„Af hverju er ekki búið að gera eitthvað?“ Snorri Másson skrifar 1. september 2022 19:18 Móðir stúlku sem varð fyrir bíl á rafmagnshlaupahjóli kallar eftir hjálmum á Hopp-hlaupahjól og bættu umferðaröryggi á hættulegustu gatnamótum landsins. Stúlkan mjaðmabrotnaði en hún kveðst þakklát fyrir að ekki hafi farið verr. Klukkan 12.28 þriðjudaginn 23. ágúst varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og bifreiðar á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Eins og segir í tilkynningu lögreglu, var hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, fluttur á slysadeild í kjölfarið. Sú sem rætt er um í tilkynningunni er Erla Talía Einarsdóttir, sextán ára stúlka, nýbyrjuð í menntaskóla, sem var á leið heim í hádegishléi. Rætt er við hana í viðtalinu hér að ofan. „Ég var á hlaupahjóli að keyra, alveg að koma á Miklubrautina, og horfi yfir, sé að einhver er nýbúinn að fara yfir, sá grænt ljós en ég er nokkuð viss um að ég hafi séð það hinum megin. En ég pældi ekki mikið í því, ég bara fór af stað í botni. Og síðan þegar ég er á seinustu akreininni fyrir eyjuna heyrði ég flaut og fann svakalegt högg sem ég get ekki útskýrt. Það var einhvern veginn alls staðar. Ég lokaði augunum, opnaði augun, þá var ég upp í loftinu á hvolfi, svo lokaði ég þeim og opnaði þau aftur og þá lá ég á götunni. Það var rosalega mikill verkur hægra megin við mig,“ segir Erla í samtali við fréttastofu. Erla Talía var á leið heim í hádegshléi úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla þegar ekið var á hana á Miklubraut.Vísir/Egill Erla mjaðmabrotnaði við höggið og verður frá í nokkra mánuði, en að öðru leyti er hún talin hafa sloppið mjög vel. Vill umbætur við gatnamótin Eins og skýrslan sem vísað var til að ofan sýnir er þetta alls ekki eina rafmagnshlaupahjólaslysið sem varð í þessari viku. Samkvæmt samantekt fréttastofu hafa fleiri en fjörutíu alvarleg rafmagnshlaupahjólaslys komið á borð lögreglu í sumar og þar bætast við þau sem ekki rata á borð lögreglu. Slysin eru orðin verulegur hluti af umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Sandra Sigurgeirsdóttir, móðir Erlu, vildi helst að öllum væri skylt að bera hjálma á rafhlaupahjólum, en bendir jafnframt á að vitað sé að gatnamótin sem um ræðir séu stórhættuleg. Mæðgnanna bíða nokkrir mánuðir þar sem Erla þarf að ná sér heima við.Vísir/Egill „Ég skil ekki hvernig er hægt að velja 2015 hættulegustu gatnamót bla og svo bara hmm, gera ekki neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið, af hverju er ekki búið að gera eitthvað? Það er alls konar hægt að gera en það þarf bara að setja peninginn í það,“ segir Sandra Sigurgeirsdóttir. Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16 Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. 30. maí 2022 10:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Klukkan 12.28 þriðjudaginn 23. ágúst varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og bifreiðar á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Eins og segir í tilkynningu lögreglu, var hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, fluttur á slysadeild í kjölfarið. Sú sem rætt er um í tilkynningunni er Erla Talía Einarsdóttir, sextán ára stúlka, nýbyrjuð í menntaskóla, sem var á leið heim í hádegishléi. Rætt er við hana í viðtalinu hér að ofan. „Ég var á hlaupahjóli að keyra, alveg að koma á Miklubrautina, og horfi yfir, sé að einhver er nýbúinn að fara yfir, sá grænt ljós en ég er nokkuð viss um að ég hafi séð það hinum megin. En ég pældi ekki mikið í því, ég bara fór af stað í botni. Og síðan þegar ég er á seinustu akreininni fyrir eyjuna heyrði ég flaut og fann svakalegt högg sem ég get ekki útskýrt. Það var einhvern veginn alls staðar. Ég lokaði augunum, opnaði augun, þá var ég upp í loftinu á hvolfi, svo lokaði ég þeim og opnaði þau aftur og þá lá ég á götunni. Það var rosalega mikill verkur hægra megin við mig,“ segir Erla í samtali við fréttastofu. Erla Talía var á leið heim í hádegshléi úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla þegar ekið var á hana á Miklubraut.Vísir/Egill Erla mjaðmabrotnaði við höggið og verður frá í nokkra mánuði, en að öðru leyti er hún talin hafa sloppið mjög vel. Vill umbætur við gatnamótin Eins og skýrslan sem vísað var til að ofan sýnir er þetta alls ekki eina rafmagnshlaupahjólaslysið sem varð í þessari viku. Samkvæmt samantekt fréttastofu hafa fleiri en fjörutíu alvarleg rafmagnshlaupahjólaslys komið á borð lögreglu í sumar og þar bætast við þau sem ekki rata á borð lögreglu. Slysin eru orðin verulegur hluti af umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Sandra Sigurgeirsdóttir, móðir Erlu, vildi helst að öllum væri skylt að bera hjálma á rafhlaupahjólum, en bendir jafnframt á að vitað sé að gatnamótin sem um ræðir séu stórhættuleg. Mæðgnanna bíða nokkrir mánuðir þar sem Erla þarf að ná sér heima við.Vísir/Egill „Ég skil ekki hvernig er hægt að velja 2015 hættulegustu gatnamót bla og svo bara hmm, gera ekki neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið, af hverju er ekki búið að gera eitthvað? Það er alls konar hægt að gera en það þarf bara að setja peninginn í það,“ segir Sandra Sigurgeirsdóttir.
Samgönguslys Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16 Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. 30. maí 2022 10:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Ekið á hjólreiðamann, yfir hjólið og svo af vettvangi Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 5. júní 2022 08:16
Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. 30. maí 2022 10:00