Minnst tíu stungin til bana í Kanada Árni Sæberg skrifar 4. september 2022 22:33 Lögreglan í Kanada leitar tveggja manna í tengslum við árásirnar. Mert Alper Dervis Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. Tveir menn, Damien Sanderson og Myles Sanderson, eru grunaðir um að vera ábyrgir fyrir árásunum og eru eftirlýstir af lögreglunni í Kanada. Damien Sanderson, til vinstri, og Myles Sanderson eru grunaðir um árásirnar.Lögreglan í Saskatchewan Fórnalömb árásanna hafa fundist á þrettán mismunandi stöðum í kanadíska héraðinu Saskatchewan. Reuters hefur eftir lögreglunni í héraðinu að svo virðist sem mennirnir tveir hafi valið hluta fórnarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Fólk beðið um að halda sig innandyra Lögreglan í Saskatchewan hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þess að mennirnir ganga enn lausir og biðlar til fólks að fara varlega. Fólk er beðið um að halda sig innandyra eftir fremsta megni og hleypa ókunnugum ekki inn á heimili sitt. Neyðarástandið gildir í héraðinu öllu enda er talið að mennirnir séu á bíl og komist hratt yfir. Byrjuðu eldsnemma Rhonda Blackmore, lögreglustjórinn í Saskatchewan, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynnt hafi verið um fyrstu stunguárásina klukkan 05:40 í morgun að staðartíma. Þá var klukkan 11:40 hér á landi. Fljótlega hafi fjöldi tilkynninga borist viðbragðsaðilum í héraðinu. Þá sagði hún að óttast væri að fórnarlömb mannanna séu fleiri og þau hafi farið sjálf á spítala og séu því ekki inni í tölunni. Trudeau segir árásirnar hryllilegar Justin Trudeau, forsætisráðherra Kandada, segir á Twitter að árásirnar séu hryllilegar og hryggilegar. Hann segir hug sinn vera hjá aðstandendum þeirra sem létust og hinum særðu. Þá hvetur hann fólk til að fara að fyrirmælum yfirvalda og þakkar viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra í dag. The attacks in Saskatchewan today are horrific and heartbreaking. I m thinking of those who have lost a loved one and of those who were injured.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 4, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Tveir menn, Damien Sanderson og Myles Sanderson, eru grunaðir um að vera ábyrgir fyrir árásunum og eru eftirlýstir af lögreglunni í Kanada. Damien Sanderson, til vinstri, og Myles Sanderson eru grunaðir um árásirnar.Lögreglan í Saskatchewan Fórnalömb árásanna hafa fundist á þrettán mismunandi stöðum í kanadíska héraðinu Saskatchewan. Reuters hefur eftir lögreglunni í héraðinu að svo virðist sem mennirnir tveir hafi valið hluta fórnarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Fólk beðið um að halda sig innandyra Lögreglan í Saskatchewan hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þess að mennirnir ganga enn lausir og biðlar til fólks að fara varlega. Fólk er beðið um að halda sig innandyra eftir fremsta megni og hleypa ókunnugum ekki inn á heimili sitt. Neyðarástandið gildir í héraðinu öllu enda er talið að mennirnir séu á bíl og komist hratt yfir. Byrjuðu eldsnemma Rhonda Blackmore, lögreglustjórinn í Saskatchewan, sagði á blaðamannafundi í kvöld að tilkynnt hafi verið um fyrstu stunguárásina klukkan 05:40 í morgun að staðartíma. Þá var klukkan 11:40 hér á landi. Fljótlega hafi fjöldi tilkynninga borist viðbragðsaðilum í héraðinu. Þá sagði hún að óttast væri að fórnarlömb mannanna séu fleiri og þau hafi farið sjálf á spítala og séu því ekki inni í tölunni. Trudeau segir árásirnar hryllilegar Justin Trudeau, forsætisráðherra Kandada, segir á Twitter að árásirnar séu hryllilegar og hryggilegar. Hann segir hug sinn vera hjá aðstandendum þeirra sem létust og hinum særðu. Þá hvetur hann fólk til að fara að fyrirmælum yfirvalda og þakkar viðbragðsaðilum fyrir störf þeirra í dag. The attacks in Saskatchewan today are horrific and heartbreaking. I m thinking of those who have lost a loved one and of those who were injured.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 4, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira