Elvar Már: „Þetta var liðssigur þar sem við lögðum allt í þetta“ Árni Jóhansson skrifar 27. ágúst 2022 22:30 Elvar Már Friðriksson reynir skot gegn Úkraínu Vísir / Hulda Margrét Elvar Már Friðriksson var enn og aftur lykilmaður í því að ná í sigur íslenska körfuboltalandsliðsins en nú lágu Úkraínu menn í grasinu eftir framlengdan leik í Ólafssal fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 91-88 en að mati Elvars var það eljan og íslenska geðveikin sem skilaði sigrinum. „Í raun og veru var það bara elja og vinnusemi sem skilaði. Þetta var fáránlegur baráttu sigur. Við náðum einhvern veginn að loka teignum og gera þeim erfitt fyrir í skotunum sínum. Þeir voru með fáránlega háa liðsuppstillingu inn á og allir þurftu bara að fara inn og berjast í fráköstunum. Við náðum að vinna hana í lokin eftir að þeir rústuðu henni í fyrri hálfleik. Einhvern veginn náðum við að klafsa út sigur því bensínið var alveg búið“, sagði Elvar þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað sigri Íslands í kvöld. Næst var hann þá spurður hvort gamla góða íslenska geðveikin hafi skilað sigrinum. „Já við töluðum um það fyrir leikinn að það væri okkar drifkraftur og að við værum ekkert góðir nema að vera með íslensku geðveikina. Arnar og Kristófer komu svo sannarlega inn í liðið í dag og voru algjörir lykilmenn í dag.“ Elvar var svo spurður út í liðsheild íslenska landsliðsins en það voru ansi margar hetjur í leiknum í dag á mismunandi tímabilum. „Nákvæmlega. Menn eru kannski ekki í besta forminu núna þar sem tímabilið er að byrja hjá flestum núna en allir áttu sín augnablik í leiknum og það skóp þetta meðal annars. Þetta var liðssigur þar sem við lögðum allt í þetta. Þetta var bara geggjað.“ Að lokum var Elvar spurður út í hvað leikmenn væru að horfa í varðandi möguleika liðsins í riðlinum. Möguleikinn er svo sannarlega til staðar. „Já hann er klárlega til staðar. Við horfum í það að vinna Georgíu í næsta leik og þá höldum við draumnum lifandi.“ HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
„Í raun og veru var það bara elja og vinnusemi sem skilaði. Þetta var fáránlegur baráttu sigur. Við náðum einhvern veginn að loka teignum og gera þeim erfitt fyrir í skotunum sínum. Þeir voru með fáránlega háa liðsuppstillingu inn á og allir þurftu bara að fara inn og berjast í fráköstunum. Við náðum að vinna hana í lokin eftir að þeir rústuðu henni í fyrri hálfleik. Einhvern veginn náðum við að klafsa út sigur því bensínið var alveg búið“, sagði Elvar þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað sigri Íslands í kvöld. Næst var hann þá spurður hvort gamla góða íslenska geðveikin hafi skilað sigrinum. „Já við töluðum um það fyrir leikinn að það væri okkar drifkraftur og að við værum ekkert góðir nema að vera með íslensku geðveikina. Arnar og Kristófer komu svo sannarlega inn í liðið í dag og voru algjörir lykilmenn í dag.“ Elvar var svo spurður út í liðsheild íslenska landsliðsins en það voru ansi margar hetjur í leiknum í dag á mismunandi tímabilum. „Nákvæmlega. Menn eru kannski ekki í besta forminu núna þar sem tímabilið er að byrja hjá flestum núna en allir áttu sín augnablik í leiknum og það skóp þetta meðal annars. Þetta var liðssigur þar sem við lögðum allt í þetta. Þetta var bara geggjað.“ Að lokum var Elvar spurður út í hvað leikmenn væru að horfa í varðandi möguleika liðsins í riðlinum. Möguleikinn er svo sannarlega til staðar. „Já hann er klárlega til staðar. Við horfum í það að vinna Georgíu í næsta leik og þá höldum við draumnum lifandi.“
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00