Cardiff ætlar að áfrýja ákvörðun Alþjóða íþróttadómstólsins er varðar andlát Sala Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 17:01 Emiliano Sala var 28 ára gamall þegar flugvél sem hann var í brotlenti í Ermasundi. EPA/EDDY LEMAISTRE Alþjóða íþróttadómstóllinn hefur loks komist að niðurstöðu i máli Emiliano Sala sem lést er hann ferðaðist yfir Ermasundið í flugvél í janúar 2019 til að ganga í raðir þáverandi Cardiff City. Félagið þarf að borga Nantes uppsett verð fyrir leikmanninn þó hann hafi aldrei spilað fyrir félagið. Argentínumaðurinn Emiliano Sala lést á hræðilegan hátt er flugvél sem hann ferðaðist með frá Frakklandi til Englands fórst yfir Ermasundi. Sala var á leiðinni til Wales þar sem hann átti eftir að kvitta undir samning við þáverandi úrvalsdeildarliðið Cardiff City. Þar sem leikmaðurinn lék aldrei fyrir Cardiff taldi félagið sig ekki þurfa að borga þó félögin hafi þegar verið búin að ganga frá öllu er kom að kaupunum á Sala. Nú hefur þriggja manna dómnefnd á vegum Alþjóða íþróttadómstólsins komist að því að Cardiff þurfi að greiða Nantes milljónirnar fimmtán sem samið var um. Fær félagið að greiða þetta í nokkrum greiðslum en sú fyrsta hljóðar upp á 5,3 milljónir punda. Cardiff City mun áfrýja niðurstöðunni og segir í yfirlýsingu sinni að félagið muni ekki greiða Nantes krónu þangað til niðurstaða áfrýjunarinnar liggur fyrir. „Ef áfrýjunin ber ekki tilætlaðan árangur og Cardiff verði gert að greiða upphæðina að fullu mun félagið fara í mál við þá sem bera ábyrgð á slysinu til að fá upphæðina sem um er ræðir greidda að fullu,“ segir einnig í yfirlýsingu Cardiff en enska félagið telur Nantes og þá sem komu að flugferðinni örlagaríku ábyrga. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, dæmdi upphaflega í málinu og var niðurstaða þess sú sama og hjá CAS. Cardiff lætur þó ekki segjast og ætlar í hart þar sem félagið telur á rétti sínum brotið. Fótbolti Emiliano Sala Enski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Fordæma eigin stuðningsmenn sem gerðu grín að Emiliano Sala Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins Nice fordæma hluta af stuðningsmönnum sínum sem tóku upp á því að syngja söngva þar sem gert var grín að Emiliano Sala sem lést í flugslysi í janúar árið 2019. 13. maí 2022 07:01 Bar ábyrgð á andláti Emilianos Sala David Henderson, sem skipulagði flugið sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í, hefur verið fundinn sekur um að hafa stofnað öryggi flugvélarinnar í hættu og bera þar með ábyrgð á slysinu. 29. október 2021 11:01 Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff í Emiliano Sala málinu Cardiff City ætlar ekki að gefa sig í baráttunni fyrir því að þurfa ekki að borga kaupverð sitt fyrir Argentínumanninn Emiliano Sala sem náði ekki að spila fyrir félagið áður en hann fórst í flugslysi á leið til Wales. 29. janúar 2020 10:30 Cardiff þarf að borga fyrir Sala eða fara í þriggja glugga bann Cardiff City þarf að gera upp við franska félagið Nantes innan 45 daga því annars setur Alþjóða knattspyrnusambandið velska félagið í langt félagsskiptabann. 4. