Segja rússneskan njósnara hafa heillað starfsfólk Nato upp úr skónum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2022 00:14 Rannsakendur segja njósnarann, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, hafa tekið virkan þátt í félagslífi í Napólí. bellingcat Hópur rannsóknarblaðamanna birti í dag grein þar sem því er haldið fram að rússneskur njósnari hafi árum saman þóst vera skartgripasali frá Perú. Hún hafi á endanum sest að í Napólí, skammt frá herstjórn Atlantshafssambandsins þar, og vingast við starfsfólk Nato, fengið vinnu sem móttökuritari og átt í stuttu ástarsambandi með starfsmanni sambandsins. Frá þessu greina rannsóknarblaðamenn í grein sem greint var fyrst frá á vef Guardian. Samkvæmt greininni kvaðst konan, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, fædd í Perú. Í raun hafi hún verið rússneskur njósnari sem bjó í um áratug í Róm, Möltu og París áður en hún settist loks að í Napólí. Þar hóf hún að selja skartgripi og tók virkan þátt í félagslífi. Í umfjölluninni kemur fram að„Rivera“ hafi verið þaulæfður njósnari sem gat þóst vera útlendingur án vandkvæða. Slík njósnarastarfsemi á rætur sínar að rekja til Sovíetríkjanna en með betri tækni og andlitsskönnum hefur Rússum reynst erfiðara að halda njósnurum sínum undir yfirborðinu. Í starfi sínu sem móttökuritari hjá Nato hafi „Riveru“ tekist að vingast við marga starfsmenn og meira að segja átt í stuttu ástarsambandi með einum þeirra. Rivera keypti flugmiða til Moskvu degi eftir að blaðamenn Bellingcat upplýstu um að tengsl gætu verið milli eitrunar í Salisbury árið 2018 og rússnesku leyniþjónustunnar.bellingcat Í viðtali við Guardian segir Christo Grozev yfirrannsakandi málsins frá því hvernig hann komst á snoðir um njósnarann. Hann hafi komist yfir farþegaupplýsingar, sem láku frá landamæragæslu Hvíta-Rússlands, þar sem eitt nafn hafi skorið sig úr hópnum, nafn Mariu Adelu Kuhfeldt Riveru. Hún hafi átt einkennileg ferðalög með mörgum rússneskum vegabréfum í gegnum landið, og með svipuð raðnúmer og aðrir alræmdir rússneskir njósnarar höfðu notað. Grozev hjó einnig eftir því að „Rivera“ keypti flugmiða frá Napólí til Moskvu þann 15. september 2018. Svo virðist sem að Rivera hafi ekki ferðast frá Rússlandi á ný frá þeim tímapunkti. Tveimur mánuðum frá skyndilegri brottför hennar frá Napólí gaf hún skýringar á hvarfinu á Facebook. „Ég verð að segja ykkur sannleikann.... hárið hefur vaxið aftur eftir krabbameinsmeðferð, mjög stutt en þarna er það. Ég sakna allra en ég er að reyna að anda,“ skrifaði „Rivera“. Margir njósnarar sinna einungis styttri verkefnum, leggja í stutt ferðalög og skipta reglulega um nafn. „Rivera“ virðist á hinn bóginn hafa eytt mörgum árum í sömu lygi. Það sem var sérkennilegt við hana, að sögn rannsakenda, var að hún hafi ferðast með rússneskt vegabréf, eftir að tilraunir með perúskt vegabréf hafi misheppnast. Í grein Bellingcat er greint frá því að með hjálp andlitsskanna og opinberra gagna hafi tekist að hafa uppi á raunverulegu manneskjunni á bakvið „Riveru“. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig við blaðamenn Guardian. Ítalía Rússland NATO Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Frá þessu greina rannsóknarblaðamenn í grein sem greint var fyrst frá á vef Guardian. Samkvæmt greininni kvaðst konan, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, fædd í Perú. Í raun hafi hún verið rússneskur njósnari sem bjó í um áratug í Róm, Möltu og París áður en hún settist loks að í Napólí. Þar hóf hún að selja skartgripi og tók virkan þátt í félagslífi. Í umfjölluninni kemur fram að„Rivera“ hafi verið þaulæfður njósnari sem gat þóst vera útlendingur án vandkvæða. Slík njósnarastarfsemi á rætur sínar að rekja til Sovíetríkjanna en með betri tækni og andlitsskönnum hefur Rússum reynst erfiðara að halda njósnurum sínum undir yfirborðinu. Í starfi sínu sem móttökuritari hjá Nato hafi „Riveru“ tekist að vingast við marga starfsmenn og meira að segja átt í stuttu ástarsambandi með einum þeirra. Rivera keypti flugmiða til Moskvu degi eftir að blaðamenn Bellingcat upplýstu um að tengsl gætu verið milli eitrunar í Salisbury árið 2018 og rússnesku leyniþjónustunnar.bellingcat Í viðtali við Guardian segir Christo Grozev yfirrannsakandi málsins frá því hvernig hann komst á snoðir um njósnarann. Hann hafi komist yfir farþegaupplýsingar, sem láku frá landamæragæslu Hvíta-Rússlands, þar sem eitt nafn hafi skorið sig úr hópnum, nafn Mariu Adelu Kuhfeldt Riveru. Hún hafi átt einkennileg ferðalög með mörgum rússneskum vegabréfum í gegnum landið, og með svipuð raðnúmer og aðrir alræmdir rússneskir njósnarar höfðu notað. Grozev hjó einnig eftir því að „Rivera“ keypti flugmiða frá Napólí til Moskvu þann 15. september 2018. Svo virðist sem að Rivera hafi ekki ferðast frá Rússlandi á ný frá þeim tímapunkti. Tveimur mánuðum frá skyndilegri brottför hennar frá Napólí gaf hún skýringar á hvarfinu á Facebook. „Ég verð að segja ykkur sannleikann.... hárið hefur vaxið aftur eftir krabbameinsmeðferð, mjög stutt en þarna er það. Ég sakna allra en ég er að reyna að anda,“ skrifaði „Rivera“. Margir njósnarar sinna einungis styttri verkefnum, leggja í stutt ferðalög og skipta reglulega um nafn. „Rivera“ virðist á hinn bóginn hafa eytt mörgum árum í sömu lygi. Það sem var sérkennilegt við hana, að sögn rannsakenda, var að hún hafi ferðast með rússneskt vegabréf, eftir að tilraunir með perúskt vegabréf hafi misheppnast. Í grein Bellingcat er greint frá því að með hjálp andlitsskanna og opinberra gagna hafi tekist að hafa uppi á raunverulegu manneskjunni á bakvið „Riveru“. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig við blaðamenn Guardian.
Ítalía Rússland NATO Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira