Ólafía Þórunn leggur kylfurnar á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 14:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lagt kylfuna á hilluna. Seth/Golf.is Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er hætt í golfi. Þetta tilkynnti hún sjálf í tilfinnaríku myndbandi á Youtube-síðu sinni nú rétt í þessu. Ólafía Þórunn hefur verið einn albesti kylfingur Íslands undanfarin ár en hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014. Eftir að eignast sitt fyrsta barn á síðasta ári, dreng að nafni Maron Atlas, þá sneri Ólafía Þórunn aftur á völlinn fyrr á þessu ári eftir 20 mánaða fjarveru. Hún hefur nú ákveðið að kalla þetta gott, hætta í golfi og snúa sér að öðrum verkefnum eins og kemur fram í yfirlýsingunni á Youtube-síðu hennar. „Ég hef verið golfari síðustu 20 ár, átta síðustu ár hef ég verið atvinnumaður í golfi. Nú er komið að tímamótum í mínu lífi,“ segir Ólafía Þórunn í upphafi tilkynningarinnar áður en tilfinningarnar taka yfir. Kylfingurinn fyrrverandi segist ætla að eyða tíma með fjölskyldu sinni, eiga dýrmætar stundir með syni sínum og frumkvöðla verkefni sem hún hefur haft í kollinum í nokkur ár. „Það er alltaf mikilvægt fyrir mig að gefa eitthvað til samfélagsins þannig að ég mun reyna það að bestu getu,“ bætir hún við en myndbandið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ólafía Þórunn var valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2017 eftir frábæran árangur. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni árið 2018. Einnig er Ólafía Þórunn eini íslenski kylfingurinn til að taka þátt á öllum fimm risamótunum í golfi kvenna. Alls tók hún þátt á sjö risamótum á ferli sínum og 26 mótum á vegum LPGA-mótaraðarinnar. Hæst komst hún upp í 172. sæti heimslistans. Snemma árs 2019 greindi Ólafía Þórunn frá því að álagið væri farið að segja til sín og hún þyrfti að taka sér pásu þar sem hún hefði keyrt sig út bæði andlega og líkamlega. Hún hefur nú, þremur árum síðar, tekið þá ákvörðun að snúa sér að öðrum hlutum en golfi. Klippa: Ólafía Þórunn tilkynnir að hún sé hætt í golfi Golf Tímamót Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Ólafía Þórunn hefur verið einn albesti kylfingur Íslands undanfarin ár en hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014. Eftir að eignast sitt fyrsta barn á síðasta ári, dreng að nafni Maron Atlas, þá sneri Ólafía Þórunn aftur á völlinn fyrr á þessu ári eftir 20 mánaða fjarveru. Hún hefur nú ákveðið að kalla þetta gott, hætta í golfi og snúa sér að öðrum verkefnum eins og kemur fram í yfirlýsingunni á Youtube-síðu hennar. „Ég hef verið golfari síðustu 20 ár, átta síðustu ár hef ég verið atvinnumaður í golfi. Nú er komið að tímamótum í mínu lífi,“ segir Ólafía Þórunn í upphafi tilkynningarinnar áður en tilfinningarnar taka yfir. Kylfingurinn fyrrverandi segist ætla að eyða tíma með fjölskyldu sinni, eiga dýrmætar stundir með syni sínum og frumkvöðla verkefni sem hún hefur haft í kollinum í nokkur ár. „Það er alltaf mikilvægt fyrir mig að gefa eitthvað til samfélagsins þannig að ég mun reyna það að bestu getu,“ bætir hún við en myndbandið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ólafía Þórunn var valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2017 eftir frábæran árangur. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni árið 2018. Einnig er Ólafía Þórunn eini íslenski kylfingurinn til að taka þátt á öllum fimm risamótunum í golfi kvenna. Alls tók hún þátt á sjö risamótum á ferli sínum og 26 mótum á vegum LPGA-mótaraðarinnar. Hæst komst hún upp í 172. sæti heimslistans. Snemma árs 2019 greindi Ólafía Þórunn frá því að álagið væri farið að segja til sín og hún þyrfti að taka sér pásu þar sem hún hefði keyrt sig út bæði andlega og líkamlega. Hún hefur nú, þremur árum síðar, tekið þá ákvörðun að snúa sér að öðrum hlutum en golfi. Klippa: Ólafía Þórunn tilkynnir að hún sé hætt í golfi
Golf Tímamót Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira