„Erfitt að útskýra það en ég finn muninn“ Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2022 15:01 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar fyrsta marki Íslands á EM í sumar, gegn Belgíu. VÍSIR/VILHELM Berglind Björg Þorvaldsdóttir er orðin leikmaður eins besta félagsliðs heims, PSG í Frakklandi, eftir að félagið keypti hana frá Brann í Noregi. Hún er einnig aðalframherji íslenska landsliðsins sem reynir að tryggja sér HM-sæti í komandi leikjum við Hvíta-Rússland og Holland, á föstudag og næsta þriðjudag. Berglind er þrítug og hefur komið víða við á sínum atvinnumannsferli en hún segir fagmennskuna hvergi hafa verið meiri en hjá PSG. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið á dögunum, gegn Lyon í meistarakeppninni í Frakklandi, og sér fram á spennandi tíma í búningi Parísarliðsins. „Það er geggjað að þetta skyldi ganga upp og ég er gríðarlega sátt með þetta „move“ hjá mér,“ segir Berglind. Tímabilið hennar hjá Brann var ekkert sérstakt, meðal annars vegna meiðsla, en kom það þá á óvart að PSG skyldi hafa samband? „Ég er gríðarlega spennt“ „Nei og já. Þau höfðu bara samband fljótlega eftir EM, og svo rúllaði boltinn mjög hratt og þetta gekk upp,“ sagði Berglind sem skoraði fyrsta mark Íslands á EM í Englandi í sumar. Hjálpaði frammistaðan á EM til við að auka áhuga PSG? „Já, mögulega. Þau höfðu fyrst samband í fyrra og þá gekk þetta ekki upp. Svo höfðu þau samband eftir EM og núna gekk þetta upp. Ég er ótrúlega ánægð með að hafa skrifað undir hjá þessu liði og líst mjög vel á allt sem er í gangi hjá þeim. Ég er gríðarlega spennt,“ segir Berglind sem tekur undir að áþreifanlegur munur sé á umgjörðinni hjá PSG samanborið við önnur félög sem hún hefur verið hjá: „Já, á öllum sviðum. Það er ótrúlega gaman að hafa fengið það tækifæri að spila á svona háu stigi og vera hjá svona stórum klúbbi. Þarna er tekið „næsta skref“ í öllu sem kemur að því að vera „professional“, í undirbúningi og bara öllu. Það er erfitt að útskýra það en ég finn muninn. Ég mun klárlega bæta minn leik þarna.“ Klippa: Berglind um PSG og stórleiki landsliðsins Berglind verður eflaust á sínum stað í fremstu víglínu íslenska liðsins á föstudagskvöld þegar það mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Með sigri þar dugar Íslandi að ná jafntefli gegn Hollandi á þriðjudaginn til að tryggja sér sigur í sínum riðli og öruggt sæti á HM. „Ég er gríðarlega spennt. Fókusinn er núna á Hvíta-Rússland á föstudaginn og við förum í þessa leiki til að vinna. Það væri geggjað og það er klárlega markmiðið okkar að komast beint á HM. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður,“ segir Berglind. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Berglind er þrítug og hefur komið víða við á sínum atvinnumannsferli en hún segir fagmennskuna hvergi hafa verið meiri en hjá PSG. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið á dögunum, gegn Lyon í meistarakeppninni í Frakklandi, og sér fram á spennandi tíma í búningi Parísarliðsins. „Það er geggjað að þetta skyldi ganga upp og ég er gríðarlega sátt með þetta „move“ hjá mér,“ segir Berglind. Tímabilið hennar hjá Brann var ekkert sérstakt, meðal annars vegna meiðsla, en kom það þá á óvart að PSG skyldi hafa samband? „Ég er gríðarlega spennt“ „Nei og já. Þau höfðu bara samband fljótlega eftir EM, og svo rúllaði boltinn mjög hratt og þetta gekk upp,“ sagði Berglind sem skoraði fyrsta mark Íslands á EM í Englandi í sumar. Hjálpaði frammistaðan á EM til við að auka áhuga PSG? „Já, mögulega. Þau höfðu fyrst samband í fyrra og þá gekk þetta ekki upp. Svo höfðu þau samband eftir EM og núna gekk þetta upp. Ég er ótrúlega ánægð með að hafa skrifað undir hjá þessu liði og líst mjög vel á allt sem er í gangi hjá þeim. Ég er gríðarlega spennt,“ segir Berglind sem tekur undir að áþreifanlegur munur sé á umgjörðinni hjá PSG samanborið við önnur félög sem hún hefur verið hjá: „Já, á öllum sviðum. Það er ótrúlega gaman að hafa fengið það tækifæri að spila á svona háu stigi og vera hjá svona stórum klúbbi. Þarna er tekið „næsta skref“ í öllu sem kemur að því að vera „professional“, í undirbúningi og bara öllu. Það er erfitt að útskýra það en ég finn muninn. Ég mun klárlega bæta minn leik þarna.“ Klippa: Berglind um PSG og stórleiki landsliðsins Berglind verður eflaust á sínum stað í fremstu víglínu íslenska liðsins á föstudagskvöld þegar það mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Með sigri þar dugar Íslandi að ná jafntefli gegn Hollandi á þriðjudaginn til að tryggja sér sigur í sínum riðli og öruggt sæti á HM. „Ég er gríðarlega spennt. Fókusinn er núna á Hvíta-Rússland á föstudaginn og við förum í þessa leiki til að vinna. Það væri geggjað og það er klárlega markmiðið okkar að komast beint á HM. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður,“ segir Berglind. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira