Jólamynd
Myndin sem um ræðir er jólamynd og mun bera heitið Dolly Parton’s Mountain Magic Christmas. Myndin verður nútíma kvikmyndasöngleikur frá NBC sem fjallar um Dolly sjálfa sem er að búa til efni fyrir sjónvarp. Talið er að myndin muni innihalda þau jólalög sem Dolly hefur nú þegar gefið út.
Í myndinni er hún að reyna að koma jólaandanum sem hún finnur í Dollywood inn í sjónvarpsþáttinn sem hún er að framleiða þegar þrír vitringar frá fjöllunum koma og fara með hana í gegnum fortíðina hennar.
Þegar það kemur loks að því að sýna þáttinn í myndinni er Dolly endurnærð og full af innblæstri, eftir ferðalagið í gegnum fortíðina, til þess að sýna heiminum hvar alvöru töfrar jólanna liggja.