Schauffele heggur á forskot Scheffler Atli Arason skrifar 26. ágúst 2022 23:00 Scottie Scheffler fylgist með Xander Schauffele pútta í dag. Getty Images Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler leiðir Tour Championship á 19 höggum undir pari eftir annan dag mótsins en landi hans, Xander Schauffele er ekki langt á eftir. Scheffler endaði fyrsta hring mótsins í efsta sæti með fimm högga forystu á næstu kylfinga en Scheffler kláraði hringinn í dag á fjórum höggum undir pari og er því samtals á 19 undir. Xander Schauffele átti frábæran hring í dag en Schauffele lék á sjö höggum undir pari og náði því að minnka forskot Scheffler niður í tvö högg. Schauffele er samtals á 17 höggum undir pari. Sixth birdie of the day has @XSchauffele closing the gap on Scottie Scheffler pic.twitter.com/XIYWNLtWqR— PGA TOUR (@PGATOUR) August 26, 2022 Spánverjinn John Rahm er í þriðja sæti á eftir þeim Scheffler og Schauffele en Rahm fór hringinn í dag einnig á sjö höggum undir pari og er samtals á 13 höggum undir pari. Á meðan er núverandi FedEx meistari, Patrick Cantlay í fjórða sæti ásamt Im Sung-jae, báðir á 12 höggum undir pari. Seventh birdie of the day gets @JonRahmPGA to -13 🐦 pic.twitter.com/na7mNOmqDj— PGA TOUR (@PGATOUR) August 26, 2022 Tour Championship mótið heldur áfram á morgun klukkan 17.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf en heildarstaða efstu tíu kylfinga fyrir morgundaginn má sjá hér að neðan. Leaderboard into the weekend @PlayoffFinale:1. Scottie Scheffler (-19)2. @XSchauffele (-17)3. @JonRahmPGA (-13)T4. @Patrick_Cantlay (-12)T4. Sungae Im6. @JoacoNiemann (-11)7. @McIlroyRory (-10)T8. @MaxHoma23 (-9)T8. @HogeGolf T8. Cameron Young— PGA TOUR (@PGATOUR) August 26, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. PGA-meistaramótið Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Scheffler endaði fyrsta hring mótsins í efsta sæti með fimm högga forystu á næstu kylfinga en Scheffler kláraði hringinn í dag á fjórum höggum undir pari og er því samtals á 19 undir. Xander Schauffele átti frábæran hring í dag en Schauffele lék á sjö höggum undir pari og náði því að minnka forskot Scheffler niður í tvö högg. Schauffele er samtals á 17 höggum undir pari. Sixth birdie of the day has @XSchauffele closing the gap on Scottie Scheffler pic.twitter.com/XIYWNLtWqR— PGA TOUR (@PGATOUR) August 26, 2022 Spánverjinn John Rahm er í þriðja sæti á eftir þeim Scheffler og Schauffele en Rahm fór hringinn í dag einnig á sjö höggum undir pari og er samtals á 13 höggum undir pari. Á meðan er núverandi FedEx meistari, Patrick Cantlay í fjórða sæti ásamt Im Sung-jae, báðir á 12 höggum undir pari. Seventh birdie of the day gets @JonRahmPGA to -13 🐦 pic.twitter.com/na7mNOmqDj— PGA TOUR (@PGATOUR) August 26, 2022 Tour Championship mótið heldur áfram á morgun klukkan 17.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf en heildarstaða efstu tíu kylfinga fyrir morgundaginn má sjá hér að neðan. Leaderboard into the weekend @PlayoffFinale:1. Scottie Scheffler (-19)2. @XSchauffele (-17)3. @JonRahmPGA (-13)T4. @Patrick_Cantlay (-12)T4. Sungae Im6. @JoacoNiemann (-11)7. @McIlroyRory (-10)T8. @MaxHoma23 (-9)T8. @HogeGolf T8. Cameron Young— PGA TOUR (@PGATOUR) August 26, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
PGA-meistaramótið Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira