Söngvari Arcade Fire sakaður um kynferðisbrot Bjarki Sigurðsson skrifar 27. ágúst 2022 21:06 Arcade Fire hélt tónleika hér á landi árið 2018. Getty/Josh Brasted Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003. Einstaklingarnir fjórir stigu fram í samtali við fréttamiðilinn Pitchfork í dag en þrjár konur saka Butler um að hafa nýtt sér frægð sína og aldur til þess að sofa hjá sér. Butler hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá konunum en neitar að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað. Kynlíf þeirra hafi verið með samþykki beggja aðila. Allar konurnar eru mun yngri en Butler og miklir aðdáendur Arcade Fire. Fjórði einstaklingurinn sakar Butler um að hafa nauðgað sér tvisvar sinnum, einu sinni þegar þau voru saman í bíl og einu sinni þegar Butler mætti í íbúð einstaklingsins eftir að hán var búið að banna honum að koma þangað. Blaðamaður Pitchfork segist hafa skoðað samskipti milli einstaklinganna og Butler og gat þar með staðfest sögur þeirra. Í yfirlýsingu sem Butler sendi Pitchfork eftir að miðillinn setti sig í samband við hann vegna málsins staðfestir hann að hafa hitt einstaklingana og sofið hjá þeim öllum. Hann elski þó eiginkonu sína enn og segir framhjáhaldið hafa verið mistök. „Ég hef aldrei snert konu gegn hennar vilja og ef einhver gefur annað í skyn er það rangt. Ég neita því staðfastlega að ég hafi nauðgað konu eða heimtað kynferðislega greiða. Það er ótvírætt að það hefur aldrei gerst,“ segir í yfirlýsingu söngvarans. Arcade Fire hélt tónleika hér á landi árið 2018 í Laugardalshöll. Tónleikarnir voru með þeim síðustu í Evróputúr sveitarinnar eftir að hafa gefið út plötuna Everything Now árið áður. Tónlist Kynferðisofbeldi MeToo Kanada Hollywood Tengdar fréttir Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. 23. ágúst 2018 15:21 Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Kanadíska indírokksveitin spilar í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Lofa skemmtilegum tónleikum og hvetja aðdáendur til að mæta á dansskónum. 18. ágúst 2018 07:15 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Einstaklingarnir fjórir stigu fram í samtali við fréttamiðilinn Pitchfork í dag en þrjár konur saka Butler um að hafa nýtt sér frægð sína og aldur til þess að sofa hjá sér. Butler hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá konunum en neitar að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað. Kynlíf þeirra hafi verið með samþykki beggja aðila. Allar konurnar eru mun yngri en Butler og miklir aðdáendur Arcade Fire. Fjórði einstaklingurinn sakar Butler um að hafa nauðgað sér tvisvar sinnum, einu sinni þegar þau voru saman í bíl og einu sinni þegar Butler mætti í íbúð einstaklingsins eftir að hán var búið að banna honum að koma þangað. Blaðamaður Pitchfork segist hafa skoðað samskipti milli einstaklinganna og Butler og gat þar með staðfest sögur þeirra. Í yfirlýsingu sem Butler sendi Pitchfork eftir að miðillinn setti sig í samband við hann vegna málsins staðfestir hann að hafa hitt einstaklingana og sofið hjá þeim öllum. Hann elski þó eiginkonu sína enn og segir framhjáhaldið hafa verið mistök. „Ég hef aldrei snert konu gegn hennar vilja og ef einhver gefur annað í skyn er það rangt. Ég neita því staðfastlega að ég hafi nauðgað konu eða heimtað kynferðislega greiða. Það er ótvírætt að það hefur aldrei gerst,“ segir í yfirlýsingu söngvarans. Arcade Fire hélt tónleika hér á landi árið 2018 í Laugardalshöll. Tónleikarnir voru með þeim síðustu í Evróputúr sveitarinnar eftir að hafa gefið út plötuna Everything Now árið áður.
Tónlist Kynferðisofbeldi MeToo Kanada Hollywood Tengdar fréttir Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. 23. ágúst 2018 15:21 Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Kanadíska indírokksveitin spilar í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Lofa skemmtilegum tónleikum og hvetja aðdáendur til að mæta á dansskónum. 18. ágúst 2018 07:15 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Söngvari Arcade Fire þeytir skífum á Húrra annað kvöld DJ Windows 98 mun þeyta skífum á Húrra annað kvöld en það er enginn annar er Win Butler úr hljómsveitinni Arcade Fire. 23. ágúst 2018 15:21
Arcade Fire á Íslandi: Hvetja fólk til að mæta á dansskónum Kanadíska indírokksveitin spilar í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Lofa skemmtilegum tónleikum og hvetja aðdáendur til að mæta á dansskónum. 18. ágúst 2018 07:15