„Verð að hlusta á heilsuna mína og setja mig í fyrsta sæti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2022 10:16 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór yfir farsælan feril sinn í viðtali við Stöð 2 í vikunni. Vísir/Stöð 2 Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tilkynnti fyrr í vikunni að kylfurnar væru farnar á hilluna frægu. Hún fór yfir farsælan ferilinn í viðtali við Stöð 2 og segist ekki sjá eftir neinu og að spennandi tímar séu framundan hjá henni. „Þetta er búið að vera inni í mér í smá tíma og ég bara verð að vera hugrökk og hlusta á það. Ég er búin að reyna allt sem ég get og ég vildi að þetta væri öðruvísi. Eins og ég segi þá er þetta búið að sitja í mér og þetta er bara það rétta í stöðunni fyrir mig,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við Stöð 2. „Í rauninni er búið að vera svolítið erfitt hjá mér og meira að segja fyrir komu sonar míns var erfitt hjá mér. Ég er búin að prófa að taka pásu og ég er ótrúlega þakklát fyrir allt. Mér líður bara vel og ég hef náð að spila vel á þessu ári þannig ég er ekki að hætta af því mér gengur illa. Þetta eru bara blendnar tilfinningar og allskonar í gangi.“ En hvað á Ólafía við með því að gengið hafi illa? „Bara allskonar. Það hefur verið erfitt stundum úti á velli og mikið í gangi utan vallar. Ég bara verð að hlusta á heilsuna mína og setja mig í fyrsta sæti.“ „Að sjálfsögðu er erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég er búin að eiga frábærar stundir á golfvellinum en ég veit bara að það er komin tími á breytingu. Ég er ekki að fara að keppa og ferðast. Þetta eru búin að vera mörg ár af því og nú finn ég bara að ég þarf að fara að skjóta niður rótum og aðeins að breyta til. Ég get hætt að lifa í ferðatösku í smá stund,“ sagði Ólafía fegin. Útilokar ekki endurkomu hér heima Ólafía segist ætla að taka sér algjört frí frá keppni í golfi fyrst um sinn, en útilokar þó ekki að taka þátt í mótum hér á Íslandi í náinni framtíð. „Eins og er ætla ég bara að taka mér pásu, en svo bara veit ég ekkert hvað framtíðin gerir. Ég útiloka ekki neitt.“ Eins og flest golfáhugafólk á Íslandi veit á Ólafía að baki glæstan feril. Hún leggur kylfurnar á hilluna með Evróputitil í liðakeppni á ferilskránni, ásamt þátttöku á mörgum af stærstu mótum heims. Hún segir þó upplifunina standa upp úr. „Mér finnst standa upp úr allt það sem ég lærði á þessum ferli. Þetta eru ótrúlegar upplifanir og ég hef upplifað ótrúlega mikið og fengið ótrúlega mikla reynslu á mínum aldri. Svo eru það náttúrulega allir sigrarnir sem maður átti og allt fólkið sem maður kynntist, öll hjálpin sem maður fékk og bara hvað er mikið gott þarna úti. Það er það sem stendur upp úr.“ „Ég er ótrúlega stolt. Ég náði að gera hluti sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég hefði náð. Þetta er bara búinn að vera algjör draumur og ég mun alltaf líta til baka mjög þakklát.“ Sér ekki eftir neinu Þá segist Ólafía ekki sjá eftir neinu þegar hún lítur yfir ferilinn. „Nei, ég gerði allt sem ég gat og gaf allt sem ég átti. Auðvitað er maður ekki fullkomin og það gengur ekki allt fullkomlega upp. Það er bara hluti af þessu og það mótar mann líka. En ég get allavega sagt að ég muni líta til baka og sjá eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Ég er virkilega búin að hafa hana inni í mér í langan tíma og búin að reyna allt finnst mér.“ „Það er svo margt búið að breytast. Nú er ég komin með barn og forgangsröðunin er svolítið öðruvísi. Þegar maður er ungur er gaman að ferðast um heiminn og sjá nýja staði þar sem allt er rosalega spennandi. Maður er tilbúin að gera allt. En mér finnst ég búin að gera rosalega mikið og það væri kannski skemmtilegra fyrir mig að einbeita mér að einhverju örðu núna. Ég væri hamingjusamari þá.“ „Ég held að það séu bara spennandi tímar framundan. Ég er með margar hugmyndir og fullt af hlutum sem mig langar að gera, en hef ekki haft tíman í það. Þannig að ég er að fara að byrja með „start up“ og það verður bara spennandi að sjá. Þið verðið bara að fylgjast með,“ sagði Ólafía að lokum, en viðtalið mjá sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ólafía Þórunn yfirgefur sviðið Golf Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Þetta er búið að vera inni í mér í smá tíma og ég bara verð að vera hugrökk og hlusta á það. Ég er búin að reyna allt sem ég get og ég vildi að þetta væri öðruvísi. Eins og ég segi þá er þetta búið að sitja í mér og þetta er bara það rétta í stöðunni fyrir mig,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við Stöð 2. „Í rauninni er búið að vera svolítið erfitt hjá mér og meira að segja fyrir komu sonar míns var erfitt hjá mér. Ég er búin að prófa að taka pásu og ég er ótrúlega þakklát fyrir allt. Mér líður bara vel og ég hef náð að spila vel á þessu ári þannig ég er ekki að hætta af því mér gengur illa. Þetta eru bara blendnar tilfinningar og allskonar í gangi.“ En hvað á Ólafía við með því að gengið hafi illa? „Bara allskonar. Það hefur verið erfitt stundum úti á velli og mikið í gangi utan vallar. Ég bara verð að hlusta á heilsuna mína og setja mig í fyrsta sæti.“ „Að sjálfsögðu er erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég er búin að eiga frábærar stundir á golfvellinum en ég veit bara að það er komin tími á breytingu. Ég er ekki að fara að keppa og ferðast. Þetta eru búin að vera mörg ár af því og nú finn ég bara að ég þarf að fara að skjóta niður rótum og aðeins að breyta til. Ég get hætt að lifa í ferðatösku í smá stund,“ sagði Ólafía fegin. Útilokar ekki endurkomu hér heima Ólafía segist ætla að taka sér algjört frí frá keppni í golfi fyrst um sinn, en útilokar þó ekki að taka þátt í mótum hér á Íslandi í náinni framtíð. „Eins og er ætla ég bara að taka mér pásu, en svo bara veit ég ekkert hvað framtíðin gerir. Ég útiloka ekki neitt.“ Eins og flest golfáhugafólk á Íslandi veit á Ólafía að baki glæstan feril. Hún leggur kylfurnar á hilluna með Evróputitil í liðakeppni á ferilskránni, ásamt þátttöku á mörgum af stærstu mótum heims. Hún segir þó upplifunina standa upp úr. „Mér finnst standa upp úr allt það sem ég lærði á þessum ferli. Þetta eru ótrúlegar upplifanir og ég hef upplifað ótrúlega mikið og fengið ótrúlega mikla reynslu á mínum aldri. Svo eru það náttúrulega allir sigrarnir sem maður átti og allt fólkið sem maður kynntist, öll hjálpin sem maður fékk og bara hvað er mikið gott þarna úti. Það er það sem stendur upp úr.“ „Ég er ótrúlega stolt. Ég náði að gera hluti sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég hefði náð. Þetta er bara búinn að vera algjör draumur og ég mun alltaf líta til baka mjög þakklát.“ Sér ekki eftir neinu Þá segist Ólafía ekki sjá eftir neinu þegar hún lítur yfir ferilinn. „Nei, ég gerði allt sem ég gat og gaf allt sem ég átti. Auðvitað er maður ekki fullkomin og það gengur ekki allt fullkomlega upp. Það er bara hluti af þessu og það mótar mann líka. En ég get allavega sagt að ég muni líta til baka og sjá eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Ég er virkilega búin að hafa hana inni í mér í langan tíma og búin að reyna allt finnst mér.“ „Það er svo margt búið að breytast. Nú er ég komin með barn og forgangsröðunin er svolítið öðruvísi. Þegar maður er ungur er gaman að ferðast um heiminn og sjá nýja staði þar sem allt er rosalega spennandi. Maður er tilbúin að gera allt. En mér finnst ég búin að gera rosalega mikið og það væri kannski skemmtilegra fyrir mig að einbeita mér að einhverju örðu núna. Ég væri hamingjusamari þá.“ „Ég held að það séu bara spennandi tímar framundan. Ég er með margar hugmyndir og fullt af hlutum sem mig langar að gera, en hef ekki haft tíman í það. Þannig að ég er að fara að byrja með „start up“ og það verður bara spennandi að sjá. Þið verðið bara að fylgjast með,“ sagði Ólafía að lokum, en viðtalið mjá sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ólafía Þórunn yfirgefur sviðið
Golf Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira