Fyrstu merki um árangur í baráttunni gegn verðbólgunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. ágúst 2022 12:15 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir nýjar tölur vera til marks um að árangur sé að nást í baráttunni gegn verðbólgunni. Hann hvetur alla til að gera sitt til að halda henni í niðri. Vísir/Vilhelm Ársverðbólga hefur nú lækkað í fyrsta sinn frá því í fyrrasumar. Seðlabankastjóri fagnar þessu og segir þetta fyrstu merki um að þjóðin sé að ná tökum á verðbólgunni. Hagstofa Íslands birti í dag nýjar tölur um vísitölu neysluverðs. Þar má sjá að í fyrsta sinn í rúmt ár hefur dregið úr ársverðbólgu eða um 0,2%. Verðbólgan fer úr 9,9% í 9,7% Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fagnar þessu. „Ég held að þetta séu nú kannski svona fyrstu merki um það að við séum að ná tökum á þessum vanda. Við erum að sjá verðbólgu hjaðna á milli mánaða. Við erum að sjá að þessi mikla hækkun á fasteignaverði hún er að ganga niður og það er í samræmi við aðrar vísbendingar sem við höfum fengið á fasteignamarkaði að það sé að hægjast á markaðnum og að það sé að komast á jafnvægi. Það sem er mikilvægast er það að verðbólga án húsnæðis stendur í stað hér á milli mánaða eða sem sagt það er eiginlega engin mánaðarhækkun og hún er að lækka. Þannig að þetta eru svona fyrstu merki um árangur þó að þetta sé bara ein mánaðarmæling.“ Ásgeir segir mikilvægt að allir hjálpist nú að við að ná verðbólgunni niður. „Líka þá bara ákall til annarra á þessu landi sem að bera ábyrgð hér í þessu samfélagi á því að halda stöðugleika að leggjast á árarnar með okkur. Ég er að tala um alla haghafa. Atvinnurekendur, þá sem setja verðið, vinnumarkaðsfélögin, ríkisstjórnina og svo framvegis. Það skiptir mjög miklu máli fyrir hag þjóðarinnar að við náum tökum á þessari verðbólgu og við þurfum ekki að beita þessu bitra meðali, sem vaxtahækkanir eru, meira heldur en við nauðsynlega þurfum.“ Ásgeir er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann sótti fund seðlabankastjóra flestra landa heimsins. Þar var aukin verðbólga um allan heim rædd og hvernig eigi að stöðva hana. „Við erum nokkurn veginn sammála hvað við þurfum að gera. Seðlabankaheimurinn er sammála. Það getur enginn haldið því fram að það sem við erum að gera á Íslandi sé einhver sérviska eða einhver svona afdalaháttur. Seðlabanki Íslands náttúrulega var fyrstur af vestrænum seðlabönkum til þess að hækka vexti og bregðast við. Við erum að ná árangri í þeirri baráttu sem við höfum verið að standa í svo það er jákvætt í rauninni hvað við höfum verið snemma í því að bregðast við þeim vanda sem að er til staðar. Margir aðrir seðlabankar hafa verið seinni til að bregðast við en það er alveg skýrt að þeir ætla að gera það. Þannig að eftir því sem var rætt á þessum fundi þá er mjög líkleglegt að við sjáum vaxtahækkanir framundan hjá bönkunum úti.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 „Veltur mjög mikið á því hvernig verður samið“ Þróun verðbólgunnar til lengri tíma litið veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu. 24. ágúst 2022 18:31 Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Hagstofa Íslands birti í dag nýjar tölur um vísitölu neysluverðs. Þar má sjá að í fyrsta sinn í rúmt ár hefur dregið úr ársverðbólgu eða um 0,2%. Verðbólgan fer úr 9,9% í 9,7% Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fagnar þessu. „Ég held að þetta séu nú kannski svona fyrstu merki um það að við séum að ná tökum á þessum vanda. Við erum að sjá verðbólgu hjaðna á milli mánaða. Við erum að sjá að þessi mikla hækkun á fasteignaverði hún er að ganga niður og það er í samræmi við aðrar vísbendingar sem við höfum fengið á fasteignamarkaði að það sé að hægjast á markaðnum og að það sé að komast á jafnvægi. Það sem er mikilvægast er það að verðbólga án húsnæðis stendur í stað hér á milli mánaða eða sem sagt það er eiginlega engin mánaðarhækkun og hún er að lækka. Þannig að þetta eru svona fyrstu merki um árangur þó að þetta sé bara ein mánaðarmæling.“ Ásgeir segir mikilvægt að allir hjálpist nú að við að ná verðbólgunni niður. „Líka þá bara ákall til annarra á þessu landi sem að bera ábyrgð hér í þessu samfélagi á því að halda stöðugleika að leggjast á árarnar með okkur. Ég er að tala um alla haghafa. Atvinnurekendur, þá sem setja verðið, vinnumarkaðsfélögin, ríkisstjórnina og svo framvegis. Það skiptir mjög miklu máli fyrir hag þjóðarinnar að við náum tökum á þessari verðbólgu og við þurfum ekki að beita þessu bitra meðali, sem vaxtahækkanir eru, meira heldur en við nauðsynlega þurfum.“ Ásgeir er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann sótti fund seðlabankastjóra flestra landa heimsins. Þar var aukin verðbólga um allan heim rædd og hvernig eigi að stöðva hana. „Við erum nokkurn veginn sammála hvað við þurfum að gera. Seðlabankaheimurinn er sammála. Það getur enginn haldið því fram að það sem við erum að gera á Íslandi sé einhver sérviska eða einhver svona afdalaháttur. Seðlabanki Íslands náttúrulega var fyrstur af vestrænum seðlabönkum til þess að hækka vexti og bregðast við. Við erum að ná árangri í þeirri baráttu sem við höfum verið að standa í svo það er jákvætt í rauninni hvað við höfum verið snemma í því að bregðast við þeim vanda sem að er til staðar. Margir aðrir seðlabankar hafa verið seinni til að bregðast við en það er alveg skýrt að þeir ætla að gera það. Þannig að eftir því sem var rætt á þessum fundi þá er mjög líkleglegt að við sjáum vaxtahækkanir framundan hjá bönkunum úti.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 „Veltur mjög mikið á því hvernig verður samið“ Þróun verðbólgunnar til lengri tíma litið veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu. 24. ágúst 2022 18:31 Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41
Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13
„Veltur mjög mikið á því hvernig verður samið“ Þróun verðbólgunnar til lengri tíma litið veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu. 24. ágúst 2022 18:31
Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03