Svakalegur sigur Serenu: „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 12:31 Williams vann geggjaðan sigur í nótt. Frey/TPN/Getty Images Serena Williams er komin áfram í þriðju umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis, sem gæti verið hennar síðasta í einliðaleik á ferlinum. Hún lagði Anett Kontaveit, sem var talin líkleg til afreka, óvænt í nótt. Williams var fyrir mótið í 605. sæti heimslistans enda verið minna á tennisvellinum síðasta árið en þau á undan. Hún verður 41 árs í næsta mánuði og gaf út nýlega að hún hygðist leggja spaðann á hilluna eftir mótið á hennar heimavelli. Williams komst áfram úr fyrstu umferðinni í fyrradag en hennar beið afar strembið verkefni í annarri umferðinni í nótt þar sem hún dróst gegn hinni eistnesku Anett Kontaveit sem var önnur á heimslistanum fyrir mótið. Hver leikur á mótinu getur verið sá síðasti hjá Williams á ferlinum en hún virðist ekki ætla sér að gefast upp svo glatt, líkt og sást á leiknum í nótt. Williams vann fyrsta settið eftir upphækkun en Kontaveit svaraði fyrir sig í öðru setti sem hún vann 6-2, þar sem bar á þreytumerkjum í leik Williams. Hin 41 árs gamla Williams sem hefur vart spilað leik í ellefu mánuði, frá því á Wimbledon-mótinu í fyrra, fór þá í næsta gír og lagði hina 26 ára gömlu Kontaveit 6-2 í lokasettinu við mikinn fögnuð úr stúkunni. Ég er bara Serena „Við erum ekkert að flýta okkur hér,“ sagði Williams eftir leik. „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum,“ „Ég er nokkuð góður leikmaður og þetta er það sem ég geri best. Ég elska áskoranir og að mæta þeim áskorunum,“ sagði Williams sem hefur unnið mótið sex sinnum, fyrst árið 1999. Aðspurð hvort hún hafi komið sjálfri sér á óvart með stiginu sem hún spilað á sagði hún: „Nei, ég er bara Serena,“ Williams mætir Ölju Tomljanovic frá Ástralíu í næstu umferð á föstudaginn. Tennis Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Williams var fyrir mótið í 605. sæti heimslistans enda verið minna á tennisvellinum síðasta árið en þau á undan. Hún verður 41 árs í næsta mánuði og gaf út nýlega að hún hygðist leggja spaðann á hilluna eftir mótið á hennar heimavelli. Williams komst áfram úr fyrstu umferðinni í fyrradag en hennar beið afar strembið verkefni í annarri umferðinni í nótt þar sem hún dróst gegn hinni eistnesku Anett Kontaveit sem var önnur á heimslistanum fyrir mótið. Hver leikur á mótinu getur verið sá síðasti hjá Williams á ferlinum en hún virðist ekki ætla sér að gefast upp svo glatt, líkt og sást á leiknum í nótt. Williams vann fyrsta settið eftir upphækkun en Kontaveit svaraði fyrir sig í öðru setti sem hún vann 6-2, þar sem bar á þreytumerkjum í leik Williams. Hin 41 árs gamla Williams sem hefur vart spilað leik í ellefu mánuði, frá því á Wimbledon-mótinu í fyrra, fór þá í næsta gír og lagði hina 26 ára gömlu Kontaveit 6-2 í lokasettinu við mikinn fögnuð úr stúkunni. Ég er bara Serena „Við erum ekkert að flýta okkur hér,“ sagði Williams eftir leik. „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum,“ „Ég er nokkuð góður leikmaður og þetta er það sem ég geri best. Ég elska áskoranir og að mæta þeim áskorunum,“ sagði Williams sem hefur unnið mótið sex sinnum, fyrst árið 1999. Aðspurð hvort hún hafi komið sjálfri sér á óvart með stiginu sem hún spilað á sagði hún: „Nei, ég er bara Serena,“ Williams mætir Ölju Tomljanovic frá Ástralíu í næstu umferð á föstudaginn.
Tennis Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira