Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2022 09:01 Íslenska liðið gæti mögulega fagnað sæti á HM annað kvöld. Mótið fer fram í Eyjaálfu næsta sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. Ef stelpunum okkar tekst að forðast tap hér í hollensku háskólaborginni Utrecht annað kvöld þá eru þær öruggar um sæti á HM. Ísland hefur vissulega komist á EM fjórum sinnum en það að komast á HM, þar sem öll bestu landslið heims spila, yrði einfaldlega stærsta afrek í sögu liðsins. Eftir þann gríðarlega uppgang sem verið hefur í knattspyrnu kvenna síðasta áratug hlýtur það jafnframt að teljast afar merkilegt afrek í íþróttasögu þjóðarinnar. En til að Ísland þurfi ekki að fara einhverja Krísuvíkurleið að HM þá þarf liðið að standa sig gegn Hollendingum annað kvöld. Það er hægara sagt en gert. Hafa má í huga að undir stjórn Þorsteins Halldórssonar þá hefur íslenska liðið ekki unnið sterkari andstæðing í mótsleik. Ísland hefur þó unnið lið á borð við Japan, Nýja-Sjáland og Írland í vináttulandsleikjum. Holland, sem vann EM 2017 og silfur á síðasta HM, er hins vegar enn hærra skrifað, í 6. sæti heimslistans, og svo sannarlega eitt besta landslið heims með nokkra stórkostlega leikmenn innanborðs. Ísland er í 14. sæti og hefur aldrei verið ofar. Glódís Perla Viggósdóttir kemur til með að þurfa að hafa góðar gætur á Vivianne Miedema á morgun. Miedema hefur skorað yfir 100 mörk fyrir Arsenal og nálgast 100 mörk fyrir Holland.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hollenska liðið hefur samt verið á niðurleið, á meðan að íslenska liðið er á uppleið. Kannski virðast Hollendingar einfaldlega standa hærra vegna þess að þeir eru í sínum þekktu tréklossum á meðan að stelpurnar okkar tipla á tám upp metorðastigann, með sína afar spennandi blöndu af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Ráku góðan þjálfara Sjálfstraustið er ekki það sama og áður í hollenska liðinu, eftir misheppnað EM í sumar. Mark Parsons var rekinn eftir að hafa „aðeins“ skilað liðinu í 8-liða úrslit á mótinu, og ekki hjálpuðu úrslitin í undankeppni HM til en vegna tveggja jafntefla gegn Tékklandi eru Hollendingar fyrir neðan Ísland fyrir leikinn á morgun. Parsons er ekki lélegur þjálfari. Spyrjið bara Dagnýju Brynjarsdóttur, sem varð Bandaríkjameistari undir hans stjórn. Hann tók skellinn vegna frammistöðu liðs sem maður leyfir sér að vona að sé ekki eins svakalega gott og fyrir fáeinum árum. Nýr þjálfari, Andries Jonker, var ráðinn fyrir aðeins tólf dögum og hefur vonandi ekki náð að setja sig nægilega vel inn í hlutverkið fyrir leikinn. Markamaskínan Vivianne Miedema, sem þrátt fyrir mikla samkeppni er besti leikmaður Hollands, hefur líka verið að kvarta yfir eftirköstum af Covid en skoraði reyndar samt í 2-1 sigri á Skotum í vináttulandsleik á föstudaginn. Bakverði heimsins dreymir sjálfsagt martraðir um Sveindísi Jane Jónsdóttur.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hraði Sveindísar er umræðuefnið í dag Fleira fær mann til að trúa því að Ísland geti tryggt sig inn á HM á morgun. Heimurinn er löngu hættur að tala um hraðann hjá Shanice Van De Sanden, en Jonker ákvað þó að kalla þennan sigursæla leikmann Liverpool á ný inn í hollenska hópinn. Heimurinn er í dag hins vegar að tala um hraða Sveindísar Jane Jónsdóttur, sem var fljótasti leikmaður EM og Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Sveindís sýndi það í 2-0 tapinu gegn Hollandi á Laugardalsvelli í fyrra að það er einfaldlega ekkert lið sem líður þægilega á móti henni. Ég held að jafnvel Lucy Bronze yrði ringluð við að spila gegn Sveindísi sem er enn á uppleið á sínum ferli og var frábær í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn. Tapleysi líkt og á EM dugar Ísland er líka með þrjá leikmenn á miðjunni hjá sér sem myndu pluma sig í öllum bestu liðum heims. Kannski vantar það hjá Söru, Dagnýju og Gunnhildi Yrsu að líða eins vel með boltann á tánum og til dæmis Karólínu og Amöndu, en það munu öll lið lenda í vandræðum með að sækja gegn þessari miðju. Amanda átti mjög góða innkomu gegn Hvít-Rússum og vonandi að þær Áslaug Munda þrói áfram afar spennandi samstarf sitt á vinstri kanti íslenska liðsins. Þó að ég sjái ákveðna möguleika á að Ísland tryggi sér HM-sæti hér í Utrecht annað kvöld, og að fólk fari þá að spara fyrir flugi til Ástralíu næsta sumar, þá væri auðvitað ekkert óeðlilegt við að leikurinn tapaðist. Þá tæki við umspil í október þar sem Ísland ætti að eiga fína möguleika. En Ísland er nýbúið að fara taplaust í gegnum EM, meðal annars gegn liði Frakka sem sló út Hollendinga, og stóri kosturinn sem stelpurnar okkar hafa skapað sér er að tapleysi er nákvæmlega það sem myndi duga annað kvöld. Ísland og Holland mætast á þriðjudagskvöld í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Sjá meira
Ef stelpunum okkar tekst að forðast tap hér í hollensku háskólaborginni Utrecht annað kvöld þá eru þær öruggar um sæti á HM. Ísland hefur vissulega komist á EM fjórum sinnum en það að komast á HM, þar sem öll bestu landslið heims spila, yrði einfaldlega stærsta afrek í sögu liðsins. Eftir þann gríðarlega uppgang sem verið hefur í knattspyrnu kvenna síðasta áratug hlýtur það jafnframt að teljast afar merkilegt afrek í íþróttasögu þjóðarinnar. En til að Ísland þurfi ekki að fara einhverja Krísuvíkurleið að HM þá þarf liðið að standa sig gegn Hollendingum annað kvöld. Það er hægara sagt en gert. Hafa má í huga að undir stjórn Þorsteins Halldórssonar þá hefur íslenska liðið ekki unnið sterkari andstæðing í mótsleik. Ísland hefur þó unnið lið á borð við Japan, Nýja-Sjáland og Írland í vináttulandsleikjum. Holland, sem vann EM 2017 og silfur á síðasta HM, er hins vegar enn hærra skrifað, í 6. sæti heimslistans, og svo sannarlega eitt besta landslið heims með nokkra stórkostlega leikmenn innanborðs. Ísland er í 14. sæti og hefur aldrei verið ofar. Glódís Perla Viggósdóttir kemur til með að þurfa að hafa góðar gætur á Vivianne Miedema á morgun. Miedema hefur skorað yfir 100 mörk fyrir Arsenal og nálgast 100 mörk fyrir Holland.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hollenska liðið hefur samt verið á niðurleið, á meðan að íslenska liðið er á uppleið. Kannski virðast Hollendingar einfaldlega standa hærra vegna þess að þeir eru í sínum þekktu tréklossum á meðan að stelpurnar okkar tipla á tám upp metorðastigann, með sína afar spennandi blöndu af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Ráku góðan þjálfara Sjálfstraustið er ekki það sama og áður í hollenska liðinu, eftir misheppnað EM í sumar. Mark Parsons var rekinn eftir að hafa „aðeins“ skilað liðinu í 8-liða úrslit á mótinu, og ekki hjálpuðu úrslitin í undankeppni HM til en vegna tveggja jafntefla gegn Tékklandi eru Hollendingar fyrir neðan Ísland fyrir leikinn á morgun. Parsons er ekki lélegur þjálfari. Spyrjið bara Dagnýju Brynjarsdóttur, sem varð Bandaríkjameistari undir hans stjórn. Hann tók skellinn vegna frammistöðu liðs sem maður leyfir sér að vona að sé ekki eins svakalega gott og fyrir fáeinum árum. Nýr þjálfari, Andries Jonker, var ráðinn fyrir aðeins tólf dögum og hefur vonandi ekki náð að setja sig nægilega vel inn í hlutverkið fyrir leikinn. Markamaskínan Vivianne Miedema, sem þrátt fyrir mikla samkeppni er besti leikmaður Hollands, hefur líka verið að kvarta yfir eftirköstum af Covid en skoraði reyndar samt í 2-1 sigri á Skotum í vináttulandsleik á föstudaginn. Bakverði heimsins dreymir sjálfsagt martraðir um Sveindísi Jane Jónsdóttur.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hraði Sveindísar er umræðuefnið í dag Fleira fær mann til að trúa því að Ísland geti tryggt sig inn á HM á morgun. Heimurinn er löngu hættur að tala um hraðann hjá Shanice Van De Sanden, en Jonker ákvað þó að kalla þennan sigursæla leikmann Liverpool á ný inn í hollenska hópinn. Heimurinn er í dag hins vegar að tala um hraða Sveindísar Jane Jónsdóttur, sem var fljótasti leikmaður EM og Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Sveindís sýndi það í 2-0 tapinu gegn Hollandi á Laugardalsvelli í fyrra að það er einfaldlega ekkert lið sem líður þægilega á móti henni. Ég held að jafnvel Lucy Bronze yrði ringluð við að spila gegn Sveindísi sem er enn á uppleið á sínum ferli og var frábær í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn. Tapleysi líkt og á EM dugar Ísland er líka með þrjá leikmenn á miðjunni hjá sér sem myndu pluma sig í öllum bestu liðum heims. Kannski vantar það hjá Söru, Dagnýju og Gunnhildi Yrsu að líða eins vel með boltann á tánum og til dæmis Karólínu og Amöndu, en það munu öll lið lenda í vandræðum með að sækja gegn þessari miðju. Amanda átti mjög góða innkomu gegn Hvít-Rússum og vonandi að þær Áslaug Munda þrói áfram afar spennandi samstarf sitt á vinstri kanti íslenska liðsins. Þó að ég sjái ákveðna möguleika á að Ísland tryggi sér HM-sæti hér í Utrecht annað kvöld, og að fólk fari þá að spara fyrir flugi til Ástralíu næsta sumar, þá væri auðvitað ekkert óeðlilegt við að leikurinn tapaðist. Þá tæki við umspil í október þar sem Ísland ætti að eiga fína möguleika. En Ísland er nýbúið að fara taplaust í gegnum EM, meðal annars gegn liði Frakka sem sló út Hollendinga, og stóri kosturinn sem stelpurnar okkar hafa skapað sér er að tapleysi er nákvæmlega það sem myndi duga annað kvöld. Ísland og Holland mætast á þriðjudagskvöld í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Sjá meira
„Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00