Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2022 13:30 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur unnið fjölda titla í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi, og ætlar sér að halda því áfram á Ítalíu. Nú er hún hins vegar stödd á Íslandi vegna komandi stórleikja í undankeppni HM. Stöð 2 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. Það var létt yfir Söru á æfingu landsliðsins í Garðabæ í dag, inni í Miklagarði. Þar var æfingin vegna slæms veðurs á höfuðborgarsvæðinu. Á föstudag, þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í leik sem Ísland þarf nauðsynlega að vinna til að auka líkurnar á að komast á HM, er hins vegar útlit fyrir sól og veður sem er að minnsta kosti aðeins líkara veðrinu í nýju heimaborg Söru á Ítalíu. „Fyrstu vikurnar hafa verið góðar,“ segir Sara um fyrstu kynnin af Juventus og Tórínó. Þangað kom hún í sumar frá Evrópumeisturum Lyon í Frakklandi. Erfiðara að koma sér fyrir utan vallar „Fótboltalega séð hefur gengið vel, liðið er frábært og hjá Juventus eru toppaðstæður. Mér líður því ótrúlega vel þarna. En það hefur verið aðeins erfiðara að koma sér fyrir utan vallar,“ segir Sara sem flutti til Tórínó ásamt manni sínum Árna Vilhjálmssyni og syninum Ragnari Frank sem verður eins árs í nóvember. „Við erum búin að vera á hóteli í tvær og hálfa viku, og síðustu mánuðina í ferðatösku. Það er ekkert grín með lítið barn en þetta er allt að koma. Maður er alltaf fyrstu mánuðina að koma sér fyrir en ég er alla vega komin með íbúð eftir landsleikjahléið þannig að þetta fer allt að koma. Það er allt gert til að okkur líði vel svo ég er mjög ánægð með allt saman síðan að ég kom út. Við vorum að spila fyrsta leikinn okkar í deildinni og höfum líka spilað í Meistaradeildinni, og það hefur bara gengið vel,“ segir Sara sem var fljót að láta til sín taka í búningi Juventus. Sara er enda vön að stimpla sig strax inn á nýjum stöðum. Það hefur hún áður gert í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. „Ég alla vega reyni að koma mér sem fyrst inn og vera bara ég sjálf frá byrjun. Vonandi fær maður bara stórt hlutverk,“ segir Sara sem þarf að vera fljót að læra nýtt tungumál til að vera meðvituð um allt sem gengur á í æfingum og leikjum. Flestar af stöllum hennar í liðinu eru ítalskar: „Ég er byrjuð að babla eitthvað á ítölsku en þær hlæja bara. En maður verður alla vega að reyna,“ segir Sara létt en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk um Juventus og landsleikina „Yrði mjög stórt að komast á HM“ Eins og fyrr segir gæti Ísland mögulega fagnað sæti á HM í fyrsta sinn í næstu viku. Ef liðið vinnur Hvíta-Rússland á föstudag, vonandi með góðum stuðningi íslensku þjóðarinnar á Laugardalsvelli, dugar liðinu að ná jafntefli gegn ógnarsterku liði Hollands í Utrecht á þriðjudag til að fara beint á HM. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir. Núna einblínum við bara á fyrri leikinn því hann er svo mikilvægur fyrir framhaldið. Við megum ekki fara fram úr okkur og fara að hugsa um að við séum komnar á mótið. Allur fókusinn er á leikinn við Hvít-Rússa. Við verðum að vinna hann og koma okkur í þægilega og betri stöðu,“ segir Sara. En hversu stórt yrði það fyrir hana að komast með Íslandi á HM? „Það yrði mjög stórt að komast á HM. Eitthvað sem við höfum aldrei gert áður, þó að við höfum verið nálægt því. Vonandi verður af þessu.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Ítalski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Það var létt yfir Söru á æfingu landsliðsins í Garðabæ í dag, inni í Miklagarði. Þar var æfingin vegna slæms veðurs á höfuðborgarsvæðinu. Á föstudag, þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í leik sem Ísland þarf nauðsynlega að vinna til að auka líkurnar á að komast á HM, er hins vegar útlit fyrir sól og veður sem er að minnsta kosti aðeins líkara veðrinu í nýju heimaborg Söru á Ítalíu. „Fyrstu vikurnar hafa verið góðar,“ segir Sara um fyrstu kynnin af Juventus og Tórínó. Þangað kom hún í sumar frá Evrópumeisturum Lyon í Frakklandi. Erfiðara að koma sér fyrir utan vallar „Fótboltalega séð hefur gengið vel, liðið er frábært og hjá Juventus eru toppaðstæður. Mér líður því ótrúlega vel þarna. En það hefur verið aðeins erfiðara að koma sér fyrir utan vallar,“ segir Sara sem flutti til Tórínó ásamt manni sínum Árna Vilhjálmssyni og syninum Ragnari Frank sem verður eins árs í nóvember. „Við erum búin að vera á hóteli í tvær og hálfa viku, og síðustu mánuðina í ferðatösku. Það er ekkert grín með lítið barn en þetta er allt að koma. Maður er alltaf fyrstu mánuðina að koma sér fyrir en ég er alla vega komin með íbúð eftir landsleikjahléið þannig að þetta fer allt að koma. Það er allt gert til að okkur líði vel svo ég er mjög ánægð með allt saman síðan að ég kom út. Við vorum að spila fyrsta leikinn okkar í deildinni og höfum líka spilað í Meistaradeildinni, og það hefur bara gengið vel,“ segir Sara sem var fljót að láta til sín taka í búningi Juventus. Sara er enda vön að stimpla sig strax inn á nýjum stöðum. Það hefur hún áður gert í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakklandi. „Ég alla vega reyni að koma mér sem fyrst inn og vera bara ég sjálf frá byrjun. Vonandi fær maður bara stórt hlutverk,“ segir Sara sem þarf að vera fljót að læra nýtt tungumál til að vera meðvituð um allt sem gengur á í æfingum og leikjum. Flestar af stöllum hennar í liðinu eru ítalskar: „Ég er byrjuð að babla eitthvað á ítölsku en þær hlæja bara. En maður verður alla vega að reyna,“ segir Sara létt en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk um Juventus og landsleikina „Yrði mjög stórt að komast á HM“ Eins og fyrr segir gæti Ísland mögulega fagnað sæti á HM í fyrsta sinn í næstu viku. Ef liðið vinnur Hvíta-Rússland á föstudag, vonandi með góðum stuðningi íslensku þjóðarinnar á Laugardalsvelli, dugar liðinu að ná jafntefli gegn ógnarsterku liði Hollands í Utrecht á þriðjudag til að fara beint á HM. „Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir. Núna einblínum við bara á fyrri leikinn því hann er svo mikilvægur fyrir framhaldið. Við megum ekki fara fram úr okkur og fara að hugsa um að við séum komnar á mótið. Allur fókusinn er á leikinn við Hvít-Rússa. Við verðum að vinna hann og koma okkur í þægilega og betri stöðu,“ segir Sara. En hversu stórt yrði það fyrir hana að komast með Íslandi á HM? „Það yrði mjög stórt að komast á HM. Eitthvað sem við höfum aldrei gert áður, þó að við höfum verið nálægt því. Vonandi verður af þessu.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Ítalski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira