Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 14:01 Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. Ivan tók myndbandið upp með myndavél sem hann bar á flughjálmi sínum. Myndbandið er sagt til minningar um Yevhen Lysenko, flugmann sem féll í átökum við Rússar í mars. Ein eldflaugin sem Ivan skýtur er sögð vera AGM-88 HARM eldflaug sem fékkst frá Bandaríkjunum en þær eru þróaðar til að elta uppi merki frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Rússar héldu því fram snemma eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar að þeir hefðu grandað úkraínska flughernum og tryggt sér yfirráð í lofti yfir Úkraínu. Rússar segjast hafa skotið niður mun fleiri orrustuþotur en Úkraínumenn hafa átt. Flugher Úkraínu er þó enn virkur og hefur tekið þátt í gagnárásunum sem hófust í Kherson-héraði í gærmorgun. One of the pilots has made a footage of the MiG-29 fighter jets combat operations. pilot Ivan dedicates this video to major Yevhen Lysenko, his fallen brother in arms, who heroically died in an aerial fight against the invaders on March 9. pic.twitter.com/eUVYIAboDr— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) August 30, 2022 Í morgun sögðust Rússar hafa skotið niður 278 herflugvélar Úkraínumanna, 148 þyrlur, 1.837 dróna og grandað 370 loftvarnarkerfum. Þegar innrásin hófst áttu Úkraínumenn 125 herflugvélar og allar voru þær frá tímum Sovétríkjanna. Einungis örfáar þeirra höfðu verið uppfærðar á undanförnum árum, samkvæmt frétt Forbes frá því í vor. Slóvakar og aðrir bandamenn Úkraínu hafa sent gamlar orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu frá því innrásin hófst en Úkraínumenn eru þrátt fyrir það langt frá því að hafa átt 270 herþotur. Sérfræðingar sem halda utan um lista yfir hergögn sem búið er að granda í Úkraínu segja Úkraínumenn hafa misst 37 orrustuþotur frá því innrásin hófst. Þá hafi Úkraínumenn misst fjórar flutningavélar og þrettán herþyrlur. Þessar tölur ná eingöngu yfir hergögn sem hægt er að staðfesta með myndefni að hafi verið grandað. Rússar eru sagðir hafa misst 51 orrustuþotu, eina flutningavél og 49 herþyrlur. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Ivan tók myndbandið upp með myndavél sem hann bar á flughjálmi sínum. Myndbandið er sagt til minningar um Yevhen Lysenko, flugmann sem féll í átökum við Rússar í mars. Ein eldflaugin sem Ivan skýtur er sögð vera AGM-88 HARM eldflaug sem fékkst frá Bandaríkjunum en þær eru þróaðar til að elta uppi merki frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Rússar héldu því fram snemma eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar að þeir hefðu grandað úkraínska flughernum og tryggt sér yfirráð í lofti yfir Úkraínu. Rússar segjast hafa skotið niður mun fleiri orrustuþotur en Úkraínumenn hafa átt. Flugher Úkraínu er þó enn virkur og hefur tekið þátt í gagnárásunum sem hófust í Kherson-héraði í gærmorgun. One of the pilots has made a footage of the MiG-29 fighter jets combat operations. pilot Ivan dedicates this video to major Yevhen Lysenko, his fallen brother in arms, who heroically died in an aerial fight against the invaders on March 9. pic.twitter.com/eUVYIAboDr— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) August 30, 2022 Í morgun sögðust Rússar hafa skotið niður 278 herflugvélar Úkraínumanna, 148 þyrlur, 1.837 dróna og grandað 370 loftvarnarkerfum. Þegar innrásin hófst áttu Úkraínumenn 125 herflugvélar og allar voru þær frá tímum Sovétríkjanna. Einungis örfáar þeirra höfðu verið uppfærðar á undanförnum árum, samkvæmt frétt Forbes frá því í vor. Slóvakar og aðrir bandamenn Úkraínu hafa sent gamlar orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu frá því innrásin hófst en Úkraínumenn eru þrátt fyrir það langt frá því að hafa átt 270 herþotur. Sérfræðingar sem halda utan um lista yfir hergögn sem búið er að granda í Úkraínu segja Úkraínumenn hafa misst 37 orrustuþotur frá því innrásin hófst. Þá hafi Úkraínumenn misst fjórar flutningavélar og þrettán herþyrlur. Þessar tölur ná eingöngu yfir hergögn sem hægt er að staðfesta með myndefni að hafi verið grandað. Rússar eru sagðir hafa misst 51 orrustuþotu, eina flutningavél og 49 herþyrlur.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50
Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17
Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24