„Sætasti sigur sem ég hef unnið” Árni Gísli Magnússon skrifar 28. ágúst 2022 19:45 Menn frekar súrir er flautað var til leiksloka. Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann dramatískan 3-2 sigur á KA á Akureyri í dag eftir að hafa lent 2-1 undir í síðari hálfleik. Birnir Snær Ingason skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90. mínútur og kveðst sjálfur aldrei hafa unnið eins sætan sigur. „Hún er sturluð, ég held að þetta sé bara sætasti sigur sem ég hef unnið. Hann var geðveikur, var þetta ekki á 90. mínútu? Þetta var geggjað.” Birnir skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90 mínútur þegar skot hans lak undir Jajalo í marki KA. Hvernig sá Birnir þetta gerast í rauntíma? „Ingvar fleygir honum langt, ég sé Niko (Nikolaj Hansen) fara upp í skallaboltann þannig ég tek sénsinn, fer bak við hann, vinn boltann og kem honum á Arnór Borg í breiddina og hann gerir mjög vel; köttar inn, sér mig fyrir utan teig og ég set hann í fyrsta og bara þegar ég sparkaði í boltann fann ég að hann var á leiðinni í hornið en svo fór hann í einhvern varnarmann þarna og ég sé hann bara fara svona á mitt markið sko en hann endaði undir markmanninum og það var bara ljúft sko.” Birnir Snær og Arnór Borg komu báðir inn á sem varamenn í síðari hálfleik auk þess sem Nikolaj Hansen kom inn á í hálfleik. Hver var munurinn á fyrri og seinni hálfleik? „Mér fannst þetta svona svipað, ég veit ekki hvað vantaði í fyrri hálfleik, hann var ekki alveg nógu góður. Svo lendum við náttúrulega undir í seinni, það var högg, og sterkt að ná jöfnunarmarkinu fyrr en seinna en svo bara hefði þetta getað dottið báðu megin í lokin en datt okkar megin.” „Ég held án gríns að þetta sé í fyrsta skipti sem ég kem til Akureyrar og vinn leik bara síðan í öðrum flokki sko. Það var Skúli frændi minn sem er hérna í KA sem sagði það fyrir leik að ég hafi aldrei unnið á Akureyri. Ég verð eiginlega að þakka honum fyrir sigurinn sko”, sagði Birnir léttur að lokum og gekk sigurreifur áleiðis. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira
„Hún er sturluð, ég held að þetta sé bara sætasti sigur sem ég hef unnið. Hann var geðveikur, var þetta ekki á 90. mínútu? Þetta var geggjað.” Birnir skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90 mínútur þegar skot hans lak undir Jajalo í marki KA. Hvernig sá Birnir þetta gerast í rauntíma? „Ingvar fleygir honum langt, ég sé Niko (Nikolaj Hansen) fara upp í skallaboltann þannig ég tek sénsinn, fer bak við hann, vinn boltann og kem honum á Arnór Borg í breiddina og hann gerir mjög vel; köttar inn, sér mig fyrir utan teig og ég set hann í fyrsta og bara þegar ég sparkaði í boltann fann ég að hann var á leiðinni í hornið en svo fór hann í einhvern varnarmann þarna og ég sé hann bara fara svona á mitt markið sko en hann endaði undir markmanninum og það var bara ljúft sko.” Birnir Snær og Arnór Borg komu báðir inn á sem varamenn í síðari hálfleik auk þess sem Nikolaj Hansen kom inn á í hálfleik. Hver var munurinn á fyrri og seinni hálfleik? „Mér fannst þetta svona svipað, ég veit ekki hvað vantaði í fyrri hálfleik, hann var ekki alveg nógu góður. Svo lendum við náttúrulega undir í seinni, það var högg, og sterkt að ná jöfnunarmarkinu fyrr en seinna en svo bara hefði þetta getað dottið báðu megin í lokin en datt okkar megin.” „Ég held án gríns að þetta sé í fyrsta skipti sem ég kem til Akureyrar og vinn leik bara síðan í öðrum flokki sko. Það var Skúli frændi minn sem er hérna í KA sem sagði það fyrir leik að ég hafi aldrei unnið á Akureyri. Ég verð eiginlega að þakka honum fyrir sigurinn sko”, sagði Birnir léttur að lokum og gekk sigurreifur áleiðis.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira