„Þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 15:05 Glódís Perla Viggósdóttir segir stuðninginn sem Ísland fékk á EM hafa hjálpað liðinu og vonast eftir því sama á föstudaginn. VÍSIR/VILHELM Glódís Perla Viggósdóttir segir það gott að hafa ekki þurft að bíða lengi frá EM eftir því að hitta aftur vinkonur sínar í íslenska landsliðinu í fótbolta. Framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM og Glódís vonast eftir góðum stuðningi líkt og á EM. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld á Laugardalsvelli en með sigri þar dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi í Utrecht á þriðjudaginn til að komast á HM í fyrsta sinn. „Ég vona að það komi margir. Þetta er mikilvægur leikur og við þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur. Við sáum á EM hvað þetta þýddi mikið fyrir okkur og gaf okkur mikinn aukastyrk. Ég vona innilega að fólk vilji koma og vera í þessu með okkur,“ sagði Glódís fyrir æfingu landsliðsins í dag. Glódís gætir þess að hugsa ekki strax til „úrslitaleiksins“ við Hollendinga: „Þessi leikur á föstudaginn skiptir öllu máli eins og staðan er núna. Það þýðir ekkert fyrir okkur að hugsa of langt fram í tímann. Við þurfum að eiga toppleik á föstudaginn því þetta er lið á uppleið, sem vann Tékkland í síðasta leik sínum. Þær koma hingað með fullt af sjálfstrausti og þetta verður hörkuleikur. Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta af hálfum huga,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís Perla vill fólk á völlinn Glódís er leikmaður Bayern München og hefur verið á undirbúningstímabili með liðinu á Ítalíu og í Frakklandi: „Við erum búnar að vera að spila mikið af leikjum á móti góðum andstæðingum, það er bara ótrúlega gaman að fá að spila stóra leiki á undirbúningstímabilinu, þannig að já, ég er í mjög góðu standi,“ segir Glódís sem segist hafa verið farin að sakna liðsfélaga sinna úr landsliðinu eftir EM: „Við vorum ekki alveg nógu sáttar með að fara ekki upp úr riðlinum, og ná því ekki okkar markmiðum á EM. Samt sem áður erum við ótrúlega ánægðar með margt sem við gerðum á EM. Við vorum taplausar þar. Ég held að við séum búnar að sakna hver annarrar svolítið mikið. Við vorum lengi saman í sumar og það er gott að hafa bara fengið stutt frí og vera mættar aftur, klárar í næsta slag.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld á Laugardalsvelli en með sigri þar dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi í Utrecht á þriðjudaginn til að komast á HM í fyrsta sinn. „Ég vona að það komi margir. Þetta er mikilvægur leikur og við þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur. Við sáum á EM hvað þetta þýddi mikið fyrir okkur og gaf okkur mikinn aukastyrk. Ég vona innilega að fólk vilji koma og vera í þessu með okkur,“ sagði Glódís fyrir æfingu landsliðsins í dag. Glódís gætir þess að hugsa ekki strax til „úrslitaleiksins“ við Hollendinga: „Þessi leikur á föstudaginn skiptir öllu máli eins og staðan er núna. Það þýðir ekkert fyrir okkur að hugsa of langt fram í tímann. Við þurfum að eiga toppleik á föstudaginn því þetta er lið á uppleið, sem vann Tékkland í síðasta leik sínum. Þær koma hingað með fullt af sjálfstrausti og þetta verður hörkuleikur. Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta af hálfum huga,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís Perla vill fólk á völlinn Glódís er leikmaður Bayern München og hefur verið á undirbúningstímabili með liðinu á Ítalíu og í Frakklandi: „Við erum búnar að vera að spila mikið af leikjum á móti góðum andstæðingum, það er bara ótrúlega gaman að fá að spila stóra leiki á undirbúningstímabilinu, þannig að já, ég er í mjög góðu standi,“ segir Glódís sem segist hafa verið farin að sakna liðsfélaga sinna úr landsliðinu eftir EM: „Við vorum ekki alveg nógu sáttar með að fara ekki upp úr riðlinum, og ná því ekki okkar markmiðum á EM. Samt sem áður erum við ótrúlega ánægðar með margt sem við gerðum á EM. Við vorum taplausar þar. Ég held að við séum búnar að sakna hver annarrar svolítið mikið. Við vorum lengi saman í sumar og það er gott að hafa bara fengið stutt frí og vera mættar aftur, klárar í næsta slag.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira