„Vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2022 10:30 Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir ásamt Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, fyrir sex árum síðan, en saman léku þær í sigursælu liði Breiðabliks. Instagram/@ingibjorg11 Miðverðirnir Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir eiga í afar jafnri samkeppni um stöðu í vörn íslenska landsliðsins sem mætir Hollandi annað kvöld, í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta. Guðrún vann sig inn í byrjunarliðið á síðasta ári og tók þá við hlutverki Ingibjargar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörninni. Eftir tvo leiki á EM kom Ingibjörg aftur inn í liðið í stað Guðrúnar fyrir 1-1 jafnteflið við Frakka, og Ingibjörg var aftur í vörninni í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn. „Þetta er bara mjög holl samkeppni og gerir öllum mjög gott að hafa þessa samkeppni. Ég tek henni bara fagnandi og nýti mín tækifæri eins vel og ég get, og reyni svo bara að styðja hinar þegar þær fá tækifæri,“ segir Ingibjörg um þessa jöfnu samkeppni en viðtal við hana sem tekið var fyrir æfingu í Utrecht í gær má sjá hér að neðan. Klippa: Ingibjörg spennt fyrir úrslitaleiknum Þær Guðrún léku saman hjá Breiðabliki á árunum 2012-2017 en eru núna báðar atvinnumenn – Ingibjörg hjá Vålerenga í Noregi en Guðrún hjá Rosengård í Svíþjóð. Ingibjörg segir sambandið þeirra á milli því gott þó að báðar vilji auðvitað vera í byrjunarliði Íslands: „Mjög gott. Við erum búnar að vera vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara og styðjum hvor aðra.“ Ingibjörg Sigurðardóttir glaðbeitt eftir eitt af sex mörkum Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld. Nú er hún mætt með íslenska liðinu til Utrecht í Hollandi.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslandi dugar jafntefli hér í Utrecht annað kvöld, til að sleppa við umspil og komast beint á HM. Andstæðingurinn er hins vegar lið sem vann silfurverðlaun á síðasta HM árið 2019. „Veit ekki einu sinni hvernig tilfinning það væri“ „Þetta verður erfiður leikur þar sem við munum þurfa að berjast töluvert meira en á föstudaginn [gegn Hvíta-Rússlandi]. Þetta verður allt öðruvísi en þá. Þær eru með heimsklassaleikmenn í öllum stöðum svo það verður ekkert hægt að slappa af eða fá tækifæri til að missa fókus. Þær eru með góða leikmenn í öllum stöðum sem eru vanar að spila svona leiki í hverri einustu viku, gegn toppliðum. Við þurfum að vera þéttar varnarlega og vera klárar í að taka hraðar sóknir líka. Við þurfum líka að vera þolinmóðar með boltann þegar við fáum hann,“ segir Ingibjörg. Grindvíkingurinn hefur farið með íslenska landsliðinu tvisvar í lokakeppni EM en það að komast á HM yrði auðvitað enn stærri áfangi: „Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um mjög lengi og ég veit ekki einu sinni hvernig tilfinning það væri að tryggja sig inn á HM. Vonandi fáum við að sjá það [á morgun].“ Ísland og Holland mætast á morgun í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01 „Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Guðrún vann sig inn í byrjunarliðið á síðasta ári og tók þá við hlutverki Ingibjargar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörninni. Eftir tvo leiki á EM kom Ingibjörg aftur inn í liðið í stað Guðrúnar fyrir 1-1 jafnteflið við Frakka, og Ingibjörg var aftur í vörninni í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn. „Þetta er bara mjög holl samkeppni og gerir öllum mjög gott að hafa þessa samkeppni. Ég tek henni bara fagnandi og nýti mín tækifæri eins vel og ég get, og reyni svo bara að styðja hinar þegar þær fá tækifæri,“ segir Ingibjörg um þessa jöfnu samkeppni en viðtal við hana sem tekið var fyrir æfingu í Utrecht í gær má sjá hér að neðan. Klippa: Ingibjörg spennt fyrir úrslitaleiknum Þær Guðrún léku saman hjá Breiðabliki á árunum 2012-2017 en eru núna báðar atvinnumenn – Ingibjörg hjá Vålerenga í Noregi en Guðrún hjá Rosengård í Svíþjóð. Ingibjörg segir sambandið þeirra á milli því gott þó að báðar vilji auðvitað vera í byrjunarliði Íslands: „Mjög gott. Við erum búnar að vera vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara og styðjum hvor aðra.“ Ingibjörg Sigurðardóttir glaðbeitt eftir eitt af sex mörkum Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld. Nú er hún mætt með íslenska liðinu til Utrecht í Hollandi.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslandi dugar jafntefli hér í Utrecht annað kvöld, til að sleppa við umspil og komast beint á HM. Andstæðingurinn er hins vegar lið sem vann silfurverðlaun á síðasta HM árið 2019. „Veit ekki einu sinni hvernig tilfinning það væri“ „Þetta verður erfiður leikur þar sem við munum þurfa að berjast töluvert meira en á föstudaginn [gegn Hvíta-Rússlandi]. Þetta verður allt öðruvísi en þá. Þær eru með heimsklassaleikmenn í öllum stöðum svo það verður ekkert hægt að slappa af eða fá tækifæri til að missa fókus. Þær eru með góða leikmenn í öllum stöðum sem eru vanar að spila svona leiki í hverri einustu viku, gegn toppliðum. Við þurfum að vera þéttar varnarlega og vera klárar í að taka hraðar sóknir líka. Við þurfum líka að vera þolinmóðar með boltann þegar við fáum hann,“ segir Ingibjörg. Grindvíkingurinn hefur farið með íslenska landsliðinu tvisvar í lokakeppni EM en það að komast á HM yrði auðvitað enn stærri áfangi: „Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um mjög lengi og ég veit ekki einu sinni hvernig tilfinning það væri að tryggja sig inn á HM. Vonandi fáum við að sjá það [á morgun].“ Ísland og Holland mætast á morgun í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01 „Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01
„Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn