Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2022 11:00 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar ásamt Sveindísi Jane Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttir. Vísir/ Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. Stelpurnar okkar eru í leit að farseðli á sitt fyrsta heimsmeistaramót og möguleikinn á því að þær verði meðal bestu þjóða heims, á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar, er betri en nokkru sinni fyrr. Eftir 6-0 stórsigurinn gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn er ljóst að Íslandi dugar jafntefli gegn Hollendingum til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Ef Ísland tapar hins vegar, sem væri svo sem ekki óeðlilegt gegn einu albesta landsliði heims, fer liðið í umspil og þyrfti eftir nýjustu úrslit að öllu líkindum aðeins að vinna einn leik til að komast á HM. Útlitið eins gott og hugsast gæti Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að umspilið lítur nánast eins vel út fyrir Ísland og hugsast getur. Það er nefnilega þannig að það skiptir máli hvað liðin sem enda í 2. sæti síns riðils fá mörg stig í undankeppninni, varðandi stöðu þeirra í umspilinu. Eftir að England vann Austurríki í D-riðli og Noregur vann Belgíu í F-riðli stendur Ísland mjög vel að vígi gagnvart liðum í 2. sæti í öðrum riðlum, fari svo að Ísland endi fyrir neðan Holland. Ef Ísland tapaði fyrir Hollandi væri Ísland með næstbesta árangurinn af liðunum í 2. sæti, og það myndi þýða að liðið færi beint í seinni hluta umspils Evrópu um sæti á HM, þar sem leikið verður 11. október. Ísland yrði þar í hópi með fimm öðrum Evrópuþjóðum, mögulega sterkum þjóðum á borð við Sviss, Belgíu og Austurrík. Þyrftu að treysta á heppni til að fá heimaleik Stór galli við umspilið er hins vegar að um staka leiki er að ræða, en ekki heimaleik og útileik. Ef Ísland fer í umspilið mun liðið því þurfa að treyst á heppnina til að fá heimaleik. Þessir stöku umspilsleikir eru svo framlengdir og farið í vítaspyrnukeppni ef til þarf. Ef Ísland fer í umspilið og vinnur sinn andstæðing þar í venjulegum leiktíma er öruggt að liðið færi á HM. Enn er hins vegar mögulegt að vinni Ísland andstæðing sinn í framlengingu eða vítaspyrnukeppni þurfi liðið að fara áfram í aukaumspil í Eyjaálfu í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum, til að tryggja sig inn á HM. Það myndi gerast ef að samanlagður árangur Íslands úr riðlakeppninni og umspilsleik yrði verri en hjá tveimur öðrum liðum, og sá möguleiki er aðeins fyrir hendi ef Ísland gerir „jafntefli“ í umspilsleiknum. Um allt þetta eru stelpurnar okkar þó ekki að hugsa á leið sinni til Utrecht, heldur einfaldlega það að ná jafntefli eða sigri gegn silfurliði síðasta HM, Hollandi, á þriðjudaginn og tryggja sér strax farseðilinn á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Íslenska landsliðið æfir í Utrecht síðdegis í dag. Vísir og Stöð 2 eru á staðnum og flytja fréttir af stelpunum okkar í dag og næstu daga. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Sjá meira
Stelpurnar okkar eru í leit að farseðli á sitt fyrsta heimsmeistaramót og möguleikinn á því að þær verði meðal bestu þjóða heims, á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar, er betri en nokkru sinni fyrr. Eftir 6-0 stórsigurinn gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn er ljóst að Íslandi dugar jafntefli gegn Hollendingum til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Ef Ísland tapar hins vegar, sem væri svo sem ekki óeðlilegt gegn einu albesta landsliði heims, fer liðið í umspil og þyrfti eftir nýjustu úrslit að öllu líkindum aðeins að vinna einn leik til að komast á HM. Útlitið eins gott og hugsast gæti Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að umspilið lítur nánast eins vel út fyrir Ísland og hugsast getur. Það er nefnilega þannig að það skiptir máli hvað liðin sem enda í 2. sæti síns riðils fá mörg stig í undankeppninni, varðandi stöðu þeirra í umspilinu. Eftir að England vann Austurríki í D-riðli og Noregur vann Belgíu í F-riðli stendur Ísland mjög vel að vígi gagnvart liðum í 2. sæti í öðrum riðlum, fari svo að Ísland endi fyrir neðan Holland. Ef Ísland tapaði fyrir Hollandi væri Ísland með næstbesta árangurinn af liðunum í 2. sæti, og það myndi þýða að liðið færi beint í seinni hluta umspils Evrópu um sæti á HM, þar sem leikið verður 11. október. Ísland yrði þar í hópi með fimm öðrum Evrópuþjóðum, mögulega sterkum þjóðum á borð við Sviss, Belgíu og Austurrík. Þyrftu að treysta á heppni til að fá heimaleik Stór galli við umspilið er hins vegar að um staka leiki er að ræða, en ekki heimaleik og útileik. Ef Ísland fer í umspilið mun liðið því þurfa að treyst á heppnina til að fá heimaleik. Þessir stöku umspilsleikir eru svo framlengdir og farið í vítaspyrnukeppni ef til þarf. Ef Ísland fer í umspilið og vinnur sinn andstæðing þar í venjulegum leiktíma er öruggt að liðið færi á HM. Enn er hins vegar mögulegt að vinni Ísland andstæðing sinn í framlengingu eða vítaspyrnukeppni þurfi liðið að fara áfram í aukaumspil í Eyjaálfu í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum, til að tryggja sig inn á HM. Það myndi gerast ef að samanlagður árangur Íslands úr riðlakeppninni og umspilsleik yrði verri en hjá tveimur öðrum liðum, og sá möguleiki er aðeins fyrir hendi ef Ísland gerir „jafntefli“ í umspilsleiknum. Um allt þetta eru stelpurnar okkar þó ekki að hugsa á leið sinni til Utrecht, heldur einfaldlega það að ná jafntefli eða sigri gegn silfurliði síðasta HM, Hollandi, á þriðjudaginn og tryggja sér strax farseðilinn á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Íslenska landsliðið æfir í Utrecht síðdegis í dag. Vísir og Stöð 2 eru á staðnum og flytja fréttir af stelpunum okkar í dag og næstu daga.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Sjá meira