„Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 13:01 Íslenskir stuðningsmenn vöktu verðskuldaða athygli á EM í Englandi í sumar. vísir/vilhelm Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. Íslendingar fylgdust spenntir með kvennalandsliðinu á EM í sumar og til að mynda sáu 63% landsmanna síðasta leik liðsins á mótinu, auk þess sem þúsundir ferðuðust til Englands að styðja liðið. Samt sem áður hefur miðasala á leikinn mikilvæga við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag farið hægt af stað. Mikið er undir í leiknum því ef Ísland nær í fjögur stig úr þeim leik og gegn Hollandi ytra á þriðjudag tryggir liðið sér sæti á HM í fyrsta sinn. Samkvæmt svari frá KSÍ voru nú í hádeginu um 2.500 miðar farnir út úr kerfinu og því enn rúmlega 7.000 sæti ónýtt en miðasala er í fullum gangi á tix.is. Helena Ólafsdóttir velti því fyrir sér í Bestu mörkunum í gær hvort ekki hefði verið hægt að nýta meðbyrinn frá EM betur með því að hefja miðasöluna strax eftir mótið: „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni á þennan leik, því það var stemning fyrir liðinu?“ spurði Helena og Adda Baldursdóttir tók undir: „Nýta mómentið, ég er alveg sammála því. Mér hefur fundist lítið fara fyrir þessari miðasölu núna. Ég veit ekki hvort það er bara það að maður sjái það ekki. En ég er alveg sammála því að það megi nýta mómentin betur til að selja á þessa leiki. Þetta eru ofboðslega mikilvægir leikir fyrir okkur,“ sagði Adda. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um miðasölu Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Íslendingar fylgdust spenntir með kvennalandsliðinu á EM í sumar og til að mynda sáu 63% landsmanna síðasta leik liðsins á mótinu, auk þess sem þúsundir ferðuðust til Englands að styðja liðið. Samt sem áður hefur miðasala á leikinn mikilvæga við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag farið hægt af stað. Mikið er undir í leiknum því ef Ísland nær í fjögur stig úr þeim leik og gegn Hollandi ytra á þriðjudag tryggir liðið sér sæti á HM í fyrsta sinn. Samkvæmt svari frá KSÍ voru nú í hádeginu um 2.500 miðar farnir út úr kerfinu og því enn rúmlega 7.000 sæti ónýtt en miðasala er í fullum gangi á tix.is. Helena Ólafsdóttir velti því fyrir sér í Bestu mörkunum í gær hvort ekki hefði verið hægt að nýta meðbyrinn frá EM betur með því að hefja miðasöluna strax eftir mótið: „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni á þennan leik, því það var stemning fyrir liðinu?“ spurði Helena og Adda Baldursdóttir tók undir: „Nýta mómentið, ég er alveg sammála því. Mér hefur fundist lítið fara fyrir þessari miðasölu núna. Ég veit ekki hvort það er bara það að maður sjái það ekki. En ég er alveg sammála því að það megi nýta mómentin betur til að selja á þessa leiki. Þetta eru ofboðslega mikilvægir leikir fyrir okkur,“ sagði Adda. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um miðasölu Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki