Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2022 15:00 Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis telur best að menningarmálaráðherra gefi skýringar á af hverju hún ákvað að skipa í stöðu þjóðminjavarðar en ekki auglýsa. Lilja D. Alfreðsdóttir hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að skipa í stöðu þjóðminjavarðar í stað þess að auglýsa. Vísir Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis átti fund í morgun þar sem teknar voru fyrir skipun embættismanna án auglýsingar. Þetta var m.a. gert í kjölfar þess að menningarmálaráðherra skipaði safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar Skipanin hefur verið gagnrýnd harðlega og hefur hvert félagið á fætur öðru gert alvarlegar athugasemdir við hana. Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga þar á meðal. Fram kom fyrir helgi að formaður Félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Þá gerði formaður BHM athugasemdir við að að staðan hefði ekki verið auglýst opinberlega sem og aðrar eins og ráðuneytisstjórastöður. Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, segir að almennt hafi verið rætt um skipan fólks í embætti í nefndinni í morgun. „Það var ákveðið að kalla eftir frekari gögnum forsætisráðuneytið er að gera samantekt þannig að við fáum aðgang að henni,“ segir Steinunn. Fulltrúi Pírata sagði við fréttastofu fyrir helgi að það þyrfti að fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. Aðspurð um hvort það hafi verið rætt á þessum fundi svarar Steinunn: „Ekkert slíkt var rætt á þessum fundi,“ segir hún. Aðspurð um hvað henni finnist um skipan menningarmálaráðherra svarar Steinunn: „Ég held að það sé best að ráðherrann svari fyrir það af hverju hún ákvað að fara þessa leið. Það er svigrúm í lögum til þess að skipa fólk í embætti en það er líka í lögum fjallað um það að almennt skulu auglýsa störf. Það fer best á að menningarmálaráðherri rökstyðji af hverju hún vildi fara þessa leið,“ segir Steinunn. Steinunn segir eftir að koma í ljós hvort menningarmálaráðherra verði kölluð fyrir nefndina. „Það verður að koma í ljós í framtíðinni. Ég veit ekki hvað nefndin mun ákveða á síðari stigum,“ segir Steinunn. Steinunn segist ekki hafa upplýsingar um hvenær málið verður næst tekið fyrir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis átti fund í morgun þar sem teknar voru fyrir skipun embættismanna án auglýsingar. Þetta var m.a. gert í kjölfar þess að menningarmálaráðherra skipaði safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar Skipanin hefur verið gagnrýnd harðlega og hefur hvert félagið á fætur öðru gert alvarlegar athugasemdir við hana. Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins, Félag þjóðfræðinga og Félag fornleifafræðinga þar á meðal. Fram kom fyrir helgi að formaður Félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Þá gerði formaður BHM athugasemdir við að að staðan hefði ekki verið auglýst opinberlega sem og aðrar eins og ráðuneytisstjórastöður. Steinunn Þóra Árnadóttir varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, segir að almennt hafi verið rætt um skipan fólks í embætti í nefndinni í morgun. „Það var ákveðið að kalla eftir frekari gögnum forsætisráðuneytið er að gera samantekt þannig að við fáum aðgang að henni,“ segir Steinunn. Fulltrúi Pírata sagði við fréttastofu fyrir helgi að það þyrfti að fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. Aðspurð um hvort það hafi verið rætt á þessum fundi svarar Steinunn: „Ekkert slíkt var rætt á þessum fundi,“ segir hún. Aðspurð um hvað henni finnist um skipan menningarmálaráðherra svarar Steinunn: „Ég held að það sé best að ráðherrann svari fyrir það af hverju hún ákvað að fara þessa leið. Það er svigrúm í lögum til þess að skipa fólk í embætti en það er líka í lögum fjallað um það að almennt skulu auglýsa störf. Það fer best á að menningarmálaráðherri rökstyðji af hverju hún vildi fara þessa leið,“ segir Steinunn. Steinunn segir eftir að koma í ljós hvort menningarmálaráðherra verði kölluð fyrir nefndina. „Það verður að koma í ljós í framtíðinni. Ég veit ekki hvað nefndin mun ákveða á síðari stigum,“ segir Steinunn. Steinunn segist ekki hafa upplýsingar um hvenær málið verður næst tekið fyrir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
„Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11
Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12