„Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 20:40 Dagný Brynjarsdóttir fagnaði tveimur mörkum í Laugardalnum í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Dagný jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur á listanum yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en Rangæingarnir hafa skorað 37 mörk hvor um sig. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. „Það er ótrúlega gaman alltaf að skora mörk en mér er svo sem sama á meðan að við vinnum leikina. Auðvitað er gaman að jafna Hólmfríði en ég er kannski ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig,“ sagði Dagný og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dagný eftir sigurinn á Hvít-Rússum Verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ Margrét Lára skoraði 79 mörk á sínum landsliðsferli svo það er ekki met sem að Dagný stefnir á: „Nei, Margrét er með svolítið mörg mörk. Ég á nú nokkur ár eftir í þessu þannig að vonandi stoppa ég ekki í markaskorun hérna. Það væri leiðinlegt. En ég held að ég, sem djúpur miðjumaður, sé nú ekki að fara að ná Margréti. Ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] að ég verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ í leik,“ sagði Dagný sem eins og hún segir sjálf hefur leikið sem varnarsinnaður miðjumaður í síðustu leikjum, eftir að hafa jafnan verið mun framar á miðjunni í gegnum tíðina. „Ég fékk nú ekki að fara mikið inn í box [í kvöld]. Ég viðurkenni að í fyrri hálfleik, þegar það var mikið af fyrirgjöfum, var erfitt að bíða fyrir utan teiginn. En það opnaðist aðeins fyrir mig þegar ég skoraði annað markið. Þetta var flottur leikur og sex góð mörk sem við skoruðum. Við hefðum örugglega getað skorað fleiri en þetta var flott,“ sagði Dagný. Sveindís Jane Jónsdóttir olli usla með innköstum sínum inn í teiginn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sveindís frænka ótrúlega flott Frænka hennar, Sveindís Jane Jónsdóttir, var dugleg að leggja upp fyrir liðsfélaga sína í kvöld og fyrra mark Dagnýjar kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. „Já, Sveindís er ótrúlega flott. Mér persónulega myndi finnast erfiðara að verjast löngu innkasti en hornspyrnu. Það er erfiðara að reikna út hvernig boltinn kemur. Við fengum fullt af færum út úr þessu og náðum nánast skoti á markið eftir hvert einasta innkast. Þetta er orðið virkilega hættulegt vopn fyrir okkur,“ sagði Dagný. Næst á dagskrá er úrslitaleikur við Holland í Utrecht á þriðjudaginn. Þar dugir Íslandi núna jafntefli til að komast á HM. „Ég er eiginlega ekkert búin að hugsa um hann. Einbeitingin var á Hvít-Rússana og nú snýst þetta um að fagna sigrinum í kvöld, endurheimta vel á morgun og einbeita okkur að Hollendingum. Ég veit ekki hvort það sé nokkuð þægilegra að vita að manni dugi jafntefli. Auðvitað ætlum við í leikinn til að sigra. En fyrst og fremst þurfum við að spila góðan varnarleik. Þær eru frábærar sóknarlega. Við vitum líka að við munum fá færi og þá snýst þetta um að nýta okkar færi. Eins og ég þekki alla hérna þá erum við að fara í þennan leik til að sækja sigur.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Dagný jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur á listanum yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en Rangæingarnir hafa skorað 37 mörk hvor um sig. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. „Það er ótrúlega gaman alltaf að skora mörk en mér er svo sem sama á meðan að við vinnum leikina. Auðvitað er gaman að jafna Hólmfríði en ég er kannski ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig,“ sagði Dagný og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dagný eftir sigurinn á Hvít-Rússum Verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ Margrét Lára skoraði 79 mörk á sínum landsliðsferli svo það er ekki met sem að Dagný stefnir á: „Nei, Margrét er með svolítið mörg mörk. Ég á nú nokkur ár eftir í þessu þannig að vonandi stoppa ég ekki í markaskorun hérna. Það væri leiðinlegt. En ég held að ég, sem djúpur miðjumaður, sé nú ekki að fara að ná Margréti. Ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] að ég verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ í leik,“ sagði Dagný sem eins og hún segir sjálf hefur leikið sem varnarsinnaður miðjumaður í síðustu leikjum, eftir að hafa jafnan verið mun framar á miðjunni í gegnum tíðina. „Ég fékk nú ekki að fara mikið inn í box [í kvöld]. Ég viðurkenni að í fyrri hálfleik, þegar það var mikið af fyrirgjöfum, var erfitt að bíða fyrir utan teiginn. En það opnaðist aðeins fyrir mig þegar ég skoraði annað markið. Þetta var flottur leikur og sex góð mörk sem við skoruðum. Við hefðum örugglega getað skorað fleiri en þetta var flott,“ sagði Dagný. Sveindís Jane Jónsdóttir olli usla með innköstum sínum inn í teiginn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sveindís frænka ótrúlega flott Frænka hennar, Sveindís Jane Jónsdóttir, var dugleg að leggja upp fyrir liðsfélaga sína í kvöld og fyrra mark Dagnýjar kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. „Já, Sveindís er ótrúlega flott. Mér persónulega myndi finnast erfiðara að verjast löngu innkasti en hornspyrnu. Það er erfiðara að reikna út hvernig boltinn kemur. Við fengum fullt af færum út úr þessu og náðum nánast skoti á markið eftir hvert einasta innkast. Þetta er orðið virkilega hættulegt vopn fyrir okkur,“ sagði Dagný. Næst á dagskrá er úrslitaleikur við Holland í Utrecht á þriðjudaginn. Þar dugir Íslandi núna jafntefli til að komast á HM. „Ég er eiginlega ekkert búin að hugsa um hann. Einbeitingin var á Hvít-Rússana og nú snýst þetta um að fagna sigrinum í kvöld, endurheimta vel á morgun og einbeita okkur að Hollendingum. Ég veit ekki hvort það sé nokkuð þægilegra að vita að manni dugi jafntefli. Auðvitað ætlum við í leikinn til að sigra. En fyrst og fremst þurfum við að spila góðan varnarleik. Þær eru frábærar sóknarlega. Við vitum líka að við munum fá færi og þá snýst þetta um að nýta okkar færi. Eins og ég þekki alla hérna þá erum við að fara í þennan leik til að sækja sigur.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn