„Horfum bara á þetta sem venjulegan leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. ágúst 2022 12:00 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, býst við skemmtilegum leik milli Vals og Breiðabliks í úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Vísir/Stöð 2 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn í dag þar sem liðið mætir Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Pétur segir að þarna séu tvö góð fótboltalið að mætast og býst við að leikurinn verði hin mesta skemmtun. „Þetta leggst bara vel í mig. Tvö góð fótboltalið og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur,“ sagði Pétur í samtali við Stöð 2 í gær. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem Valskonur komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og því orðið ansi langt síðan þetta sigursæla félag fagnaði bikarmeistaratitlinum. Pétur segist þó ekki finna fyrir neinni sérstakri pressu fyrir leikinn. „Nei, nei. Ég held að það séu bara allir mjög sáttir við það að Valur sé komið í bikarúrslitaleik. Ég held að það bara snúist aðallega um það.“ Þá segir hann einnig að liðið breyti ekki út af vananum í undirbúningi fyrir þennan leik miðað við aðra. „Við gerum það svo sem ekki. Við erum nýkomin úr átta daga ferð þar sem við vorum á heilsuhóteli og ég veit ekki hvað og hvað. Við horfum bara á þetta sem venjulegan leik.“ Klippa: Pétur Pétursson fyrir bikarúrslitaleikinn Ferðin sem Pétur nefnir var svo sem engin venjuleg ferð. Valskonur voru að taka þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggðu sér sæti í riðlakeppni hennar með sigrum gegn Hayasa frá Armeníu og Shelbourne frá Írlandi og Pétur segir að sigrarnir gefi liðinu sjálfstraust „Það gefur alltaf að vinna leiki,“ sagði Pétur án þess að fara nánar út í þau mál. Breiðablik getur jafnað Val í titlafjölda með sigri í dag og Pétur var spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann hefði áhyggjur af. Pétur var þó hreinskilinn og sagðist einfaldlega ekki hafa vitað af þessu. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta,“ sagði Pétur léttur. „En þetta eru bara tvö góð fótboltalið, svipuð fótboltalið. Lið sem vilja sækja og lið sem vilja halda bolta. Oftast eru þetta mjög góðir fótboltaleikir milli Val og Breiðabliks þannig ég á von á því að það verði þannig á laugardaginn.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir það að Valur hafi unnið leikinn milli liðanna í deildinni fyrr í sumar þá skipti það engu máli í dag. „Þetta er bara sérleikur. Þetta er bara bikarúrslitaleikur og þetta snýst um dagsformið og það sem er hægt að gera þann daginn til að vinna leikinn.“ „Blikarnir eru náttúrulega búnir að vera að spila í bikarúrslitum undanfarin ár og unnu 2018 líka. Þetta er bara einn leikur sem á að vera skemmtilegur.“ „Þær eru allavega vanar þessu. Það er hægt að segja það þannig,“ sagði Pétur að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Tvö góð fótboltalið og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur,“ sagði Pétur í samtali við Stöð 2 í gær. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem Valskonur komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og því orðið ansi langt síðan þetta sigursæla félag fagnaði bikarmeistaratitlinum. Pétur segist þó ekki finna fyrir neinni sérstakri pressu fyrir leikinn. „Nei, nei. Ég held að það séu bara allir mjög sáttir við það að Valur sé komið í bikarúrslitaleik. Ég held að það bara snúist aðallega um það.“ Þá segir hann einnig að liðið breyti ekki út af vananum í undirbúningi fyrir þennan leik miðað við aðra. „Við gerum það svo sem ekki. Við erum nýkomin úr átta daga ferð þar sem við vorum á heilsuhóteli og ég veit ekki hvað og hvað. Við horfum bara á þetta sem venjulegan leik.“ Klippa: Pétur Pétursson fyrir bikarúrslitaleikinn Ferðin sem Pétur nefnir var svo sem engin venjuleg ferð. Valskonur voru að taka þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggðu sér sæti í riðlakeppni hennar með sigrum gegn Hayasa frá Armeníu og Shelbourne frá Írlandi og Pétur segir að sigrarnir gefi liðinu sjálfstraust „Það gefur alltaf að vinna leiki,“ sagði Pétur án þess að fara nánar út í þau mál. Breiðablik getur jafnað Val í titlafjölda með sigri í dag og Pétur var spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann hefði áhyggjur af. Pétur var þó hreinskilinn og sagðist einfaldlega ekki hafa vitað af þessu. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta,“ sagði Pétur léttur. „En þetta eru bara tvö góð fótboltalið, svipuð fótboltalið. Lið sem vilja sækja og lið sem vilja halda bolta. Oftast eru þetta mjög góðir fótboltaleikir milli Val og Breiðabliks þannig ég á von á því að það verði þannig á laugardaginn.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir það að Valur hafi unnið leikinn milli liðanna í deildinni fyrr í sumar þá skipti það engu máli í dag. „Þetta er bara sérleikur. Þetta er bara bikarúrslitaleikur og þetta snýst um dagsformið og það sem er hægt að gera þann daginn til að vinna leikinn.“ „Blikarnir eru náttúrulega búnir að vera að spila í bikarúrslitum undanfarin ár og unnu 2018 líka. Þetta er bara einn leikur sem á að vera skemmtilegur.“ „Þær eru allavega vanar þessu. Það er hægt að segja það þannig,“ sagði Pétur að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira