Kjarnorkuverið í Zapoizhzhia ítrekað orðið fyrir hnjaski Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 08:22 Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar munu vera áfram í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia til að gæta öryggis þess. AP/Alþjóðakjarnorkumálastofnunin Formaður eftirlitsnefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir byggingu kjarnorkuversins í Zapoizhzhia í Úkraínu hafa orðið fyrir hnjaski ítrekað. Hann hafi áhyggjur af öryggismálum í verinu, sem er undir yfirráðum rússneskra hersveita. Eftirlitsnefnd stofnunarinnar kom til Zapozhzhia í gær til að meta aðstæður. Rafael Grossi formaður nefndarinnar sagði í gærkvöldi, eftir að hafa verið í kjarnorkuverinu í nokkra klukkutíma, að aðstæður hafi verið erfiðar og þeir hafi heyrt í skothríð óþægilega nálægt verinu. Reuters greinir frá. Rússneskar hersveitir náðu kjarnorkuverinu á sitt veld stuttu eftir að þær réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Margir hafa haft miklar áhyggjur af stöðu kjarnorkuversins og því að sprengja lendi á því og leiði til stórkostlegs kjarnorkuslyss. Sprengjur falla daglega í nágrenni við verið, sem yfirvöld í Moskvu og Kænugarði kenna hvort öðru um. Úkraínsk yfirvöld saka Rússa um að nota kjarnorkuverið til þess að skýla hersveitum sínum, sem Moskva hefur tekið fyrir þrátt fyrir að vilja ekki kalla hersveitir sínar heim. Úkraínskir starfsmenn halda enn til í verinu til að sjá um eðlilegan gang starfseminnar en rússneskar hersveitir halda þeim í gíslingu. Eftirlitsnefndin sneri aftur á úkraínskt yfirráðasvæði að lokinni skoðun í gær. Grossi sagði að augljóst væri að byggingin hafi orðið fyrir hnjaski ítrekað, sem mætti alls ekki halda áfram. Sérfræðingar á hans vegum verða áfram í kjarnorkuverinu til að tryggja öryggi þess. Grossi sagðist hafa fengið að skoða allt verið, meðal annars stjórnstöðvaherbergi og farið hafi verið yfir viðbragðsáætlanir. Nefndin þurfi nú að leggjast yfir öll gögn til að ljúka starfi sínu. Hann segir að nefndin hafi heyrt sprengingar og skothríð á meðan hún dvaldi í kjarnorkuverinu en fresta þurfti för hennar frá því vegna sprengjuregns í nágrenninu. Nefndin hafi haft miklar áhyggjur en slökkva þurfi á einum kjarnaofninum í gær vegna sprenginga. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Eftirlitsnefnd stofnunarinnar kom til Zapozhzhia í gær til að meta aðstæður. Rafael Grossi formaður nefndarinnar sagði í gærkvöldi, eftir að hafa verið í kjarnorkuverinu í nokkra klukkutíma, að aðstæður hafi verið erfiðar og þeir hafi heyrt í skothríð óþægilega nálægt verinu. Reuters greinir frá. Rússneskar hersveitir náðu kjarnorkuverinu á sitt veld stuttu eftir að þær réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Margir hafa haft miklar áhyggjur af stöðu kjarnorkuversins og því að sprengja lendi á því og leiði til stórkostlegs kjarnorkuslyss. Sprengjur falla daglega í nágrenni við verið, sem yfirvöld í Moskvu og Kænugarði kenna hvort öðru um. Úkraínsk yfirvöld saka Rússa um að nota kjarnorkuverið til þess að skýla hersveitum sínum, sem Moskva hefur tekið fyrir þrátt fyrir að vilja ekki kalla hersveitir sínar heim. Úkraínskir starfsmenn halda enn til í verinu til að sjá um eðlilegan gang starfseminnar en rússneskar hersveitir halda þeim í gíslingu. Eftirlitsnefndin sneri aftur á úkraínskt yfirráðasvæði að lokinni skoðun í gær. Grossi sagði að augljóst væri að byggingin hafi orðið fyrir hnjaski ítrekað, sem mætti alls ekki halda áfram. Sérfræðingar á hans vegum verða áfram í kjarnorkuverinu til að tryggja öryggi þess. Grossi sagðist hafa fengið að skoða allt verið, meðal annars stjórnstöðvaherbergi og farið hafi verið yfir viðbragðsáætlanir. Nefndin þurfi nú að leggjast yfir öll gögn til að ljúka starfi sínu. Hann segir að nefndin hafi heyrt sprengingar og skothríð á meðan hún dvaldi í kjarnorkuverinu en fresta þurfti för hennar frá því vegna sprengjuregns í nágrenninu. Nefndin hafi haft miklar áhyggjur en slökkva þurfi á einum kjarnaofninum í gær vegna sprenginga.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34 Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34
Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. 1. september 2022 13:17
Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30. ágúst 2022 20:25