„Ég sé ekki eftir neinu“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 10:30 Alexandra Jóhannsdóttir fékk draum uppfylltan þegar hún spilaði á EM í Englandi í sumar en nú vill hún að HM-draumurinn rætist. VÍSIR/VILHELM Alexandra Jóhannsdóttir er klár í krefjandi og afar mikilvæga leiki í lokaumferðum undankeppni HM í fótbolta. Hún er glöð eftir að hafa gengið í raðir Fiorentina á Ítalíu en segist hafa lært afar mikið af dvöl sinni í Þýskalandi. Alexandra, sem er 22 ára, var á dögunum kynnt sem nýjasti leikmaður Fiorentina en hún kemur til félagsins eftir að hafa hafið atvinnumannsferilinn hjá Frankfurt í Þýskalandi. „Ég er mjög glöð og spennt fyrir nýju tímabili, og spennt fyrir ítölsku deildinni. Ég er ekki búin að vera þarna nema tvær vikur, eina með liðinu, en fyrstu kynnin eru alla vega mjög góð,“ sagði Alexandra í Garðabæ í gær, fyrir æfingu íslenska landsliðsins sem nú undirbýr sig fyrir leiki við Hvíta-Rússland og Holland. Alexandra viðurkennir að það sé strembið að ná tökum á ítölskunni, sem er auðvitað aðaltungumálið á æfingum Fiorentina: „Að skilja eitthvað á æfingu gengur ekki neitt,“ sagði hún hlæjandi, en þó ánægð með lífið hjá nýju liði og í borginni Flórens. „Borgin er ótrúlega falleg og það er alveg plús.“ Alexandra var tvö tímabil hjá Frankfurt en spilaði lítið fyrir liðið og var aðeins einu sinni í byrjunarliði í þýsku deildinni á síðustu leiktíð. Hún segir dvölina engu að síður hafa gert sér gott: „Ég sé ekki eftir neinu þegar ég horfi til baka. Maður getur ekkert gert það. Auðvitað er leiðinlegt að ná ekki markmiðum sínum en ég lærði helling og þroskaðist ótrúlega mikið á þessum tíma.“ Klippa: Alexandra um lífið í Flórens og landsleikina „Erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM“ Þessa þekkingu vonast Alexandra eflaust til að geta nýtt í leikjunum við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag, og gegn Hollandi í Utrecht næsta þriðjudag. Ef Ísland vinnur lið Hvít-Rússa og nær að minnsta kosti jafntefli gegn Hollandi kemst liðið á HM í fyrsta sinn. „Þetta verða ótrúlega krefjandi leikir og ótrúlega mikilvægir. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna þennan leik á föstudaginn og allur fókus hjá okkur er núna á hann. Við erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM. Við erum öruggar um umspilssæti en núna snýst þetta um að vinna leikinn á föstudaginn og fókusinn er þar,“ sagði Alexandra og bætti við: „Það var stór draumur að komast á EM og hann rættist í sumar. Ég held að það sé draumur allra að fara á stórmót með landsliðinu sínu og hvað þá að komast á HM í fyrsta skipti. Það væri algjör draumur,“ segir Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Alexandra, sem er 22 ára, var á dögunum kynnt sem nýjasti leikmaður Fiorentina en hún kemur til félagsins eftir að hafa hafið atvinnumannsferilinn hjá Frankfurt í Þýskalandi. „Ég er mjög glöð og spennt fyrir nýju tímabili, og spennt fyrir ítölsku deildinni. Ég er ekki búin að vera þarna nema tvær vikur, eina með liðinu, en fyrstu kynnin eru alla vega mjög góð,“ sagði Alexandra í Garðabæ í gær, fyrir æfingu íslenska landsliðsins sem nú undirbýr sig fyrir leiki við Hvíta-Rússland og Holland. Alexandra viðurkennir að það sé strembið að ná tökum á ítölskunni, sem er auðvitað aðaltungumálið á æfingum Fiorentina: „Að skilja eitthvað á æfingu gengur ekki neitt,“ sagði hún hlæjandi, en þó ánægð með lífið hjá nýju liði og í borginni Flórens. „Borgin er ótrúlega falleg og það er alveg plús.“ Alexandra var tvö tímabil hjá Frankfurt en spilaði lítið fyrir liðið og var aðeins einu sinni í byrjunarliði í þýsku deildinni á síðustu leiktíð. Hún segir dvölina engu að síður hafa gert sér gott: „Ég sé ekki eftir neinu þegar ég horfi til baka. Maður getur ekkert gert það. Auðvitað er leiðinlegt að ná ekki markmiðum sínum en ég lærði helling og þroskaðist ótrúlega mikið á þessum tíma.“ Klippa: Alexandra um lífið í Flórens og landsleikina „Erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM“ Þessa þekkingu vonast Alexandra eflaust til að geta nýtt í leikjunum við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag, og gegn Hollandi í Utrecht næsta þriðjudag. Ef Ísland vinnur lið Hvít-Rússa og nær að minnsta kosti jafntefli gegn Hollandi kemst liðið á HM í fyrsta sinn. „Þetta verða ótrúlega krefjandi leikir og ótrúlega mikilvægir. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna þennan leik á föstudaginn og allur fókus hjá okkur er núna á hann. Við erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM. Við erum öruggar um umspilssæti en núna snýst þetta um að vinna leikinn á föstudaginn og fókusinn er þar,“ sagði Alexandra og bætti við: „Það var stór draumur að komast á EM og hann rættist í sumar. Ég held að það sé draumur allra að fara á stórmót með landsliðinu sínu og hvað þá að komast á HM í fyrsta skipti. Það væri algjör draumur,“ segir Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki