„Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2022 21:02 Gylfi Björn Helgason formaður Félags fornleifafræðinga segir traust fagfólks til menningarmálaráðherra brostið með skipan í stöðu þjóðminjavarðar. Friðrik Jónsson segir óeðlilegt að auglýsa ekki í stöður sem þessar. Það sé orðið alltof algengt. Vísir/Arnar Formaður BHM segir óeðlilegt að skipa í stöðu þjóðminjavarðar, staðan hefði átt að vera auglýst. Formaður félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Hvert fagfélagið á fætur öðru hefur gert alvarlegar athugasemdir við skipan menningarmálaráðherra í stöðu þjóðminjavarðar. Sagnfræðifélagið, starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga hafa gert athugasemdir. Gylfi Björn Helgason formaður Félags fornleifafræðinga segir traust milli ráðherra og fagfólks rofið með ráðningunni. „Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu. Ég held að skynsamlegasta leiðin væri að draga skipanina til baka og auglýsa upp á nýtt. Ferlið var ákaflega ógagnsætt og metnaðarlaust og sýnir í raun algjört virðingarleysi fyrir fagstéttum. Þetta er stærsta embætti í faginu, okkar forsætisráðherra. Embættið var síðast auglýst fyrir 20 árum og þetta metnaðarleysi endurspeglar kannski stöðu þessa málaflokks. Þá sóttu um níu manns um stöðuna ég tel að 25-30 manns hefðu sóst eftir þessu starfi nú hefði það verið auglýst,“ segir Gylfi. Félagið hefur óskað eftir að umboðsmaður Alþingis álykti um málið. „Við gerum okkur fulla grein fyrir að umboðsmaður hefur fjallað um sambærileg mál en ekki var hlustað á hann, En þetta embætti er það stórt í menningargeiranum að það verður að hlusta á hans álit þegar það kemur fram,“ segir hann. Ráðherra studdist við ákvæði frá 19. öld Friðrik Jónsson formaður BHM gagnrýnir einnig vinnubrögð ráðherra í þessu máli. „Það hefði verið eðlilegt að auglýsa þessa opinberu stöðu. Í þessu tilfelli fer af stað einhver röð af flutningum. Fyrst er þjóðminjavörður fluttur án auglýsingar úr sinni stöðu í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, svo er safnstjóri Listasafns Íslands fluttur í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar og svo er staða safnstjóra Listasafnsins auglýst. Þetta er ekki nýtt að þetta sé gert. Fyrir þessu er heimild í lögum sem á rót í 20. grein stjórnarskrárinnar. Sem er gamalt ákvæði sem á rætur sínar að rekja til, að mér skilst, dönsku stjórnarskrárinnar frá 19. öld. Það er komið tími til að endurskoða það,“ segir Friðrik. Uppfært: Staða skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu var auglýst á sínum tíma. Alls sóttu 23 um, samkvæmt tilkynningu, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Hann segir að slík vinnubrögð séu að verða að reglu „Það er búið að vera undanfarið skipanir á ráðuneytisstjórum án auglýsinga. Ég tel það óheppilegt þegar svona heimildir eru ofnýttar eins og virðist vera núna. Það kemur fram í lögum að það er skylda að auglýsa öll þessi opinberu störf. Svo er heimild fyrir undanþágur og þá þurfa stjórnvöld að greina frá málefnalegum ástæðum fyrir því að slíkar undanþágur séu gerðar,“ segir Friðrik. Fyrrverandi og núverandi starfsmenn hafa gert athugasemdir við störf safnstjórans Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur gefið þær ástæður opinberlega að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Fréttastofa hefur rætt við nokkra fyrrverandi og núverandi starfsmenn Listasafns Íslands í dag sem hafa furðað sig á þessum ummælum, þetta hafi alls ekki verið þeirra upplifun. Í könnun sem Sameyki gerir árlega um starfsánægju í opinberum stofnunum hefur Listasafn Íslands mælst neðarlega síðustu ár. 2019 var safnið í þriðja neðsta sæti af minni stofnunum en í fyrra hafði safnið færst aðeins ofar. Listasafn Íslands hefur mælst neðarlega undanfarin ár í könnun Sameykis um stofnun ársins.Vísir/Kristján Hvorki náðist í menningarmálaráðherra né safnstjóra Listasafns Íslands í dag vegna málsins. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Umboðsmaður Alþingis Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Hvert fagfélagið á fætur öðru hefur gert alvarlegar athugasemdir við skipan menningarmálaráðherra í stöðu þjóðminjavarðar. Sagnfræðifélagið, starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga hafa gert athugasemdir. Gylfi Björn Helgason formaður Félags fornleifafræðinga segir traust milli ráðherra og fagfólks rofið með ráðningunni. „Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu. Ég held að skynsamlegasta leiðin væri að draga skipanina til baka og auglýsa upp á nýtt. Ferlið var ákaflega ógagnsætt og metnaðarlaust og sýnir í raun algjört virðingarleysi fyrir fagstéttum. Þetta er stærsta embætti í faginu, okkar forsætisráðherra. Embættið var síðast auglýst fyrir 20 árum og þetta metnaðarleysi endurspeglar kannski stöðu þessa málaflokks. Þá sóttu um níu manns um stöðuna ég tel að 25-30 manns hefðu sóst eftir þessu starfi nú hefði það verið auglýst,“ segir Gylfi. Félagið hefur óskað eftir að umboðsmaður Alþingis álykti um málið. „Við gerum okkur fulla grein fyrir að umboðsmaður hefur fjallað um sambærileg mál en ekki var hlustað á hann, En þetta embætti er það stórt í menningargeiranum að það verður að hlusta á hans álit þegar það kemur fram,“ segir hann. Ráðherra studdist við ákvæði frá 19. öld Friðrik Jónsson formaður BHM gagnrýnir einnig vinnubrögð ráðherra í þessu máli. „Það hefði verið eðlilegt að auglýsa þessa opinberu stöðu. Í þessu tilfelli fer af stað einhver röð af flutningum. Fyrst er þjóðminjavörður fluttur án auglýsingar úr sinni stöðu í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, svo er safnstjóri Listasafns Íslands fluttur í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar og svo er staða safnstjóra Listasafnsins auglýst. Þetta er ekki nýtt að þetta sé gert. Fyrir þessu er heimild í lögum sem á rót í 20. grein stjórnarskrárinnar. Sem er gamalt ákvæði sem á rætur sínar að rekja til, að mér skilst, dönsku stjórnarskrárinnar frá 19. öld. Það er komið tími til að endurskoða það,“ segir Friðrik. Uppfært: Staða skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu var auglýst á sínum tíma. Alls sóttu 23 um, samkvæmt tilkynningu, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Hann segir að slík vinnubrögð séu að verða að reglu „Það er búið að vera undanfarið skipanir á ráðuneytisstjórum án auglýsinga. Ég tel það óheppilegt þegar svona heimildir eru ofnýttar eins og virðist vera núna. Það kemur fram í lögum að það er skylda að auglýsa öll þessi opinberu störf. Svo er heimild fyrir undanþágur og þá þurfa stjórnvöld að greina frá málefnalegum ástæðum fyrir því að slíkar undanþágur séu gerðar,“ segir Friðrik. Fyrrverandi og núverandi starfsmenn hafa gert athugasemdir við störf safnstjórans Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur gefið þær ástæður opinberlega að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Fréttastofa hefur rætt við nokkra fyrrverandi og núverandi starfsmenn Listasafns Íslands í dag sem hafa furðað sig á þessum ummælum, þetta hafi alls ekki verið þeirra upplifun. Í könnun sem Sameyki gerir árlega um starfsánægju í opinberum stofnunum hefur Listasafn Íslands mælst neðarlega síðustu ár. 2019 var safnið í þriðja neðsta sæti af minni stofnunum en í fyrra hafði safnið færst aðeins ofar. Listasafn Íslands hefur mælst neðarlega undanfarin ár í könnun Sameykis um stofnun ársins.Vísir/Kristján Hvorki náðist í menningarmálaráðherra né safnstjóra Listasafns Íslands í dag vegna málsins. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Umboðsmaður Alþingis Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira