„Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 13:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af landsleikjunum vegna meiðsla en Hallbera Guðný Gísladóttir er hætt í fótbolta. VÍSIR/VILHELM Ljóst er að Þorsteinn Halldórsson getur ekki stólað á sama byrjunarlið og á EM þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag, í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Hallbera Guðný Gísladóttir, sem sá um stöðu vinstri bakvarðar í 14 ár og lék 131 A-landsleik, er hætt og þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru meiddar. Vísir spurði leikmenn íslenska liðsins út í þessi forföll í vikunni, fyrir leikina við Hvít-Rússa og Hollendinga sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM. „Auðvitað breytir það einhverju að vera ekki með þær í liðinu. Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu. En við erum með breiðan og góðan hóp og það koma leikmenn inn í staðinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði. Búin að búa til stóran hóp „Ég myndi segja að við værum búin að vera að búa til frekar stóran hóp, þannig að við séum undirbúin fyrir að það geti komið enhver forföll, því það gerist alltaf,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir og bætti við: „Klárlega munum við sakna þeirra sem eru ekki hérna núna en að sama skapi erum við með flottan hóp. Þær sem fá þessi hlutverk þeirra sem hafa verið að detta út, ég er viss um að þær muni stíga upp og standa sig frábærlega.“ Alexandra Jóhannsdóttir gæti fengið tækifæri á miðjunni í leikjunum og saknar sérstaklega góðvinkonu sinnar Karólínu. „Já, auðvitað. Hallbera er búin að vera hérna í ég veit ekki hvað mörg ár, og Karólína er líka ótrúlega mikilvæg fyrir liðið innan vallar sem utan. En það kemur maður í manns stað og við erum ekkert með verri leikmenn sem koma inn. En auðvitað er svakalegur missir að missa þær,“ sagði Alexandra. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir, sem sá um stöðu vinstri bakvarðar í 14 ár og lék 131 A-landsleik, er hætt og þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru meiddar. Vísir spurði leikmenn íslenska liðsins út í þessi forföll í vikunni, fyrir leikina við Hvít-Rússa og Hollendinga sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM. „Auðvitað breytir það einhverju að vera ekki með þær í liðinu. Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu. En við erum með breiðan og góðan hóp og það koma leikmenn inn í staðinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði. Búin að búa til stóran hóp „Ég myndi segja að við værum búin að vera að búa til frekar stóran hóp, þannig að við séum undirbúin fyrir að það geti komið enhver forföll, því það gerist alltaf,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir og bætti við: „Klárlega munum við sakna þeirra sem eru ekki hérna núna en að sama skapi erum við með flottan hóp. Þær sem fá þessi hlutverk þeirra sem hafa verið að detta út, ég er viss um að þær muni stíga upp og standa sig frábærlega.“ Alexandra Jóhannsdóttir gæti fengið tækifæri á miðjunni í leikjunum og saknar sérstaklega góðvinkonu sinnar Karólínu. „Já, auðvitað. Hallbera er búin að vera hérna í ég veit ekki hvað mörg ár, og Karólína er líka ótrúlega mikilvæg fyrir liðið innan vallar sem utan. En það kemur maður í manns stað og við erum ekkert með verri leikmenn sem koma inn. En auðvitað er svakalegur missir að missa þær,“ sagði Alexandra. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31
Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45
Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55