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Argentínumaðurinn Emiliano Sala lést á hræðilegan hátt er flugvél sem hann ferðaðist með frá Frakklandi til Englands fórst yfir Ermasundi. Sala var á leiðinni til Wales þar sem hann átti eftir að kvitta undir samning við þáverandi úrvalsdeildarliðið Cardiff City. Þar sem leikmaðurinn lék aldrei fyrir Cardiff taldi félagið sig ekki þurfa að borga þó félögin hafi þegar verið búin að ganga frá öllu er kom að kaupunum á Sala. Nú hefur þriggja manna dómnefnd á vegum Alþjóða íþróttadómstólsins komist að því að Cardiff þurfi að greiða Nantes milljónirnar fimmtán sem samið var um. Fær félagið að greiða þetta í nokkrum greiðslum en sú fyrsta hljóðar upp á 5,3 milljónir punda. Cardiff City mun áfrýja niðurstöðunni og segir í yfirlýsingu sinni að félagið muni ekki greiða Nantes krónu þangað til niðurstaða áfrýjunarinnar liggur fyrir. „Ef áfrýjunin ber ekki tilætlaðan árangur og Cardiff verði gert að greiða upphæðina að fullu mun félagið fara í mál við þá sem bera ábyrgð á slysinu til að fá upphæðina sem um er ræðir greidda að fullu,“ segir einnig í yfirlýsingu Cardiff en enska félagið telur Nantes og þá sem komu að flugferðinni örlagaríku ábyrga. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, dæmdi upphaflega í málinu og var niðurstaða þess sú sama og hjá CAS. Cardiff lætur þó ekki segjast og ætlar í hart þar sem félagið telur á rétti sínum brotið.
Fótbolti Emiliano Sala Enski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Fordæma eigin stuðningsmenn sem gerðu grín að Emiliano Sala Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins Nice fordæma hluta af stuðningsmönnum sínum sem tóku upp á því að syngja söngva þar sem gert var grín að Emiliano Sala sem lést í flugslysi í janúar árið 2019. 13. maí 2022 07:01 Bar ábyrgð á andláti Emilianos Sala David Henderson, sem skipulagði flugið sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í, hefur verið fundinn sekur um að hafa stofnað öryggi flugvélarinnar í hættu og bera þar með ábyrgð á slysinu. 29. október 2021 11:01 Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff í Emiliano Sala málinu Cardiff City ætlar ekki að gefa sig í baráttunni fyrir því að þurfa ekki að borga kaupverð sitt fyrir Argentínumanninn Emiliano Sala sem náði ekki að spila fyrir félagið áður en hann fórst í flugslysi á leið til Wales. 29. janúar 2020 10:30 Cardiff þarf að borga fyrir Sala eða fara í þriggja glugga bann Cardiff City þarf að gera upp við franska félagið Nantes innan 45 daga því annars setur Alþjóða knattspyrnusambandið velska félagið í langt félagsskiptabann. 4. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Fordæma eigin stuðningsmenn sem gerðu grín að Emiliano Sala Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins Nice fordæma hluta af stuðningsmönnum sínum sem tóku upp á því að syngja söngva þar sem gert var grín að Emiliano Sala sem lést í flugslysi í janúar árið 2019. 13. maí 2022 07:01
Bar ábyrgð á andláti Emilianos Sala David Henderson, sem skipulagði flugið sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í, hefur verið fundinn sekur um að hafa stofnað öryggi flugvélarinnar í hættu og bera þar með ábyrgð á slysinu. 29. október 2021 11:01
Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff í Emiliano Sala málinu Cardiff City ætlar ekki að gefa sig í baráttunni fyrir því að þurfa ekki að borga kaupverð sitt fyrir Argentínumanninn Emiliano Sala sem náði ekki að spila fyrir félagið áður en hann fórst í flugslysi á leið til Wales. 29. janúar 2020 10:30
Cardiff þarf að borga fyrir Sala eða fara í þriggja glugga bann Cardiff City þarf að gera upp við franska félagið Nantes innan 45 daga því annars setur Alþjóða knattspyrnusambandið velska félagið í langt félagsskiptabann. 4. nóvember 2019 11:30