Þetta eru liðin sem keppa í þriðju þáttaröð af Kviss Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. september 2022 09:00 Liðin sem keppa í Kviss í ár. Stöð 2 Spurningaþátturinn Kviss hefur göngu sína á ný í kvöld undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Eins og í fyrri tveimur þáttaröðunum munu 16 lið mæta til leiks og keppa í útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. „Það verða hrikalega flott lið og skemmtilegir keppendur í þessari seríu,“ segir Björn. Hann lofar mikilli skemmtun og spennu. Nú getum við loksins afhjúpað þau lið sem keppa í annarri þáttaröð af Kviss. Keppendurna má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. „Flestir keppendurnir eru auðvitað glænýir en svo buðum við nokkrum sem fólk kannast við úr fyrstu þáttaröðinni að eiga endurkomu. Þar erum við að tala um fólk sem hefur aldrei beðið þess bætur að hafa tapað í Kviss og þurfti að fá að spreyta sig aftur,“ segir Björn í samtali við Vísi. Stórslagur í fyrsta þætti Það verður sannkallaður stórveldaslagur í fyrstu viðureigninni en þar eigast við FH og KR, en síðarnefnda félagið stóð uppi sem sigurvegari í síðustu þáttaröð. Fyrir hönd FH keppa leikarinn Björn Stefánsson og tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir en í liði KR eru tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson úr hljómsveitinni ClubDub og fjölmiðlakonan Nadine Guðrún Yaghi. Björn Bragi lofar mikilli spennu í þessari þáttaröð.Stöð 2 Björn segir gaman að sjá hversu mikið keppnisskap er í keppendum þáttarins. „Kviss kallar fram allar bestu og verstu hliðar fólks. Ég elska hversu oft keppnirnar eru að ráðast á lokaspurningunni og að sjá fólk sem er þaulvant því að koma fram í algjöru stresskasti að reyna að svara úrslitaspurningunni.“ Liðin 16 sem keppa í þáttaröðinni: KA : Íris Tanja Flygenring og Vilhelm Anton Jónsson Skallagrímur : Kristín Sif Björgvinsdóttir og Magnús Scheving Fram : Birta Líf Ólafsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson Grótta : Egill Ploder Ottósson og Níels Thibaud Girerd Afturelding : Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) og Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Jr.) Breiðablik : Eva Ruza Miljevic og Gerður Huld Arinbjarnardóttir Fjölnir : Aron Can og Júlíana Sara Gunnarsdóttir Víkingur : Aron Már Ólafsson og Anna Svava Knútsdóttir Valur : Jóhann Kristófer Stefánsson og Kristófer Acox Leiknir : Hannes Þór Halldórsson og Anna Lára Orlowska FH : Björn Stefánsson og Svala Björgvinsdóttir KR : Aron Kristinn Jónasson og Nadine Guðrún Yaghi Keflavík : Sólborg Guðbrandsdóttir og Ragga Holm Þór Þorlákshöfn : Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson Stjarnan : Rósa Kristinsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir Selfoss : Ása Ninna Pétursdóttir og Atli Fannar Bjarkason Kviss er stórskemmtilegur spurningaþáttur þar sem þekktir Íslendingar keppa fyrir hönd íþróttafélaganna sem þeir styðja. Þótt liðin skiptist eftir íþróttafélögum er ekki um íþróttaþátt að ræða, heldur eru spurningar úr öllum áttum. Keppendur eru ekki íþróttafólk heldur nægir að þeir hafi alist upp í hverfi íþróttafélagsins eða hafi æft íþróttir með félaginu á yngri árum. Liðin sem vinna sínar viðureignir halda áfram leik þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari og verður krýnt Íslandsmeistari í Kviss. Kviss Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
„Það verða hrikalega flott lið og skemmtilegir keppendur í þessari seríu,“ segir Björn. Hann lofar mikilli skemmtun og spennu. Nú getum við loksins afhjúpað þau lið sem keppa í annarri þáttaröð af Kviss. Keppendurna má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. „Flestir keppendurnir eru auðvitað glænýir en svo buðum við nokkrum sem fólk kannast við úr fyrstu þáttaröðinni að eiga endurkomu. Þar erum við að tala um fólk sem hefur aldrei beðið þess bætur að hafa tapað í Kviss og þurfti að fá að spreyta sig aftur,“ segir Björn í samtali við Vísi. Stórslagur í fyrsta þætti Það verður sannkallaður stórveldaslagur í fyrstu viðureigninni en þar eigast við FH og KR, en síðarnefnda félagið stóð uppi sem sigurvegari í síðustu þáttaröð. Fyrir hönd FH keppa leikarinn Björn Stefánsson og tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir en í liði KR eru tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson úr hljómsveitinni ClubDub og fjölmiðlakonan Nadine Guðrún Yaghi. Björn Bragi lofar mikilli spennu í þessari þáttaröð.Stöð 2 Björn segir gaman að sjá hversu mikið keppnisskap er í keppendum þáttarins. „Kviss kallar fram allar bestu og verstu hliðar fólks. Ég elska hversu oft keppnirnar eru að ráðast á lokaspurningunni og að sjá fólk sem er þaulvant því að koma fram í algjöru stresskasti að reyna að svara úrslitaspurningunni.“ Liðin 16 sem keppa í þáttaröðinni: KA : Íris Tanja Flygenring og Vilhelm Anton Jónsson Skallagrímur : Kristín Sif Björgvinsdóttir og Magnús Scheving Fram : Birta Líf Ólafsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson Grótta : Egill Ploder Ottósson og Níels Thibaud Girerd Afturelding : Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) og Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Jr.) Breiðablik : Eva Ruza Miljevic og Gerður Huld Arinbjarnardóttir Fjölnir : Aron Can og Júlíana Sara Gunnarsdóttir Víkingur : Aron Már Ólafsson og Anna Svava Knútsdóttir Valur : Jóhann Kristófer Stefánsson og Kristófer Acox Leiknir : Hannes Þór Halldórsson og Anna Lára Orlowska FH : Björn Stefánsson og Svala Björgvinsdóttir KR : Aron Kristinn Jónasson og Nadine Guðrún Yaghi Keflavík : Sólborg Guðbrandsdóttir og Ragga Holm Þór Þorlákshöfn : Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson Stjarnan : Rósa Kristinsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir Selfoss : Ása Ninna Pétursdóttir og Atli Fannar Bjarkason Kviss er stórskemmtilegur spurningaþáttur þar sem þekktir Íslendingar keppa fyrir hönd íþróttafélaganna sem þeir styðja. Þótt liðin skiptist eftir íþróttafélögum er ekki um íþróttaþátt að ræða, heldur eru spurningar úr öllum áttum. Keppendur eru ekki íþróttafólk heldur nægir að þeir hafi alist upp í hverfi íþróttafélagsins eða hafi æft íþróttir með félaginu á yngri árum. Liðin sem vinna sínar viðureignir halda áfram leik þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari og verður krýnt Íslandsmeistari í Kviss.
Kviss Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira