Ísland þarf fjögur stig úr leikjum sínum við Hvíta-Rússland og gegn Hollandi ytra á þriðjudag til að tryggja sér öruggt sæti á HM. Liðið er án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur vegna meiðsla, auk þess sem Hallbera Guðný Gísladóttir lagði skóna á hilluna eftir EM.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er klár í slaginn í stað Hallberu í stöðu vinstri bakvarðar, og Ingibjörg Sigurðardóttir er við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörninni, á kostnað Guðrúnar Arnardóttur sem hóf fyrstu tvo leikina á EM.
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Sandra Sigurðardóttir
Vörn: Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Siguðrardóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Miðja: Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Sókn: Amanda Andradóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Í þætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport í vikunni kölluðu sérfræðingarnir eftir því að Amanda, sem leikur með Kristianstad í Svíþjóð, fengi tækifæri í byrjunarliðinu og þeim hefur nú orðið að ósk sinni. Þetta er hennar níundi A-landsleikur og þriðji leikurinn í byrjunarliði, en hún lék aðeins tíu mínútur á EM í sumar.