Enn í óvissu eftir smitið fyrir úrslitaleikinn við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 10:31 Vivianne Miedema á Laugardalsvelli, í 2-0 sigri Hollands í fyrrahaust. Getty/Laurens Lindhout Eftir leik Íslands við Hvíta-Rússland í kvöld tekur við úrslitaleikur við Holland á þriðjudag, um sæti á HM kvenna í fótbolta. Óvissa ríkir um aðalmarkaskorara Hollands og einn besta leikmann heims, Vivianne Miedema. Miedema smitaðist af kórónuveirunni á EM í Englandi í júlí og missti af tveimur leikjum. Hún fékk leyfi til að spila gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum en náði ekki að koma í veg fyrir tap og yfirgaf leikvanginn með tár á hvarmi. Í viðtali við hollenska miðilinn Telegraaf, eftir æfingu hollenska landsliðsins í vikunni, segist Miedema hafa verið lengi að jafna sig eftir EM og blaðið slær því upp í fyrirsögn að veiran spili þar sinn þátt: „Ég er ekki enn búinn að geta æft mikið með Arsenal,“ segir Miedema sem hefur smátt og smátt verið að reyna að auka æfingaálagið. „Ég þurfti tíma til að jafna mig eftir EM. Sem betur fer líður mér betur núna. Vonandi helst ég góð í þessari viku svo að hægt verði að nýta mig,“ segir Miedema. Fjör og fullkomnun hjá kærustunni en „skítt“ hjá Miedema Miedema, sem skorað hefur 94 mörk fyrir hollenska landsliðið og yfir hundrað mörk fyrir Arsenal, fór til Grikklands eftir EM ásamt Beth Mead, einni af hetjum enska landsliðsins sem varð Evrópumeistari og markadrottning. „Hjá Beth var allt fjör og fullkomnun en fyrir mig var þetta bara skítt. Maður horfir til baka á þetta en á einhverjum tímapunkti er því lokið. Maður verður að halda áfram. Ég vil ekki fara 100.000 sinnum yfir EM. Afar mikilvægur leikur bíður okkar á þriðjudag. Við ættum að einbeita okkur að honum,“ segir Miedema og vísar til landsleiksins við Ísland. Sigurliðið í þeim leik kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar en tapliðið fer í umspil. EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Miedema smitaðist af kórónuveirunni á EM í Englandi í júlí og missti af tveimur leikjum. Hún fékk leyfi til að spila gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum en náði ekki að koma í veg fyrir tap og yfirgaf leikvanginn með tár á hvarmi. Í viðtali við hollenska miðilinn Telegraaf, eftir æfingu hollenska landsliðsins í vikunni, segist Miedema hafa verið lengi að jafna sig eftir EM og blaðið slær því upp í fyrirsögn að veiran spili þar sinn þátt: „Ég er ekki enn búinn að geta æft mikið með Arsenal,“ segir Miedema sem hefur smátt og smátt verið að reyna að auka æfingaálagið. „Ég þurfti tíma til að jafna mig eftir EM. Sem betur fer líður mér betur núna. Vonandi helst ég góð í þessari viku svo að hægt verði að nýta mig,“ segir Miedema. Fjör og fullkomnun hjá kærustunni en „skítt“ hjá Miedema Miedema, sem skorað hefur 94 mörk fyrir hollenska landsliðið og yfir hundrað mörk fyrir Arsenal, fór til Grikklands eftir EM ásamt Beth Mead, einni af hetjum enska landsliðsins sem varð Evrópumeistari og markadrottning. „Hjá Beth var allt fjör og fullkomnun en fyrir mig var þetta bara skítt. Maður horfir til baka á þetta en á einhverjum tímapunkti er því lokið. Maður verður að halda áfram. Ég vil ekki fara 100.000 sinnum yfir EM. Afar mikilvægur leikur bíður okkar á þriðjudag. Við ættum að einbeita okkur að honum,“ segir Miedema og vísar til landsleiksins við Ísland. Sigurliðið í þeim leik kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar en tapliðið fer í umspil.
EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira