugmyndir sem bjóða upp á kjark til þess að taka skólamálin àfram og koma Garðabæ aftur í forystu sveitarfélaga. Hvort heldur sem á við skóla rekna af sveitarfélaginu sjálfu eða þá sjálfstætt starfandi. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreinsar Rakel Steinberg Sölvadóttir - aðalmaður Viðreisnar í skólanefnd Garðabæjar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun