Hamilton biðst afsökunar á bræði sinni Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2022 16:00 Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Hamilton eftir að hafa leitt keppnina. Hann segist hafa tapað sér í hita leiksins og hefur beðist afsökunar. Dan Mullan/Getty Images Lewis Hamilton hefur beðið liðsfélaga sína hjá Mercedes í Formúlu 1 afsökunar á því að hafa misst stjórn á skapi sínu á meðan hollenska kappakstrinum stóð um helgina. Hamilton missti forystuna vegna ákvarðanatöku liðsins og endaði fjórði. Hamilton virtist líklegur til að vinna sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann leiddi kappaksturinn og var með liðsfélaga sinn, George Russell, á eftir sér fyrir framan heimsmeistarann Max Verstappen á Red Bull. Mercedes ákvað að Russell skildi koma inn til dekkjaskipta og skildu þá Hamilton eftir óvarinn fyrir heimsmeistaranum sem komst nokkuð auðveldlega fram úr Bretanum og vann keppnina. Hamilton bölvaði Mercedes-mönnum í sand og ösku á meðan keppninni stóð, þar sem hann skildi ekkert í ákvarðanatökunni. Hann kvaðst svo eftir keppnina hafa séð eftir ummælum sínum. „Ég var einfaldlega við ystu nöf tilfinningalega,“ sagði Hamilton. „Ég bið liðið afsökunar vegna þess að ég man ekki einu sinni hvað ég sagði. Ég tapaði mér bara,“ „En ég held að þeir viti að þetta er bara svo mikil ástríða,“ sagði hann. Hamilton endaði fjórði, líkt og áður segir, en Russell var annar á eftir Verstappen. Charles Leclerc á Ferrari var þriðji. Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hamilton virtist líklegur til að vinna sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann leiddi kappaksturinn og var með liðsfélaga sinn, George Russell, á eftir sér fyrir framan heimsmeistarann Max Verstappen á Red Bull. Mercedes ákvað að Russell skildi koma inn til dekkjaskipta og skildu þá Hamilton eftir óvarinn fyrir heimsmeistaranum sem komst nokkuð auðveldlega fram úr Bretanum og vann keppnina. Hamilton bölvaði Mercedes-mönnum í sand og ösku á meðan keppninni stóð, þar sem hann skildi ekkert í ákvarðanatökunni. Hann kvaðst svo eftir keppnina hafa séð eftir ummælum sínum. „Ég var einfaldlega við ystu nöf tilfinningalega,“ sagði Hamilton. „Ég bið liðið afsökunar vegna þess að ég man ekki einu sinni hvað ég sagði. Ég tapaði mér bara,“ „En ég held að þeir viti að þetta er bara svo mikil ástríða,“ sagði hann. Hamilton endaði fjórði, líkt og áður segir, en Russell var annar á eftir Verstappen. Charles Leclerc á Ferrari var þriðji.
Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira