Í fyrsta sinn í tuttugu ár sem Ronaldo spilar ekki í Meistaradeildinni Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 14:30 Cristiano Ronaldo virðist þurfa að gera sér að góðu að vera varamaður hjá liði sem spilar ekki í Meistaradeildinni. Getty/Kieran Cleeves Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fullyrti á blaðamannafundi í dag að með komu Antony og Martin Dubravka yrðu ekki frekari breytingar á leikmannahópi liðsins fyrir lok félagaskiptagluggans. Ten Hag sagði þar með alveg ljóst að Cristiano Ronaldo yrði áfram hjá félaginu en það þýðir að þessi 37 ára gamli Portúgali verður ekki með í Meistaradeild Evrópu í haust, í fyrsta sinn í tvo áratugi. Þess í stað spilar hann í Evrópudeildinni, með United. „Það er á hreinu, auðvitað [að Ronaldo er enn í mínum áætlunum]. Við þurfum gæðaleikmenn og við þurfum fleiri til að ráða við þennan fjölda leikja og þétta dagskrá til að halda stöðugleika. Það ætlum við okkur að gera,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag en hann hefur nýtt Ronaldo sem varamann í síðustu leikjum. Koma brasilíska kantmannsins Antony frá Ajax táknar því ekki brotthvarf Ronaldos. Ten Hag gat ekki svarað því hvenær Antony gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United en Sky Sports segir að líklega verði það ekki gegn Leicester á morgun heldur gegn Arsenal á sunnudaginn. United er einnig að ganga frá því að fá markvörðinn Martin Dubravka frá Newcastle til að veita David de Gea samkeppni en þar með er leikmannahópur liðsins klár að mati Ten Hag: „Ég held það. Þetta eru lokin á þessum félagaskiptaglugga. En ef að frábær tækifæri bjóðast þá þarf toppklúbbur alltaf að vera á tánum,“ sagði Ten Hag. Hann lét ekki draga sig út í umræðu um hægri bakvörð Barcelona, Sergino Dest, sem orðaður hefur verið við United en sagði að annar hægri bakvörður, Aaron Wan-Bissaka, yrði áfram hjá félaginu. „Auðvitað, Aaron er enn hérna og við munum halda honum. Þessi hópur mun haldast frá september og að minnsta kosti fram í janúar. Þetta er hópurinn sem mun spila á þessari leiktíð,“ sagði Ten Hag. United verður án Anthony Martial á morgun vegna meiðsla en miðvörðurinn Victor Lindelöf er byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Ten Hag sagði þar með alveg ljóst að Cristiano Ronaldo yrði áfram hjá félaginu en það þýðir að þessi 37 ára gamli Portúgali verður ekki með í Meistaradeild Evrópu í haust, í fyrsta sinn í tvo áratugi. Þess í stað spilar hann í Evrópudeildinni, með United. „Það er á hreinu, auðvitað [að Ronaldo er enn í mínum áætlunum]. Við þurfum gæðaleikmenn og við þurfum fleiri til að ráða við þennan fjölda leikja og þétta dagskrá til að halda stöðugleika. Það ætlum við okkur að gera,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag en hann hefur nýtt Ronaldo sem varamann í síðustu leikjum. Koma brasilíska kantmannsins Antony frá Ajax táknar því ekki brotthvarf Ronaldos. Ten Hag gat ekki svarað því hvenær Antony gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United en Sky Sports segir að líklega verði það ekki gegn Leicester á morgun heldur gegn Arsenal á sunnudaginn. United er einnig að ganga frá því að fá markvörðinn Martin Dubravka frá Newcastle til að veita David de Gea samkeppni en þar með er leikmannahópur liðsins klár að mati Ten Hag: „Ég held það. Þetta eru lokin á þessum félagaskiptaglugga. En ef að frábær tækifæri bjóðast þá þarf toppklúbbur alltaf að vera á tánum,“ sagði Ten Hag. Hann lét ekki draga sig út í umræðu um hægri bakvörð Barcelona, Sergino Dest, sem orðaður hefur verið við United en sagði að annar hægri bakvörður, Aaron Wan-Bissaka, yrði áfram hjá félaginu. „Auðvitað, Aaron er enn hérna og við munum halda honum. Þessi hópur mun haldast frá september og að minnsta kosti fram í janúar. Þetta er hópurinn sem mun spila á þessari leiktíð,“ sagði Ten Hag. United verður án Anthony Martial á morgun vegna meiðsla en miðvörðurinn Victor Lindelöf er byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira